Austfirðingur - 19.03.1932, Page 4

Austfirðingur - 19.03.1932, Page 4
4 AUSTFIRBINGUR sem llggur prýilega til hverskonar atvinnurekstrar, og er einhver verömætasta lóð í kauptúninu. í brjefi fræðslumálastjóra var það tekið fram að ef ekki kæmi mótmæli gegn kaupunum fyrir 15. apríl yrðu þau skoðuð sem út- kljáð mál. — Rjett áður varhald- inn almennur hreppsfundur um málið. En þeim fundi var hleypt upp og varð ekkert samkomulag. Síðan var gengið um ogsafnað undirskriftum. Jafnaðarmenn mót- mæltu kaupunum og urðu þeirra undirskriftir ofurlítið fleiri en fylgismanna spítalakaupanna. Samt höfðu þeir ekki meirihluta hrepps- búa á sínu bandí. Undirskriftir sínar sendu jafnaöarmenn fræöslu- málastjóra, en hinir sendu ekki sínar undirskriftir. Þrátt fyrir þetta vildi fræðslu- málastjóri ekki taka mótmælin til greina. Og um miöian júní skrifar hann, að hann óski þess, að af kaupunum verði og hækkar nú tilboðið um framlag ríkissjóðs úr 7000 upp í 10000 kr. — þegar hjer var komið sögu áttu hreppsnefndarkosningar að fara fram. Á síðasta fundi gömlu hrepps- nefndarinnar var skólamálið tekið fyrir og samþykt að kaupa spítal- ann með 3. atkv. gegn 2. Ekki var þó gengið frá samningnum og var nýju hrepsnefndinni ætlaö að annast það. En af þessu varð ekki. í ágúst- mánuði var byrjað á nýrri skóla- byggingu. Var fyrsta afleiðingin af því sú, að skólahald fjell niður fram yfir áramót, svo að kennar- arnir böfðu frí hálfan veturinn. Þetta skólahús er svo lítilfjör- íegt að það rúmar ekki einusinni þau börn, sem eru á skólaskyldu- aldri. Eru þar aðeins tvær kenslu- stofur og rúm fyrir 40 börn af þeim nálega 60, sem eru hjer á skólaskyldualdri. En ef miðað er við 8 ár, þá eru hjer um 80 börn á þeim aldri og fram til ferming- araldurs. Þetta litla ogófullkomna hús kostar um 20 þús. krónur. Spítalahúsið átti eins og áður er sagt, að kosta 31.500. Til þess að fullkomna var gert ráð fyrir 6500 króna kostnaði. Var þá hús- ið alls komið upp í 38000 krónur. En þar frá dregst fyrst og fremst 10 þús. króna lofað framlag úr ríkissjóði og auk þess hefði við- gerðarkostnaðurinn sennilega feng- Ist endurgreiddur að mestu leyti. Svo húsið hefði orðið aðeins Iftið eitt dýrara en þetta nýja smáhýsi. En spítalahúsið er margfalt stærra. Ef þaö hefði verið keypt var kom- inn framtíðarskóli með 3 skóla- stofum fyrir 80—90 börn, leik- fimissal, íbúð á lofti ef með þurfti, skólaeldhúsi og smíðastofuí kjall- ara. — Eftirstöðvar kaupverðsins áttu að greiðast með mjög sann- gjörnum kjörum. Mönnum er eiginlega alveg ó- skiljanlegt hvað því veldur, að meirihluti hreppsnefndarinnar gerir slíkar ráðstafanir, sem hjer hefir verið lýst. Ekki vakir velferð al- mennings fyrir þessum mönnum. AUir sem til þekkja vita aö spítal- AU Næsta tölublaö Austf-.rð- * ■ ■ ings verður aðeins borið tii þeirra hjer f bxnum, sem þeg- ar hafa gjörst áskrifendur, eða hafa beðið um blaðið fyrir riæst- komandi laugardag (26. mars). inn er eitthvert vandaöasta hús, sem til er á Austurlandi. Enda sjest það best á því, að fræðslu- málastjóri og núverandi fjármála- ráðherra vill leggja fram 10 þús. krónur af ríkisfje til þess að kaupin takist. Þessum 10 þúsund krónum kastar hreppsnefndarmeiri- hlutinn frá sjer. Og hreppsbúar verða aö standa straum af nálega sömu upphæð sem til þess hefði þurft að fá fullkomið skólahús til frambúðar fyrir æskulýð staðarins. Þeir verða að sætta sig við, að bygt sje hús sem ekki er einu sinni nægjanlegt í bráð, hvað þá heldur ef kauptúnið á fyrir sjer að blómgast og dafna, eins og allir gððir menn vona. Og það er sjálfur skólastjórinn, sem er potturinn og pannan í þessum at- höfnum. Þaö er ekki til önnur skýring á þessu en sú, að Georg læknir er Sjálfstæðismaður, og þessvegna mátti ekki kaupa' húsið af hon- um. Með því að húsið stæðl autt eins og nú er, var honum bund- inn allmikill fjárhagslegur baggi, og sjálfsagt að láta hann gjalda pólitískra skoðana sinna, þótt hreppsfjelagið yröi að borga brús- ann. Svona göfugur virðist hugsun- arhátturinn hjá skólastjóranum okkar og.fylgiliðl hans....... Dánardægur. Hinn 15. þ. m. andaðist hjer í bænum eftir langvinn veikindi, Sigurjón Jónsson frá Ösi. Hann var fæddur í Njarðvík 6. júní 1860. Fluttist hingað til bæjarins 1904 og hefir búið hjersfðan. Stundaði hann hjer algenga vinnu og hafði auk þess nokkurt bú. Sigurjón var kvæntur, Maríu Guðbrands- dóttur og Iifir hún mann sinn. Áttu þau einn son, Jón, prentara í Reykjavík. “Auk þess ólu þau upp Maríu Þórðardóttur, sem dvalið hefir [á heimili þeirra frá því hún var tveggja ára að aldri. Sigurjón var vandaður maður og prúðmenni, vinsæll og vel lát- inn. Aflafrjettir. Vertíðin á Hornafirði hefir geng- ið mjög vel að þessu. Hjeðan frá Seyðisfirði stunda 8 bátar sjó á Hornafirði og hafa þeir hæstu þegar fiskað 60—70 skpd. Á Fá- skrúðsfirði hefir verið mokafli undanfariö, en" nú er að verða saltlaust þar og því óvíst nema verði einhver stöðvun á útgerð- innl. „Trlllur4* sem róið hafa hjeð- an frá Seyðisfirði hafa fiskað dá- vel og sömuleiðis á Borgarfirði. Á Noröfirði er einnig sagður all- góöur afli á smábáta. Undanfarna daga hefir nokkuð Byggingarefni. Sement, Þakjárn, Þaksaumur, þakpappi, Saumur. Rúðugler, Kalk, Reyrvefur, Linoleum, Filtpappi, Látúnsjaðrar, Sléttur vir, Steypustyrktarjárn,”; Gaddavír, Móta- vír, Gólfflísar, Veggflísar, Hampur. — Eldfœri. Einkaumboð á íslandi fyrir hið góðkunna firma C. M. Hess Fabrikker, A. S. Vejle. Ofnar, Eldavélar svartar og hvítemalj., Þvottapottar o. fl. Miðstöðvartœki og vatnsleiðslur. Allskonar miðstöðvartæki, Ofnar, Katlar, Miðstöðvareldavélar. Ennfremur pípna- fellur, Vatnspípur, Vaskar, Vatnssalerni, Jarðbikaðar pípur, Baðker, Blöndunar- áhöld, Þvottaskálar úr leir. Smíðajdrn allskonar, sívalt og ferstrent, plötujárn svart og galv. Vélar og verkfœri. Steinsteypu-hrærivélar, Járnbrautarteinar og Vagnar, Dælur, Lausasmiðjur, Hjólbörur, Skóflur, Gaflar. Öllum fyrirspurnum svarað greiðiega. i. Þorlákssoi & Norðmann. Reykjavík. — Símnefni: Jónþorláks. og jurtafeiti er þjóöfrægt oröið fyrir gæöi. H.f. Svanur, smjörlíkis- og efnagerö. Það hefir verið, er og verð- ur óþarfi að flytja til lands- ins neðantaldar vörur, því að H.f. Hreinn í Reykjavík framleiðir þær jafngóðar og ódýrar og þœr erlendu. — H.f. „Hreinn“ framleiðir: krystalsápu, handsápur, rak- sápu, baðsápu, stangasápu, þvottaduft, kerti, stór og smá, skóáburð, gólfáburð, vagna- áburð, fœgilög, ræstiduft, kreolin-baðlyf. &<3<SSES>3 Wichmannmótorinn er bestur. — Umboð hefir: Páll G. Þormar, Norðfirði. AKRA-smjörlíki e r b e s t. — Framleiðandis H.f. Smjörlíkisgerð Akureyrar. Umboðsmaður á Seyðisfirði N. 0. NIELSEN, er hefir ætíð birgðir fyrirliggjandi. af sfld veiðst hjer í Seyðisfirði, í lagnet. Styðjið íslenskan iðnað. Kaupið Akra.

x

Austfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.