Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Qupperneq 53

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Qupperneq 53
ið liggur fyrir þykir rétt, að K, þar sem búið er að selja eignina, fái vissan hluta af nettóandvirði hennar. Við ákvörðun á hlutanum er tekið tillit til lengdar sambúðarinnar, sameiginlegra nota aðila af eign- inni og tekjum aðila, meðan á sambúð stóð“. Minnihluti Hæstaréttar var sammála meirihlutanum um það, að ekki hefði myndast sameign eða fjárfélag samsvarandi hjúskap, og vildi sýkna M alfarið. Minnihlutinn taldi, að sambúð aðila gæfi K engan rétt til að fá hlut í tekjum M og líta yrði svo á, að M hefði greitt fyrir húsið, þar sem hann var miklu tekjuhærri. Minnihlutinn tók ekki heldur til greina þrautavarakröfu K um, að hún ætti rétt á endur- gjaldi eða bótum eftir mati. Dómur þessi vakti mikla athygli í Danmörku. Ekki eru þó allir sam- mála um það, hvernig túlka skuli þennan dóm. Sumir telja, að krafa K hafi verið dæmd út frá því sérstaka auðgunarsjónarmiði, að M hefði ekki getað keypt húsið og þar með fengið hagnaðinn af sölu þess, ef K hefði ekki veitt verulega fjárhagslega aðstoð. Aðrir telja, að af dóminum megi álykta, að unnt sé að dæma þeim aðila, sem notað hefur tekjur sínar í þágu heimilisins, peningafjárhæð samkvæmt sanngirn- isreglu, í þeim tilvikum þegar hinn aðilinn hefur notað sínar tekjur til fjárfestingar. Flestir eru þó sammála um, að fleiri dómar þurfi að ganga í Hæstarétti, áður en hægt sé að fullyrða um afstöðu Hæsta- réttar til þessara mála.1) Eins og fyrr getur, er Hrd. 1981:128 fyrsti dómurinn, sem víkur frá þeirri dómvenju að dæma ráðskonulaun og dæmir í staðinn öðr- um sambúðaraðila hlutdeild í þeirri eignamyndun, sem hefur átt sér stað á sambúðartímanum.2) Frá því að sá dómur gekk hafa gengið 4 hæstaréttardómar um fjárskipti vegna slita á óvígðri sambúð, og virðist vera unnt að lesa úr þeim dómum ákveðna stefnubreytingu hjá Hæstarétti. Að vísu er í tveimur þessara dóma, Hrd. 1982:1107 og Hrd. 1983:865, dæmd greiðsla vegna vinnuframlags á heimili á sambúðar- tíma, en hafa ber í huga, að í hvorugu málinu var höfð uppi krafa um hlutdeild í eignamyndun eða sameign, og bæði málin voru höfðuð, 1) Sjá Inger Margrete Pedersen: Jnristen & 0konomen 1981 s. 217, Vibeke Vindel0v: U 1980 B s. 226, V. Tops0e: U 1980 B s. 333, J0rgen Graversen: Familieret 1980, s. 611, P. Holm-J0rgensen: U 1981 B s. 16. 2) í sératkvæði í Hrd. 1978:893 taldi einn dómarinn lagarök benda til þess, að sambúðar- kona öðlaðist hlutdeild í þeirri fjármunamyndun, sem varð meðan á sambúð stóð. 107
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.