Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Síða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Síða 8
félagið gaf út árið 1969, en Agnar átti sæti f stjórn þess um skeið. Einar Lax- ness kemst svo að orði um þetta verk: ,,Á þessum árum, sem Agnar Klemens sat í stjórn Sögufélags, vann hann að samningu mikils rits, sögu Stjórnarráðs íslands frá því heimastjórn komst á 1904 og til 1964 eða 60 ára sögu þess. Hafði honum verið falið það verk af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, og þegar handritið var tilbúið til prentunar um áramótin 1968—1969, var það sammæli þeirra að óska þess, að Sögufélag gæfi ritið út. Að sjálfsögðu tók stjórn Sögufélags þessu tilboði með mikilli ánægju, og var ritið gefið út í tveimur bindum árið 1969, rúmlega eitt þúsund bls. að lengd. Þetta var stærsta frumsamda verk sinnar tegundar, sem félagið hafði þá gefið út á nær sjö áratuga ferli sínum. Stjórnarráðssaga Agnars Klemens er mikið stór- virki og algert undirstöðurit um sögu íslands á 20. öld, og höfundur vand- aður fræðimaður, sem gjörþekkir þann efnivið, sem hann fjallaði um. Voru stjórnarmenn Sögufélags ekki ( neinum vafa um, að útgáfa þessa rits yrði félaginu mikil lyftistöng, sem yki hróður þess í hvívetna, enda varð sú raunin á.“ Fyrir margvísleg störf sín var Agnar sæmdur miklum fjölda heiðursmerkja af hæstu stigum. Ég kynntist Agnari Kl. Jónssyni fyrst að ráði haustið 1964 þegar ég hóf störf sem deildarstjóri í forsætisráðuneytinu, en þá var utanríkisráouneytið einnig til húsa í Stjórnarráðshúsinu og Agnar ráðuneytisstjóri. Þurfti ég oft að ganga á fund hans og leita ráða. Fáum mönnum hef ég kynnst sem verið hafa mér jafn-ráðhollir og engum sem ráðheilli væru með slíkri Ijúfmennsku og hann. Og ætlð gaf hann sér nægan tíma til þess að sinna nauði mínu þrátt fyrir ærið annríki. Árið 1944 kvæntist Agnar og gekk að eiga Ólöfu Bjarnadóttur vígsluþisk- ups Jónssonar og konu hans frú Áslaugar Ágústsdóttur; þarf ekki að kynna þau öðlingshjón, enda þjóðfræg að mannkostum. Hjónaþand þeirra Ólafar og Agnars var farsælt í hvivetna og heimili þeirra bæði utanlands og innan markað höfðingslund og menningarbrag. Þeim varð fjögurra barna auðið en eitt þeirra, Bjarni Agnar f. 26. nóvember 1945, lést fárra mánaða. Hin eru sem hér segir: Anna sagnfræðingur f. 14. maf 1947, gift Ragnari Árnasyni lektor við Háskóla íslands, Áslaug f. 9. maí 1949, gift Óskari Árna Óskarssyni og eru þau bæði bókaverðir við Háskólabókasafn, og Bjarni Agnar læknir við framhaldsnám í Boston f. 5. ágúst 1952, kvæntur Sigríði Jónsdóttur meinatækni. Við hjónin áttum því láni að fagna að öðlast vináttu þeirra Ólafar og Agnars. Það hefur verið okkur mikil gæfa. Agnar Kl. Jónsson var sannur sonur íslands, sem vann heil! þjóðar sinnar og heiðri allt sem hann mátti. Að því mun hún lengi búa. Minnig um góðan dreng með hreinan skjöld mun lifa. Guðmundur Benediktsson 62

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.