Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1937, Qupperneq 9
VII
að fylgja alþjóðamálinu stranglega, og fá jafnframt sem bezt íslenzk
heiti. Það er því ekki ósennilegt, að þroskunin gangi í þá ált að víkja
meira frá alþjóðamáli en hér er gert.
Orðasafn þetta geinr ekki verið annað en tilraun til þess að gefa
flestum liffærnm islenzk heiti. Þótt hún hafi ekki tekizt svo vel sem
skyldi, tel ég hcma fnlla sönnun fyrir því, að það er engu erfiðara að
finna góð fræðiorð og heiti á islenzku en á „alþjóðamálinu". Oflast
verða íslenzkn heitin bæði styttri og skýrari. Annars er alþjóðamálið
að miklu teyti ósmekklegur grautur nr afbakaðri grísku og latinu.
Það hefur tafið fyrir riti þessu, að alþjóðanefndin, sem kosin var
1923 til þess að velja og semja alþjóðleg liffæraheiti, lauk ekki störf-
um fyrr en 1935. Heitin eru birt i Nomina anatomica eftir H. Stieve,
yrófessor. Jena 1936. Þau eru hér talin i sömn röð og þar, aðeins ör-
fáum sleppt og fáeinum bætt við. .-Ið’ vísu skipta algengnstu heitin
mestu, en á vorum dögum er erfitt að sjá, „að hverju barni gagn
verður".
Svo virðist sem nefndinni hafi verið víða mislagðar hendur i
orðavalinu. Sumir kaflar ern afar nákvæmir. í öðrum er farið fljólt
yfir sögu. í bók þeirri, sem fyrr er nefnd, gefur H. Stieve nokkrar
skýringar á ýmsum torskildum heitum, en auk þess hefur Hermann
Triepel, próf. og H. Stieve gefið út liandhægt orðakver um þýðingu og
uppruna alþjóðlegu heilanna.1) Það hefði orðið of langt mál að fara
út i þessa sálma, og verður þvi að vísa til þessara ódýru bóka, sem
fyrr voru nefndar.
Jón Steffensen, próf., hefur farið yfir handril mitt og hef ég breylt
ýmsu eftir tillögum hans. Guðni Jónsson, magister, hefur farið yfir is-
lenzku heitin og mag. Kristinn Ármannsson leiðbeint mér um nokkur
latnesk orð. Sigurjón Jónsson, læknir hefur lesið eina próförk. Fleiri
hafa lagt hér orð í belg, og kann ég þeim öllum beztu þakkir, en enga
ábyrgð bera þeir á þvi, sem miður fer.
Guðm. Hannesson
i) Hermann Triepel & H. Stieve: Die anatomisclien Nameu, ilire Ableitung und Aus-
spraclie. Munchen Í93G.