Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 12
Gunnar G. Schram prófessor: HINN NÝI HAFRÉTTARSÁTTMÁLI Hinn nýi Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur af Hafréttarráðstefnunni þann 30. apríl 1982 á fundi í New York. 130 ríki greiddu atkvæði með sáttmálanum, 4 voru á móti (Bandaríkin, Israel, Tyrkland og Venezúela), en 17 ríki sátu hjá. Samþykkt sáttmálans markaði þáttaskil í þróun hafréttar og verð- ur að teljast mikill áfangi í löggjafarstarfi Sameinuðu þjóðanna á sviði þjóðaréttar. Sáttmálanum er ætlað að koma í stað hinna fjögurra samninga um rétt hafsins sem samþykktir voru á Hafréttarráðstefn- unni í Genf 1958. Þeir samningar fólu fyrst og fremst í sér skráningu á hinum aldagamla venjurétti hafsins, utan hinna nýju ákvæða um landgrunnið sem þar fengu í fyrsta sinn alþjóðlega viðurkenningu. Vonir stóðu til að Genfarsamningar yrðu almennt staðfestir og myndu mjög draga úr deilum milli ríkja á sviði hafréttarins. Raunin varð hins vegar önnur. Tiltölulega fá ríki veraldar fullgiltu samningana og inn- an skamms árabils spruttu víða upp deilur milli þjóða um réttindi á hafinu. Þar bar hæst kröfurnar um stóraukna fiskveiðilögsögu, en hvorki Genfarráðstefnunni 1958 né ráðstefnunni þar 1960 tókst að ná samkomulagi um þjóðréttarreglur um stærð landhelginnar eða fisk- veiðilögsögunnar. Það er því ljóst að lögfræðileg, efnahagsleg og þjóðfélagsleg nauðsyn var á því að hefja á nýjan leik störf á alþjóðavettvangi að endurskoð- un réttar hafsins. Ekki síst var það vegna þess að hinar mörgu ný- frjálsu þjóðir þriðja heimsins litu á hinn gamla hafrétt sem arfleifð nýlendutímabilsins og kröfðust þess að fá að eiga sinn þátt í mótun nýs réttar sem tæki mið af óskum þeirra um yfirráð yfir náttúruauðlind- um sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu oft ályktað um og væri í sam- ræmi við hina nýju efnahagsskipan veraldar (New Economic World Order). Alls tóku 86 þjóðir þátt í Genfarráðstefnunni 1958 en undir lok Hafréttarráðstefnunnar höfðu 160 þjóðir tekið þátt í gerð Haf- 66

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.