Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 50
Aí vettvangi Guðrún Erlendsdóttir dósent: NOKKRAR HUGLEIÐINGAR UM HRD. 1981:128 Miklar umræður hafa verið á síðari árum um réttarstöðu fólks í óvígðri sambúð. Dómstólar hafa tekið afstöðu til vissra þátta við fjármálauppgjör við slit óvígðrar sambúðar, en mikil óvissa hefur ríkt um marga þætti við slit sambúðar. Aðalreglan um fjármál sambúðarfólks hefur verið sú, að sambúðar- aðilar eru eins settir og tveir einstaklingar, þannig að fjárhagsmálefni þeirra verður að leysa samkvæmt grundvallarreglum fjármunaréttar- ins. Við slit sambúðar tekur því hvor aðili það sem hann á, engin helm- ingaskipti eru eins og þegar um hjúskap er að ræða. 1 þeim tilvikum, er báðir aðilar afla tekna og tilviljanakennt er, hvor þeirra greiðir heimilisnauðsynjar og hvor þeirra fjárfestir í eignum, leiðir þessi regla ekki til sanngjarnrar niðurstöðu og ekki heldur í þeim tilvikum, er annar aðilinn vinnur eingöngu á heimilinu og hefur ekki tök á að afla sér eigna. Hér á landi hefur verið reynt að ráða bót á því misrétti, sem orðið getur við slit óvígðrar sambúðar, á þann veg að dæma sambúðaraðila (konu) þóknun fyrir heimilisstörf á sambúðartímanum. Má segja, að fram á síðustu ár hafi það verið viðurkennd regla, að konur ættu rétt á ráðskonulaunum, er upp úr sambúð slitnaði. Árið 1981 gekk dómur í Hæstarétti, Hrd. 1981:128, þai* sem í fyrsta skipti er vikið frá þeirri dómvenju að dæma ráðskonulaun. Dómur þessi felur að mínu mati í sér stefnubreytingu hjá Hæstarétti í þessum málum. Ég mun hér á eftir fjalla lítillega um þennan dóm og gera jafnframt grein fyrir dönskum dómi, U 1980.480 H, þar sem Hæstiréttur Dana komst að svipaðri niðurstöðu og komist var að í hinum íslenska hæsta- réttardómi. 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.