Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi - 07.05.1943, Blaðsíða 2

Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi - 07.05.1943, Blaðsíða 2
VITAMÁL AUSTFIRÐINGA Siglingaleiðin með austurströnd íslands er einhver hin varasamasta hér við land. Einkum á þetta við um suðurhluta þessarar leiðar eða frá Gerpi til Hornafjarðar. Það er einkum þrennt, sem gerir sigling- ar þessar tafsamar og hættulegar: í fyrsta lagi hinar tíðu þokur, sem hvergi eru svipað því eins tíðar hér við land, í öðru lagi hve sigl- ingaleiðin er óhrein, því aragrúi boða og skerja — næstum því sam- felldur skerjagarður — er úti fyrir ströndinni frá Seley við Reyðar- fjörð til Hornafjarðar. í þriðja lagi má nefna hina hörðu strauma, sem gera skipum erfitt að komast leiðar sinnar, ef þoka er eða dimm- viðri. Af þessu má sjá, að óvíða eða hvergi hér við land er eins mikil þörf fyrir marga og góða vita, eins og á Austurlandi og á eyjum og skerjum þar úti fyrir. Það er að vísu satt, að nokkrir góðir vitar hafa verið reistir á þessu svæði, en þó vantar mikið á, að vel sé. — Mér virðist sem forráðamenn vitamálanna hafi ekki gert sér grein fyrir því, hverja þýðingu það hefir fyrir öryggi sjófarenda, að koma upp hljóðvitum (þokulúðr- um). Eftir því sem ég veit bezt, eru aðeins tvö slík tæki í notkun hér á landi. Annað er á Dalatanga, sunnan Seyðisfjarðar, en hitt á Sauðanesi við Siglufjörð. Það er mér vel kunnugt af eigin raun og annarra sögn, að þokulúðurinn á Dalatanga hefir oft orðið sjófar- urbætt, ef áhugasamir leikunnend- ur ræku á eftir. Hvernig stendur á þessu? Það vantar forystu, duglegan, menntað- ann áhugasaman mann, segir fólk- ið. Vel mætti vera, að slíkur maður gæti vakið hreyfingu, en hún stæði ekki djúpt, hana vantaði undirstöð- una, hún væri ekki borin uppi af fjöldanum, heldur einstaklingi. sem fyrr eða seinna kiknaði undan þeim ofurþunga, sem fylgislaus forysta hefur í för með sér. Auk þess: Hvaðan ætti þessi maður að koma? Á hann að vera innfluttur? Nei, það sem vantar er vilji, vilji til þess að fræðast og menntast. Ég verð að segja það, hvernig sem því verður tekið, að almenn þekking er hér vægast sagt frekar takmörkuð og það sem verra er, unga fólkið virð- ist ekki viðurkenna nauðsyn þekk- ingarinnar og leitar hennar ekki, hvorki með skólagöngu eða lestri fræðslurita og bóka. Þessu til sönn- unar skal ég nefna það, að aðeins 5 eða 6 ungmenni eru við framhalds- nám, og hafa þó oft verið færri. En það er þó kannske ennþá alvarlegra að enginn, svö ég viti til, er við faglegt eða verklegt nám. Hvers vegna fara ekki ungu sjó- mennirnir á stýrimanna- eða vél- stjóraskólann? Hvers vegna lærir enginn einhverja iðn? Hvers vegna fara ekki ungu stúlkurnar á Hall- ormsstað eða annan sambærilegan skóla? Margir hafa góða og gilda af- sökun. Afkoman efnalega hefur endum hjálplegur við að átta sig og ná settu marki. Þegar dimmviðri er eða þoka, koma ljósvitarnir að engu haldi, nema sem hver önnur kennileiti, en þá koma þokulúðrar að fullum notum og gefa til kynna, að land sé í nánd og því bezt að fara með gætni að öliu. Ég vil nú gera grein fyrir því, livar ég tel brýnasta þörf á þoku- lúðrum og ljósvitum á Austurlandi. En það skal fram tekið, að ég er enginn „navigatör“ — hefi ekki einu sinni pungapróf — svo þetta álit mitt má alls ekki skoðast sem sérfræðilegt'álit, heldur byggist það á athugunum óbreyttra liðsmanna í sjómannastéttinni, en ég vænti þess, að þessar bendingar gætu vak- ið athygli vitamálastjórnarinnar og annarra áhrifamanna á málum þessum og þá fyrst og fremst hljóð- vitunum. Við Berufjörð eru þokur tíðast- ar á landi hér. Þar eru taldir yfir 170 þokudagar árlega að jafnaði og í Papey 140—150. — Þarna hefir verið reist nokkuð af vitum og sum- um góðum, en við þetta alræmda þokubæli hefir enginn þokulúður verið settur. Fyrst og fremst er því þörf á slíkum tækjum þar. — Við Streitisvitann þarf að koma þoku- lúður, annar í Papey og helzt sá þriðji einhversstaðar við sjálft fjarðarmynnið. Aðrir staðir, sem ég tel nauðsyn- legt að byggja á vita og hljóðvita, á umræddu svæði, eru þessir: Á Stokksnes eða Hvanney (helzt þó ekki leyft skólagöngur. En sú af- sökun nægir ekki almennt um síð- astliðin tvö ár. Auk þess má benda á, að atvinna unglinga er hér nær engin mikinn hluta vetrar, og eyð- ist sjálfsagt eins mikið í iðjulausri dvöl heima eins og þó þeir dveldu í heimavist á alþýðuskóla. Ung- lingaskóli hefur starfað hér við og við. Undanfarin tvö ár við mjög góða aðsókn. En þó einhver náms- árangur náist, þá er það ekki neitt sambærilegt við skólagöngu. Ég skoða unglingaskólann miklu frem- ur sem uppeldisráðstöfun gegn göturangli heldur en sem fræðslu- stofnun, enda þótt ég viti, að kenn- ararnir gera allir sitt bezta, til þess að auka þekkingu. En þó áliti ég það öllu öðru þýðingarmeira, ef unglingaskólinn gæti vakið löngun hjá nokkrum, þótt ekki væri nema litlum, hluta nemend:anna til auk- innar þekkingar. En ég veit að af- staða þeirra eldri ráiða þar miklu meira. En svo ég ví’ici að því, sem ég hóf mál mitt á, félagslífinu, þá er það mín skoðun og sannfæring, að það tekur ekki neinum breyt- ingum til batnaðar, fyrr en við eig- um orðið all fjö’lmennan hóp al- þýðumenntaðra ungra manna og kvenna. Úr þeirji hópi mun koma forystan, ef til vill ekki í mynd ein- staklings, heldur menntaður sam- stilltur hópur fróðleiksfúsra æsku- manna, sem gera miklar kröfur til sjálfra sín og anxiarra, og þá ekki hvað sízt þess op in bera. En af hálfu báða staðina) þarf að, koma þoku- lúður, á Hvalsnes ljós- og hljóð- viti, á Kambsnes þokulúður og sömuleiðis á Hafnarnes eða Andey við Fáskrúðsfjörð og Vattarnes við Reyðarfjörð. — Á Seley er brýn nauðsyn að reisa ljós- og hljóðvita og sömuleiðis á Norðfjarðarhorn. Þá þarf að koma þokulúður á Glettingarnes og Bjarnarey sunn- an Vopnafjarðar. Allir þessir staðir eru á strönd- inni eða skammt undan landi. En langt út í hafi, 30 mílur undan Kambanesi, er sker eitt, sem mjög er hættulegt siglingum, enda má fullyrða, að við það sker hafi marg- ur sjómaðurinn lífi týnt. Sker þetta er nefnt Hvalsbakur og er alllangt en lágt og illt að sjá það í slæmu skyggni, en þar eru þokur mjög tíðar. Á þetta sker þarf nauðsyn- lega að koma vandaður viti, sem hægt væri að láta gæzlulausan mán- uðum saman, því illt mun að lenda við skerið. Þó mun það hafa verið hægt, því sagnir eru af því, að menn hafi hagnýtt sér geirfugl, sem mikið var af við skerið, enda mun það þá hafa heitið Geirfugla- sker. Einhverjir tæknislegir örðugleik- ar kunna að vera á byggingu vita á þessum stað, en þó munu þeir vera yfirstíganlegir. A. m. k. hafa menn fregnir af því, að erlendar þjóðir hafi byggt vita við miklu erfiðari skilyrði og hví skyldum við ekki geta það, sem aðrar þjóð- ir eru færar um? Vitabyggingu á Hvalsbak þurfa yfirvöld vitamálanna að hafa í huga og þau þurfa hið allra fyrsta að láta fara fram rannsókn á mögu- hins opinbera, þ. e. ríkinu, er held- ur lítið gert til þess að efla félags- lega menningarstarfsemi. Hins veg- ar hefir hreppsfélagið af litlum efn- um styrkt ýmis menningar- og fé- lagsmál mjög myndarlega, t. d. í- þróttastarfsemina undanfarið, svo og bókasafnið, sem hefur nú um 1000 bindi og kaupir flestar nýjar bækur. En fyrst ég nefni bókasafnið, get ég ekki stillt mig um að minnast ofurlítið á aðgerðir sýslunefndar S. M. í því sambandi. Hún sam- þykkti nefnilega s.l. ár býsna skrítna tillögu, sem ég álít vel þess verða að komi fyrir almennings- sjónir, en hún er svohljóðandi: „Þar sem hlutfallsúthutun styrks til bókasafna virðist vera réttlát og önnur réttlátari aðferð ekki fyrir hendi, þá verður þeirri tilhögun ekki breytt að þessu sinni. En með tilliti til þess, að einstök sveitar- félög kunna að geta veitt úr sveit- arsjóði hærri upphæðir en önnur, og þannig fengið meira af tillagi sýslusjóða en hæfilegt má telja, þá samþykkir sýslunefnd að takmarka fjárveitingar sínar við ákveðna há- marksfjárveitingu, kr. 300.00, frá hverjum hreppi.“ Svo mörg eru þau orð og lesið þið nú aftur, lesendur góðir, því að það þarf svei mér sæmilega athug- un til þess að skilja svona samsetn- ing. í fyrri hluta tillögunnar er sem sagt hlutfallsúthlutunin við- urkennd réttlát, en í hinum síðari A U ST U RLAN D leikunum fyrir þeirri byggingu. Efalaust þarf að byggja vita og koma upp þokulúðrum víðar en við austurströndina, en þar sem mig brestur nægan persónulégan kunnugleika, eftirlæt ég öðrum að skrifa um það. Það er jafnan svo, að rnenn eru ósparir á lof um sjómannastéttina, þegar það kostar engin fjárútlát, en ef snerta á pyngjuna, kemur oftast annað hljóð í strokkinn. Menn geta harmað sjóslys og skotið saman hundruðum þúsunda til styrktar eftirlifendum og er það að sönnu þakkarvert, en ef verja á svipaðri upphæð til að fyrirbyggja slys, kost- ar það eftirtölur og barlóm, enda er ekki við öðru að búast á meðan sjómannastéttin sjálf hefir engin bein áhrif á mál þessi, sem að réttu lagi ættu að hafa þau með höndum að mestu leyti. Oft heyrir maður sagt, að þjóðin standi í stórri skuld við sjómenn- ina. Sé svo, þá hefir verið staðið mjög illa í skilum með afborgun þeirrar skuídar. En Alþingi ætti að taka það til athugunar, hvort ekki væri rétt að greiða einu sinni stóra afborgun af skuldinni á þann hátt, að ráðast í framkvæmdir þær, sem ég hér hefi bent á og aðrar nauðsynlegar framkvæmdir til tryggingar öryggi sjófarenda. Bjarni Þórðarson. Internasjónalinn í nýrri þýðingu eftir Magnús Ás- geirsson er nýkominn út. Allur á- gáði af sölu hans rennur til söfnun- ar fyrir Rauða kross Sovétríkjanna. að samkvæmt henni geti einstök bókasöfn fengið meira en „hæfi- legt“ megi telja. Hvað meinar sýslunefnd með „hæfilegt”. Tilefni tillögunnar mun hafa verið það, að Búðahreppur veitti á árinu 1941 ca. kr. 1200.00 til bókasafnsins hér. Samkvæmt hlut- fallsúthlutun fór því mest allt framlag sýslusjóðs hingað, vegna þess að framlög annarra hreppa voru svo smánarlega lág. En í stað þess nú að ýta undir hreppsfélögin að auka framlög til bókasafna, þá takmarkar sýslunefnd framlag sitt við kr. 300.00 hámark. Hér eftir er sem sé ekki neitt keppikefli fyrir hreppsfélög að leggja meir en kr. 300.00 til bókasafna, því að gegn því sem fram yfir þá upphæð er, kemur ekkert úr sýslusjóði. Þetta er alveg þveröfugt við fjárveitingu úr ríkissjóði, því að hann takmark- ar framlög sín við kr. 300.00 lág- marks-framlag frá hreppnum. Þessar aðgerðir sýslunefndar hafa sætt mikilli gagnrýni meðal þeirra manna hér, er fylgjast með bókasafnsmálinu. Ég hefi nú drepið á nokkur at- riði, sem viðkoma fræðslu og menningarstarfsemi hér á Búðum, en auðvitað er margt, sem við mætti bæta, en ég er sjálfsagt orð- inn alltof langorður og læt því staðar numið. Búðum, 28. jan. 1943. Gunnar Ólafsson.

x

Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi
https://timarit.is/publication/592

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.