Austfirðingur - 24.05.1932, Blaðsíða 1

Austfirðingur - 24.05.1932, Blaðsíða 1
AUSTFIRÐINGU 3. árgangur Seyöisfirði, 24. maí 1932 17. tölublað 4200 dagsverk. í dag eru liðnir 100 dagar frá því Alþingi var sett. 42 úrvals- menn þjóðarinnar hafa allan þenn- an.tíma setið meö sveittan skall- an. 4200 dagsverk þessara úrvals- manna eru komin í þingstörfin. Og þó er engu lokiö. Fyrir helg- ina var Tryggvi Þórhallsson að leita hófanna við andstöðuflokkana, að fá þingi frestað til haustsins. Hann hefir víst litiö svo á, bless- aður forsætisráðherrann, aö þing- menn væru orönir svo þreyttir, eftir þessa löngu og hörðu útivist, aö þeim veitti ekki af sumarhvíld- inni til að safna kröftum undir af- greiðslu málanna! Það hefir oft áður veriö yfir þvi kvartað, að þingmenn væru þaulsætnir en afkastalitlir. En aldrei hefir þó verið jafn mikil ástæöa sem nú til þessara um- kvartana. Og þó horfir nú svo við, gagnstætt því sem áður hefir oftast verið, að stjórnarflokkurin.i hefir hreinan meirihluta í þinginu. Stjórnarflokkurinn ræður ekki ein- ungis vali forsetanna, heldur hefir hann og meirihluta í öllum nefnd- um beggja deilda. Hann hefir þess vegna alla aðstöðu til þess að hraöa störfum þingsins sem mest, og stjórnarandstæðingum verður vissulega ekki legið á hálsi fyrir það, að hafa tafiö störfin með óþarfa málþrefi. Eldhúsverkin gengu „eins og í sögu" og þó hefir aldrei meira verið að þrífa á þeim stað. Mikiö er talað um ofvöxt í ýmsum greinum nú á dögum. þeg- ar litið er til þess, að það eru ekki tuttugu ár síðan að þjóðin gat komist af með Alþingi annaö- hvort ár, og þá venjulega ekki nema 6 vikna tíma, er aug- ljóst að nokkur ofvöxtur er hlaup- inn í hina æðstu stjórn landsmál- anna. Og hvenær var þó meiri þörf að hraða afgreiðslunni en einmitt nú. Þinghaldiö kostar ekki minna en. 2000 krónur á dag. Þegar svo er komið fjárhagnum, að ekki fæst eyrir til hinna nauðsynlegustu framkvæmda, þá er ekki að undra þótt þjóöin sjái í það fje. Og sök þeirra manna, sem mestu valda um það, hvernig komið er fjárhagn- um, ljettist ekki við það, að nú virðist þeim ógerningur að haga störfum þingsins svo aö viðunandi sje. — Þessa síöustu 'daga hafa ýmsar fregnir um þaö^gengið, hvað ger- ist að tjaldabaki í þinginu. En það er með slikar fregnir eins og ísa- fregnir, að ekki er gott að henda reiður á hverju einu í þeim orð- rómi. En ástæðan til þessara sögu- sagna er sú, að í föstudaginn, þegar verötollurinn og gengisvið- aukinn voru á dagskrá í efri deild lýsti Jón Þorláksson því yfir fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, að hann mundi greiða atkvæði gegn þess- um tekjuaukafrumvörpum, ef ekki næðist samkomulag um stjórnar- skrána viö Framsóknarflokkinn. Og ennfremur lýsti hann því yflr, að flokkurinn mundi greiða at- kvæöi gegn fjárlögum, ef þetta samkomulag fengist ekki. Jón Baldvinsson lýsti því jafnframt yfir, að hann mundi greiða atkvæði gegn þessum frumvörpum. Þar með voru málin strönduö í þing- inu. Forsætisráðherra óskaði at- kvæöagreiðslunni frestað og var. búist við að stjórnin mundi biðj- ast lausnar þá þegar. Nú eru liðn- ir nokkrir dagar án þess vitað sje að stjórnin hafi beðist lausnar. Allan þann tíma hefir vitanlega verið haldiö áfram makki og leyni- bruggi og er auðvitað ekkert af því svo kunnugt mönnum út í frá, aö nokkuð verði fullyrt um hvað í því er hæft. Meðal þess, sem hefir átt að gerast, er sagt að dómsmálaráö- herra hafi viljað fá flokk sinn til að fallast á að þinginu væri hleypt upp eins og í fyrra, eða þá að stjórnin mætti sitja og stjórna fjárlagalaust. En báðar þessar til- lögur hafi verið feldar innan flokks- ins meö 4 atkvæða meirihluta. Þá segir sagan og að Jónasjóns- son hafi gerl tilraunir til að mynda stjórn með liðsinni Jafnaðarmanna og sú tilraun muni einkum hafa strandað á fylgisskorti innan hans eigin flokks. Loks er þaö hermt að Asgeir Asgeirsson, muni leitast við að mynda stjórn með uppi- stöðu fylgis síns úr Framsókn og hlutleysi einhverra annara manna. Hvað sem í öllum þessum frjett- um er hæft má fullyrða það, að Sjálfstæðismenn ganga ekki inn á neitt samkomulag um stjórnar- myndun, nema þeir geti jafnframt trygt sjer örugga lausn stjórnar- skrármálsins. Dagsverkin á Alþingi eru orðin 4200 og kostnaöurinn við Alþingi er orðinn að minsta kosti 200 þús. krónur. Og þó er engu lokið. Ef til vill hefir sigur Framsóknar ekki verið eins mikill í fyrra sem af var látið í fyrstu. Andstæöurn- ar innan flokksins hafa vissulega skýrst. Alls er freistaö til að fá að hanga viö völd. En altafbrest- ur undan fótum. Þjóðin mundi vissulega una því best, að þessu þingi fylgdu nýjar kosningar, svo að tilraun mætti gerast um slíka slcipun Alþingis, að dagsverkin yröu færri, en afrekin meiri. Eggert Stefánsson söngvari. öðru hvoru kemur þessi góð- kunni og víðfrægi söngvari hing- að heim, til þess, að veita oss ánægju með sðng sínum og leita sjálfum sjer endurnæringar við brjóst íslen3krar náttúru. — Hing- að kom hann í vikunni sem leið á Lagarfossi. — Hvar hafið þjer alið mann- inn síðan þjer voruð hjer heima síðast; spyr jeg Eggert Stefánsson. — Víðsvegar um Norðurálfuna mest á Frakklandi, Engiandi og ftalíu, og skroppiö til Norðurland- anna. — Altaf aö syngja? — Já, jeg hefi haldið konserta í þessum löndum, oft í sumum, og stundum við mjög mikla að- sðkn. Svo hefi jeg sungið í vetur fyrir útvarp í París, Lundúnum og Róm. — Og viðfangsefnin? — Mest íslensk og ítölsk. Stund- um hafa eingöngu íslensk lög verið á söngskránni, og stundum íslensk og ítölsk saman, undan- tekiö lag og lag frá öðrum þjóð- um. Og í fyrra var jeg beðinn að koma til Stokkhólms og syngja ítölsk lög. — Um svipað leiti fór j'eg til Finnlands, ágæta söngför. Og yfirleitt hefi jeg verið ánægð- ur með viðtökurnar og þó einkum ánægju tilheyrenda minna yfir ís- lensku viðfangsefnunum, sem kem- ur ávalt betur í ljós, því oftarsem þau eru endurtekin. Það má vera íslendingum mik- ið gleðiefni hvert álit Eggert Stef- ánsson hefir áunnið sjer meðal mentaþjóða erlendis. Hann er ís- lenskur hugsjónamaður. Og hann verður því ramíslenskari þvf lengur sem hann dvelur erlendis og má segja að í þeim efnum sje svipað um hann og t. d. Grím Thomsen eða Einar Benediktsson. Enginn íslendingur hefir gert eins mikið til að vfðfrægja íslenska sönglist eins og Eggert Stefánsson. þessvegna — öt af fyrir sig — & að vera fult hús hvenær og hvar sem Eggert býður að hlusta á sig innanlands. Eggert hefir í þetta sinn sungið á Eskifirði, Norðfirði og hjer i kirkjunni á sunnudaginn ogspítal- anum í gær. Ekki er tilgangurinn með línum þessum að dæma um sönginn, en óefað máfullyrða, að ef hann hefði sungið annarsstaðar en f kirkjunni, að þá hefði ánægja tilheyrenda komið betur í Ijós. Mun almennust ánægja hafa verið með söng hans á „Lost Chord" eftir Sullivan, „Klukknahljóð" eftir Sigvalda Kaldalóns og „Kvölddæn" eftir Björgvin Guðmundsson. — Frú Anna Wathne og Jón Vigfös- son aðstoðuðu. Hjeðan fer Eggert á „Súöinni" til Húsavíkur og syngur þar um helgina. S.A. Þjóöstjórnarflokkur. í slðasta blaðl var lauslega mlnst á nýútkominn bækllng eftir Jðn H. Þorbergsson um Þjóðstjúrnarfiokk. Ýmslr af lesendum blaðsins hafa ðskað þess, að kynnast aliti Jöns nánar. Og er því tekinn hjer upp inngangurlnn að rltgerð hans. — Flokkapólitíkin hefir á undan- förnum árum siglt mikinn byr meðal þjóðanna, og líka hjástná- þjóðinni íslensku. Hún á í fyrstu upptök sín hjá stórþjóöunum fyrir rangsleitni ákveöinna stjetta, gegn öðrum stjettum innan eins og sama þjóðfjelags. Hún er, svo sem hún á kyn til, öfgakend. Hfin heldur raunar alt aðra braut held- ur en þau öfl í mannsandanum, sem starfa og stefna aö æðsta marki. Það er algengt að hún rjettlætir það sem hún gerir rangt. Hún er oft blind á ahnent rjett- læti. Allar hennar öfgar verða hennar rjettlæti, hennar trúarbrögð. Einn flokkur virðir að engusann- leiksatriði hjá öðrum flokki innan sama þjóðfjelags. Sumstaðar hafa ákveðnir fiokkar náð undir sig hervaldi þjóðarinnar, brytjað nið- ur og kúgað samþegnana og ekki hlíft hjá þeim andlegum yfirburð- um eða hreinni siðgæðisstefnu eða yfirleitt neinu því, sem til- heyrir kjarna hvers þjóðfjelags. Hver stjórnmálaflokkur veröur að hafa göfugt verkefni með hönd- um, mannfrelsis- og þroskamál, og sýna fulla ráðvendni í opinberum málum, bæði til orða og verka. Annars á stefnan eða flokkurinn engan rjett á sjer. Annars miöar starf hans til bölvunar fyrir þjóð- ina. Jeg hefi heyrt ákveðna flokks- menn hjer á landi halda þvífram, að það sje sjálfsögð stjórnkænska að segja ósatt þegar barist sje fyrir flokksmálum. En opinberlega vilja þeir sömu menn aldreikann- ast við skreytnina, af því að þeir vita, að hún er óleyfilegt vopnog

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.