Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 08.06.1927, Blaðsíða 1

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 08.06.1927, Blaðsíða 1
I. árgangur. Reykj,avík, 8. júní 1927. 23. tölublað. Hagsmunum bátaútvegsmanna traðkað. Tillaga til eflingar bátaútveginum dagaði uppi í efri deild alpingis. Forseti deildarinnar, Halldór Steinsson, þingmaður í bátaútvegskjördæmi, hindr- aði með forsetavaldi, að hún yrði tekin á dagskrá og afgreidd frá pinginu. Eitt þeirra mála, sem dagaði uPpi á síðasta alþingi, var tillaga til þingsálýktunar um milliþinga- nefnd, sem rannsaka skyldi hag °g horfur bátaútvegsins hvar- vetna með ströndum landsins og gera tillögur tii næsta þings um yáð til viðreisnar honum og trygg- i'igar. Eftir að tillaga þessi hafði verið samþykt í neðri deild og sjávarútvegsnefnd efri deildar hafði athugað hana, var hún og útargir aðrir deildarmenn sam- hiála um að samþykkja hana í Pokkuð breyttu formi, þannig, að lögð yröi aðaláherzlan á það tvent, að nefndin athugaði, hverj- leiðir muni til að reka báta- útveginn með minni áhættu og tllkostnaði en nú er gert og hverj- ar breyttar og bættar veiðiaðferðir geti orðið honum til eflingar. Nefndin skilaði áliti nógu fljótt til Þess, að málið gat hæglega fengið 0fgreiðslu á þinginu, þar eð ekki }'ar annað eftir en síðari umræða í efri deild og fullnaðarsamþykt í sameinuðu þingi, — því að þang- fara jafnan þingsáiyktunar- tillögur, er breytingum taka hjá Þeirri deild, er síðar fjallar um Þau. Vár forseti sameinaðs þings (M. Torf.) reiðubúinn til að taka tillöguna á dagskrá, þegar efri öeild hefði afgreitt hana, og að iáta fara frarn* kosningu milli- þinganefndarinnar. En þá brá svo við, að Halldór Steinsson, for- seti efri deildar, heitaði að taka tillöguna á dagskrá til síðari umræðu, þó að Jón Eaklv insson . og fleiri þingmenn ðskuðu þess. Svaraði Halldór því Þáðulega og kvaðst ekki fara að 'engja þingið með því móti. Hins vogar áleit hann nægan tíma til að láta deildina dingla með sölu Mosfellsmýranna og skildi ekki við þad mál fyrr en jrað var orðið að lögum. Það gerði hann að Þeiðni ólafs Thors, og mat rneira ®ð halda deildinni yfir því að tflrga verðmætu landi úr eigu rík- isins heldur en að verja litlum tíma til gagns og eflingar hag Þeirra inörgu manna, sem stunda fiskveiðar á bátum. Þannig sá fyrr verandi þingmaður Snæfell- tyga meðal annars fyrir hag tjölda manna í því kjördæmi, sem aann fór með umboð fyrir. Hann Þeitti ofbeldi til að eyða þ.ví, að valdir væru þrír menn til að |eggja sig í framkróka um að leita ráða til þess, að sjómenska f Þátum verði arðvænlegri og á- Þættuminni atvinna en hún er nú. Það er auðvitaö rétt, að mest var undir því koniið, hvort hæf- lr eða óhæfir menn voru valdir í áefndina, en þá \rar sannarlega lítils góðs af meiri hluta þings- ins að vænta í öðrum efnum, ef hann hefði farið að tranh óhæfum mönnum í slíka nefnd fyrir for- dildarsakir eingöngu í stað þess að fela starfið hæfum mönnum. Vert er að benda á til samanburð- ar, að leiðtogar alþýðu á Isafirði hafa borið fram merkilegar til- lögur til viðreisnar og gengis vél- bátaútveginum þar, og á þó milliþinganefnd, sem gétur gefið sig óskift við starfinu, miklu betri aðstöðu til að gerhugsa og vanda tillögur sínar heldur en menn, sem bundnir eru við önnur störf, en sinna ýmiskonar þjóðþrifamál- um i tómstundum sínum. En — Halldór Steinsson lét svo, sem tíma þingsins væri eytt til ó- nýtis, ef varið var nokkrum mín- útum til þess að ræða bátaút- vegsmálin. Hann mun hafa haft nasasjón af, að íhaldsöflum ,,auðu sætanna“ og hálfauðu, sem hann tók meira tillit til en af- komu bátasjómannanna bæð-i á Snæfellsnesi og annars staðar við sjávarströnd landsins, kæmi ann- að betur en efling bátaútgerðar- innar. Að minsta kosti talaði hann ekkert um, að ekki væri nógur tími til að fullgera lagaheimild- ina til að selja mýrarnar undan Mosfellsjörðinni; en þaö var líka keppikefli Óiafs Thors. Bátasjómenn á Snæfellsnesi ættu að hugleiða, hvort ekki er rétt fyrir þá að reyna að sjá svo um, að Halldór Steinsson fái ekki í annað sinn tækifæri til að híndra með forsetavaldi, að til- lögur, sem geta orðið þeirn til mikils styrktar í Iífsbaráttunni, fái að koma til umræðu og úrslita á Alþingi. Það er vert fyrir þá að taka til rækilegrar athugunar, hvort þeim er ekki hollara að þingmaður kjördæmisins noti um- boð sitt fremur til að efla atvinnu þeirra heldur en til að fleyta fram sölu'verðmætra jarðeigna ríkisins, og að velja sér síðan þingfulltrúa í samræmi við niðurstöðu þeirrar athugunar. Amerískir vísindamenn leita til rússneskra skjalasafna. Amerískur prófessor, Kobinson að nafni, kennari við Iýðháskóla New-York borg, hefir i tvo mán- uði starfað við skjalasöfnin í Tambov og kynt sér þar land- búnaðarhreyfinguna á Rússlandi. — Samkvæmt því, sem Robinson prófessor segir, hafa fyrirlestrar í sögu Rússlands verið fyrirskip- aðir við 12 háskóla í Ameríku. (Arb.-Bl.) Iiig isms pelðsln verkakaups. Eitt af fáum nýmælum til hags- bóta íslenzkum verkalýð, sem síð- asta alþingi samþykti, eru lög um viðauka við lög nr. 4 frá 14. febrúar 1902 um greiðslu verka- kaups. Lög þessi voru flutt og undirbúin af fulltrúa alþýðu- fJokksins í neðri deild, Héðni Valdimarssyni, en Ásgeir Ás- geirsson gerðist meðflutnings- maður frumvarpsins. Eins og fyrirsögn laganna ber með sér, eru þau viðauki við lögin um greiðslu verkakaups frá 1902, en þau lög voru flutt og fram borin af Skúla heitnum Thoroddsen, og sýndi Skúli með því eins og mörgu öðru í stjórn- málastarfsemi sinni, að hann bar hagsmuni verklýðsstéttarinnar og allrar alþýðu mjög fyrir brjósti. Lögin frá 1902 voru því mikill fengur, þar sem þau fyrirskipuðu, að verkakaup skyldi greitt í pen- ingum, og bönnuðu að greiða jrað með skuldajöfnuði. Þó að lögin frá 1902 væru þarft spor í rétta átt, og h-afi oft kom- ið að góðum notum, hefir það þó komið í ljós, einkum á síð- ustu árum, að þau náðu alt of skamt. Síðan farið var aö reka útgerð hér á landi í stórum stíl, hefir það oft við brunnið og þá sérstaklega við síldarútgerðina á Norðurlandi, að margir atvinnu- rekendur hafa dregið að greiða verkafólkinu kaup sitt til enda vertíðar, en það hefir stundum leitt til þess, að atvinnurekendur hafa þá ekki getað staðið í skil- um, ef sala afurðanna, einkum síldarinnar, hefir misheppnast. Verkafólkið hefir þá orðið- að krefja þessa atvinnurekendur um greiðslu og oft þurft að leita að- stoðar dómstólanna. En réttarfars- ákvæðum vorum er þannig hátt- að, að málssóknir reynast oft bæði dýrar og seinfærar. Hafa verkamenn þá stundum ekkert haft upp úr slíkum málarekstri annað en áhyggjur og aukinn kostnað. Það var því orðin brýn nauðsyn á því að tryggja verka- fólki öruggari kaupgreiðslu og auðvehlari innheimtuaðferð. Spor í áttina til þessa eru lögin frá síöasta þingi um greiðslu verkakaups. I 1. gr. laga þess- ara er svo ákveðið, að verka- fólk, sem vinnur daglaunavinnu í landi við verksmiöjur, verzlun, byggingar, ístöku, útgerð, ferm- ingu og affermingu skipa, skuli fá verkakaup sitt greitt vikulega, nema öðru visi sé um samið. Þetta nær þó ekki til venjulegrar sveitavinnu, þar sem verkafólkið fær húsnæði og fæði sem hluta af verkakaupi. Svipuð ákvæði eru sett um ákvæðisvinnu í 2. gr. laganna. Þetta ákvæði miðar til þess að tryg&j0 það, að atvinnureken<l- ur láti ekki kaup verkamanna sinna sitja á hakanum fyrir öðr- mu kostnaði við starfrækslu sína, og á því, ef rétt er á haldið, að verða til mikilla bóta fyrir verka- menn. Skyldu verkamenn og gæta þess vandlega að framfylgja þess- um fyrirmælum og heimta kaup sitt útborgað vikulega. Með því móti ætti það að vera örugt, að þeir töpuðu ekki miklu af kaupi sínu. Þá er mjög merkilegt nýmæli í 3. gr. laganna. Þar er svo ákveðið, að verkafólki sé heimilt að krefj- ast þess, að mál út af greiðslu verkakaups sæti meðferð einka- lögregiumála. Má þá reka mál í þeirri þinghá, þar sem verk er unnið, og er atvinnurekandi eða umboðsmaður hans. þar réttur varnaraði-li, þótt ekki eigi þeir þar heimilisvarnarþing. Að lokunt er svo fyrir mælt, að réttargjöld skuli ekki greidd í málum þess- um. Eins og fyrr er greint, er með- ferð mála hér á landi yfirleitt jrunglamaleg og oft kostnaðarsöm og seinfær. Sérstaklega er oft erfitt fyrir verkamenn að sækja atvinnurekendur i málum út af kaupgreiðslum, ef atvinnurekand- inn, eins o-g oft viil verða, á varn- arþing bæði fjarri þeim stað, sem atvinnnan var rekin á, og einnig fjarri heimili verkamannsins. En úr jr-essu er nú bætt með því á- kvæði, að málið megi reka í þeirri þinghá, þar sem verkið var unnið. En h-itt er þó vafalaust meira hagræöi verkamönnum, að mál þessi megi reka að hætti einka- lögreglumála. En eftir því geta verkamenn snúið sér beint til dómarans, sem á lögsögu í þing- há þeirri, sem verkið var unnið í, með kröfur sinar, og ber dóm- aranum þá skylda til að semja kæru eða stefnu á skuldunaut eftir þeirri skýrslu, sem honum er gefin, af kröfueiganda. Mál þessi þarf ekki að leggja fyrir sáttanefnd, en dómari leitar sjálf- ur sá.tta. Einnig ber rlómara að yfirheyra bæði aðila og vitni og að öðru leyti afla allra fáanlegra upplýsinga af sjálfsdáðum um málavöxtu eftir því, sem efni verða til og þörf virðist á eftir öllum atvikum, sem koma fram í meöferð málsins. Þetta er mjög ólíkt meðferð venjulegra einka- mála, því aö þar þurfa aðiljar sjálfir að útvega öll sönnunar- gögn og upplýsa rnálin, og engin heimild til þess að kalla aðilja sjáifa íyrir rétt til þess að gefa' upplýsingar og greiða úr spurn- ingum. Aðferð einkalögreglumála ætti því einnig að veita meiri tryggingu fyrir réttlátum máls- úrslitum, um leið og málin ganga greiðlegar. Þessi meðferð kaup- tkröfumálanna ætti því, sérstak- dega í höndum góðra dómara, að leiða til þess, að réttlátari mála- lok fáist, og að málsmeðferðin verði einfaldari, greiðari og ó- dýrari. Væri ekki ósennilegt, að þetta gæti orðið upphaf og fyrir- boði nýrrar stefnu í íslenzkri rétt- arfarslöggjöf, en þar væri sannar- lega full þörf mikilla umskifta og breytinga. Einn af mentuðustu og fróðustu lagamönnum lands- ins, próf. Einar Arnórsson, hefir einnig í ritgerð í ,,Tímariti lög- fræðinga og hagfræðinga1' (II. ár,

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.