Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Qupperneq 37

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Qupperneq 37
einhverja nauðungarvist. Heimsóknarskylda til geðlæknis og sálfræð- ings er ekki nægileg í þessu efni, sbr. Hrd. XLIV, bls. 442 (448). Þess er getið í Islenzkum dómaskrám, að í ýmsum dómum sé tími sá, sem gengið hefur til rannsóknar á geðhögum sakbornings, talinn ídæmdri refsingu til frádráttar með svipuðum hætti og gæzluvarðhaldstími, en stundum sé þó um raunverulegan gæzluvarðhaldstíma að tefla.1) e) Hælisvist eða önnur nauðungarvist á stofnunum, t.d. á vistheimili, uppeldisstofnun, drykkjumannahæli o.fl., verður að teljast frádráttar- hæf, ef vistunin tengist rannsókn máls. I Hrd. XLIV, bls. 442, kemur fram, að deilt var um eðli vistunar í svokölluðu gæzluvistarhæli að Gunnarsholti. Ekki var skorið úr þessum ágreiningi, enda kom frá- dráttur ekki til greina þegar af þeirri ástæðu, að vistun sakbornings í Gunnarsholti tengdist ekki rannsókn þeirra mála, sem til úrlausnar voru í þessum dómi. Venjuleg sjúkrahúsdvöl vegna veikinda kemur ekki til frádráttar, þótt rannsókn máls dragist á langinn vegna hennar. f) Gæzla hjá bandaríska varnarliðinu vegna rannsóknar sakamáls kemur refsingu til frádráttar beinlínis eða samkvæmt lögjöfnun frá 76. gr. hgl., sjá Hrd. XXIV, bls. 246 og 511, og 1. nr. 110/1951, sbr. 2. gr. 6. c. viðbætis um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þeirra. g) Fangavist erlsndis. Ekki er bein heimild í 76. gr. til frádráttar á gæzluvarðhaldi eða annarri fangavist, sem sökunautur hefur sætt er- lendis. Heimilt getur verið að beita lögjöfnun frá 76. gr., sbr. 4. mgr. 8. gr. hgl., sbr. Hrd. XVIII, bls. 8, 189, 447. h) Gæzluvarðhald refsifang-a. Sé refsifangi úrskurðaður í gæzluvarð- hald vegna nýrra afbrota, kemur gæzlutíminn til frádráttar hinni nýju refsingu. Sá tími telst þá ekki til afplánunar á fyrri dómi. Sé refsifangi einungis fluttur milli refsivistarstofnana án formlegs gæzluvarðhalds- úrskurðar, er tæpast tilefni til frádráttar. IV. SKILYRÐI ÞESS AÐ ÚTILOKA FRÁDRÁTT. Frádráttur gæzluvarðhaldsvistar er orðaður sem aðalreglan sam- kvæmt 76. gr. hgl. Er raunar kveðið á um skyldu til þess, þótt greinin segi ekki, hvernig dómstólar eigi að meta frádráttinn hverju sinni, sjá nánar í greinargerð. I 76. gr. er gert ráð fyrir undantekningum, ef gæzluvarðhaldið er því að kenna, hvernig sökunautur hefur hagað sér, meðan á málinu eða rannsókn þess stóð. Úr þessu má lesa þrjú skilyrði, sem gerð verður nánari grein fyrir hér á eftir. 1) íslenzkar dómaskrár, III. bindi, bls. 173. 91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.