Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Side 53

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Side 53
Föstudaginn 9. október var öllum hópnum boðið til hádegisverðar í höfuð- stöðvum sparisjóðsins Bikuben í Silkegade, en þar var sjóðurinn stofnaður fyrir rúmri öld. Hann rekur nú meira en 300 útibú um alla Danmörku og einnig í Færeyjum og á Grænlandi. Aðalforstjóri Bikuben er kunnur danskur lögfræðingur, Paul Gárden, en hann var lengi skrifstofustjóri í dómsmála- ráðuneytinu. Hann hefur skrifað fræðibækur ( lögfræði, m.a. Myndigheds- loven og um fjármál hjóna. Paul Gárden og Ármann Snævarr kynntust árið 1947, er Ármann var við framhaldsnám við Kaupmannahafnarháskóla og hafa haldið góðum vinskap æ síðan. Hádegisverðarboðið er eitt hið höfðinglegasta og skemmtilegasta, sem undirritaður hefur setið, en það var haldið á efstu hæð hússins, sem er eins konar „penthouse" með fallegum, litlum skrúðgörðum prýddum höggmynd- um og öðrum listaverkum. Það var langt liðið á daginn, er hófinu lauk, og voru gestirnir leystir út með gjöfum. Daginn eftir var haldið heim að lokinni vel heppnaðri ferð, þeirri þriðju sem Dómarafélag islands efnir til. Ekki þarf að taka það fram, að móttökur voru alls staðar frábærar og gest- risni mikil. Svona ferðir eru mjög gagnlegar og er fyllsta ástæða til að halda þeim áfram með reglubundnu millibili. Á þennan hátt gefst íslenskum dóm- urum tækifæri til að kynnast erlendum starfssystkinum, vinnu þeirra og starfs- skilyrðum, dómskipan í öðrum löndum og skipulagi starfsemi dómstóla. Er eins víst, að ýmsar gagnlegar hugmyndir leiði af slíkum ferðum, en alveg er víst, að þær eru gagnlegar persónulega fyrir hvern og einn, sem í þær fer. Dómsmálaráðuneytið veitti góða styrki til hvers þátttakanda svo og eftir- menntunarsjóður BHM. Ber að þakka það. Þátttakendur voru: dr. Ármann Snævarr hæstaréttardómari, sýslumenn- irnir Jóhannes Árnason og Sigurður Helgason og Gyða Stefánsdóttir kona hans, Halldór Þorbjörnsson yfirsakadómari og kona hans Hildur Pálsdóttir, borgardómaranir Auður Þorbergsdóttir, Bjarni K. Bjarnason, Emil Ágústs- son, Friðgeir Björnsson, Guðmundur Jónsson og kona hans Fríða Halldórs- dóttir, Hrafn Bragason og Steingrímur Gautur Kristjánsson, borgarfógetarnir Jónas Gústavsson og Ragnar H. Hall, Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari og Ríkey Rikharðsdóttir kona hans og héraðsdómararnir Már Pétursson, Ólafur Stefán Sigurðsson og Valtýr Sigurðsson. Ólafur St. Sigurðsson FRÉTTATILKYNNING FRÁ DÓMSMÁLARÁÐHERRA Þann 19. febrúar s.l. var í Stokkhólmi haldinn sameiginlegur fundur dóms- og félagsmálaráðherra á Norðurlöndum, um fíkniefnavandamálið. Helstu umræðuefnin voru ástand fiknimála á Norðurlöndum, eftirlit með dreifingu fíkniefna, viðhorf til kannabisefna og meðferð fíkniefnasjúklinga. Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra sat fundinn af íslands hálfu fyrir sína hönd og Svavars Gestssonar, félags- og heilbrigðismálaráðherra, en auk hans sóttu fundinn Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og trygg- 95

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.