Austfirðingur


Austfirðingur - 12.06.1931, Síða 2

Austfirðingur - 12.06.1931, Síða 2
2 AUSTFIRÐINGUR m - 2 . x> rn > >-■£* cs s g H i i' O 2. ^ ÍT* g *s ; w fef ! " Upplýsingar um verð og annað gefur umboðsmaður okkar, GísBi Jónsson, Seyðisfirði. „Blikils þótti þeim þar við þurfa“. fá liokkur kjördæmi, í skiftuin fyrir framhaldandi hlutleysi. Ekki mun örgrant um það, að menn þykjast vita um fleiri slíka samn- inga. Þessa samningapólitík vilja Jafnaðarmenn alls ekki missa. Vilja halda aðstöðu þeirri, sem þeir hafa haft, óbreyttri. Þá kemur hitt til álita, hversu holt þjóðinni er það ástand, sem verið hefir síðasta kjörtímabil. Reynslan, þó ekki sje hún löng, virðist sýna það ótvírætt, að þar sje margt og mikið athugavert við. Það er margra manna mál, og hefir við mjög sterk rök að styðj- ast, að á þessu síðasta kjörtíma- bili hafi verið meiri stjórnmála- spilling í landinu, en nokkru sinni fyr. Ótal staðreyndir eru fyrir hendi, þessu til sönnuriar. Bent hefir veriö á skýlaus lagabrot stjórnarinnar, hiutdrægni f em- bættaveitingum, bitlingagjafir til stuðningsmanna, þar á meðal til ,hlutleysingjanna“ í Jafnaðar- mannaflokknum, að ógleymdum afrekunuin 14. apríl í vor. En ein staðreynd er einna áþreifanlegust f þessu sambandi. Hún er sú, að stjórnin hefir að engu haft fjár- veitingavald Alþingis. Hún hefir ekki talið sig bundna við fjárlaga- ákvæði. Þannig hefir x/s af ríkis- tekjunum verið notaður til eins og annars, án þess að Alþingi hafi ráðstafað því á venjulegan hátt. Þetta er staðreynd, sem enginn getur á móti mælt. Þegar að þessu hefir verið fund- ið af hálfu andstæðinga stjórnar- fnnar, hafa stuðningsmenn henn- ar varið hana eftir bestu getu, gegn öllum ákúrum. Ekki hefir þess orðið vart, að „hlutleysingj- arnir" hafi þar skorist úr leik. Þeir hafa ásamt hinum eiginlegu stjórnarflokksmönnum, lokað aug- unum fyrir sömu misfellunum, ár eftir ár. Föðurlandsást „hlutleys- ingjanna" hefir ekki verið þess megnug, að taka í taumana, þó þeir hafi sjeð fyrir augum sjer lagabrot, gjörrœði og eindæma lítilsvirðingu á þjóðarsamkomu þeirrl, sem veglegust á að vera. Eiga þeir þar að fullu sammerkt viö samflokksmenn stjórnarinnar. Það er fyrst þegar stjórnin, lík- lega í einhverjú ógáti, fer að reka hornin í sjermál þess . flokks, sem þessir menn telja sig fulltrúa fyrir, að þeir fara að kippast við og ögra stjórninni með vantrausti. En stjórnin, sem er ýmsu vön, gerði sjer lítið fyrir óg rak þá heim, ásamt hinum, og liorfði ekki lengi í það, þó hún til þess þyrfti að brjóta stjórnarskrá landsins. Næst er á það að líta, hverjir eigi að bera ábyrgð á stjórnarfari því, sem hjer hefir verið stuttlega drepið á og aem margsinnis hefir verið Iýst rækilega í ræðum og ritum nú fyrir kosningarnar. Jafn- aðarmenn munu segja, að Fram- sóknarflokkurinn einn eigi að bera hana. Vjer Sjálfstæðismenn segj- um afdráttarlaust, aö ábyrgðin hvíli sameiginlega á öllum þeim, sem stjórninni hafa veitt stuðning, bæði beint og með hlutleysi. Það tjáir ekki fyrir Jafnaðarmenn að ætla að skjóta sjer undan þeirri ábyrgð. Það tjáir ekki fyrir þá að „neita því, að hafa skrifað á þann víxil“, eins og frambjóðandi Jafn- aðarmanna hjer í bænum komst að orði nýlega á fundi hjer. Hitt er skiljanlegt, að þeim sje elcki farið að lítast á bliku þá, sem dregið hefir upp á hinn sameigin- lega stjórnmálahimin Framsóknar og Jafnaöarmanna, og vilji nú, umfram ait, afneita „víxlinum11. En þeim tekst það ekki. Víxil- rjettur þjóðarinnar á hendur Jafn- aðarmönnum er skýlaus. En deila getur um þetta risið, sem auðvit- að hcfði verið útilokuð, ef Fram- sókn hetði verið í hreinum meiri- hluta á þessu síðasta kjörtímabili. Og enganveginn!/; er það ósenni- iegt, að spillingin í stjórnmálunum hefði verið á annan veg, og ef til vill minni, ef Framsóknarflokkur- inn hefði einn boríð alla ábyrgð stjórnarfarsins í einu og öllu, og engan kost átt þess, að skjóta henni yfir á annan flokk. Enginn efi getur á þvf leikið, að heillavæní«gast fyrir þjóðina er það, eð ætíð sje hreinn meiri- hluti ráðandi í löggjafarþingi henn- ar. Þá verður ábyrgðartilfinningin best vakandi, þegar ekki er um það bægt að deila, hverjir ábyrgð- ina beri, og engin leið er að skjóta sjer undan henni. Hlutverk minni hluta á hverjum tíma á aö vera það, aö bregða Ijósi að at- höfnum meirihlutans, og á þann hátt að halda skyldutilfinning og ábyrgðarkend hans vakandi. Ef að þessu er unnið með dreng- s! ap og rökum, og það samt ekki tekst, fer jafnan svo, aö minnihlutinn vinnur sig upp í meirihluta og tekur við forráðum á þjóðarbúinu. Drengileg stjórn máiabarátta, með heiðarlegum vopnum og bardagaaðferðum, háð á þessum grundvelli er þjóðinni holl, og leiðir til þroska og mannbóta. Alllr vlðurkenna nauð syn skylduræktar og ábyrgðartil- fiuningar í hinu daglega athafna- lífi mannanna. Ekki mundu þess- ar dygðir síður nauðsynlegar í stórnmálalífi þjóðarinnar. En mik- ið þykir á það bresta, að þeirra hafi gætt sem skyldi á síðustu árum. Og ýmsum viröist svo, sem or- sökin iiggi að nokkru í því, að enginn heilsteyptur meirihluti hefir verið ráðandi í landiou. Vinnum að því nú við kosn- ingarnar, að slíkur meirihluti skap- ist, en minnumst þess, að það verður ekki gjöit með því, að styðja jafnaðarmenn til kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn hefir óefað mestar líkur til þess, að verða í meiri hluta. Á líka að verða það. Hann er flokkur allra stjetta þjóð- fjelagsins. Þ. B. Haraldur Guðmundsson banka- stjóri ritar allan Jafnaðarmanninn síðasta. Grein sem heitir „ísafjörð- ur og Seyðisfjörður" fyllir blaðið að mestu. Er hún rituð út af frjettaskeyti til Austfirðíngs, frá ísafirði, fylt út með langri skýrslu frá Vilmundi Jónssyni læknf, og á að hnekkja frjettaskeytinu. Til þess að sjá megi hvað á tnilli ber í frásögn skeytisins og skýrslu Vilmundar, þá set jeg hjer helstu frásagnir þess og tölur, en tölur Vilmundar í svigum fyrir aftan. Frjettaskeytið hermir að breyt- ingar á ísafiröi í tíð sósíalista hafi meðal annars verið þessar: Skuldir kaupstaðarins aukist úr 160 þús. kr. (260) í rúmlega 700 þús. (739), útsvör úr 137 þús. (þau ekki nefnd, en áœtlun 169 þús.) í 214 þús. (215). Ný hafnar- gjöld 30 þús. (ekki talin). Rekst- urshalli kúabús í árslok 1929 orðinn 41 þús. (1929 ekki nefnt, en hagnaður á árinu 1930 talinn 3700 kr.). Upp- og útskipunar- gjöld talin 50 (50) aurar á stk. Mjólkurverð 50 (50) aurar líter. Samvinnufjelagið hafi “greitt 2—4 aurum lægra fiskverð en aðrir og og haldið þess utan eftir 15% af hlut hvers manns. Skýrsla Vil- mundar telur frásögnina um fisk- verðið tilhæfulausa. Verulega ber þarna á milli um 100 þús. kr. mismun á'Skuld bæj- arins þegar sósíalistar tóku við, og trúlegast að þar sje urn missímun eða misritun að ræða. Hinar töl- urnar ýmist samhljóða eða mis- munurinn skiftir litlu máli, og sumar ekki nefndar í skýrslunni og því staðfestar. Jeg mundi ekki hafa gert skeyt- ið eða grein hins valinkunna sómamanns Haraldar Guðmunds- sonur að umtalsefni, ef hann hefði ekki bendlað mig við málið, og flokksmenn hans borið það út, að jeg hafi pantað frjettaskeytið. Þetta er alveg tilhæfuíaust. Jeg vissi ekkert um það fyr en það kom í Austfirðingi og læt mig efni þess litlu skifta. En hitt skil jeg, að þeim fjelöguin, H. og V., var það kærkomið árásarefni á mig hjei, og Sigurð Kristjánsson á ísafirði, þó hvorugur okkar hafi komið nærri skeytinu, og það hermi ómótmælanlega rjett frá þvf sem máli skiftir og líklega öllu. Mjer þótti aðeins gaman að vita hvað satt var um fiskverð Samvinnufjelagsins og símaði fyr- irspurn til þess manns, sem jeg þekti sannfróðastan um það mál á ísafirði. Svarið er svohljóðandi: „Samvinnufjelag greiddi seinni- hluta vetrarvertíðar 1930 2—4 aurum lægra en sumir aðrir, hjeldu auk þess eftir 15°/o af hlutum samvinnusjómanna, sem ekki hefir verið borgað“. Þá er og rjett að skýra frá því, að Sigurður Kristjánsson er ekki frjettaritari Austfirðings á fsafirði. Ef skýrsla Vilmundar og Har. a!dar er jafnnákvæm um önnur atriði og fiskverðið og frjettarit- arann, þá er hún meira en vafa- söm heimild um mál ísafjarðar. — Fyrir rúrnum hálfum rnánuði skýrði ég frá því á fundi hjer, að jeg hefði farið að veita stjórnrnál- um athygli rjett fyrir aldamótin, og þá aðhylst Bendizkuna, síðan LandvarnarstefiiUna innan Sjálf- stæðisflokksins, verið utan flokka síðan sjálfstæðisdeilunni lauk í bráð við Dani 1918. Síðan hnr'gst að fjármálastefnu Sparnaðarbanca- lagsins og íhaldsflokksins, en tal- ið mig í Frjálslynda flokknum og og veitt honum v!ð landskjörs- kosningar, þangað til hann og íhaidsflokkurinn sameinuöust 1929. Jeg nefndi andstöðuflokkana líka á þessu tímabili. Þetta var auðvit- að alllöng upptalning, en það var ekki mjer að kenna þó sama stefnan bæri ýms heiti í 30 ár, og það 'er líka fjarri því, að jeg biygðist mín f>rir þessa greinar- gerð mfna. Kjósendur jafngamlir mjer, hafa flestir verið í ekki færri flo kum. Haraldur temur sjer það mjög á fundum, að gera andstæðingum sínum upp orð og setningar, sem þeir hafa ekki sagt, eða rangfæra það, og gera sjer svo mat úr. Þannig fór hann skakt á fundin-

x

Austfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.