Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 20.06.1928, Qupperneq 4

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 20.06.1928, Qupperneq 4
4 VIKUOTGÁFA ALÞÝÐUBLAÐSINS löndum, t. d. yfir eina milljón króna meðan verkbannið mikla Btóð yfir. Þrátt fyrir þessa geysi miklu hjálp, vöru þeir auðvitað látnir algerlega sjálfráðir um það, hvenær o:g hvernig þeir bundu enda á deiluna. I þeim löndum ,sem lengst eru á Veg komin, lögbjóða verklýðs- félögin beinlínis gagnkvæman styrk og stuðning í vinnudeilum. „Morgunblaðiið“ rangfærir orð -mín algerlega. Ég hefi ekki neitt jum það sagt, að það gleddi mig að „auðvaldið“ væri hér , skam't á veg komið“, ekki „glaðst yfir því, hve fátækir ísiendingar eru“. Ég hefi þvert á móti sagt, að stóratvinnurekstur, auðvald, hafi myndast hér á Islandi, alveg á sama hátt og auðvaldið mynd- aðist í Danmörku fyrir 50 ár- um og í Englandi fyrir yfir 100 árum 'Síðan. En ég sagðist gleðj- nsi yfir þvi, að alþýðusamiiökin, jafnaðarstefnan virtist hér á Is- landi, eins og í Danmörku, hafa myndast, fest rætur, samtímis auðvaldinu, en ekki áratugum síðar, eins og í Englandi, þar sem auðvaldið í heilan manns- aldur fékk að leika lausum hala, gat óhmdrað sogið merg og blóð úr verkalýðnum. I Englandi var vinnutíminn lengdur upp í 15—16 stundir á dag. Launin lækkuð svo, að verkalýðuTÍnn svalt, þrátt fyr- tr þenna langa vinnutíma. Kon- umar voru þrælkaðar í verk- smiðjum. Fjögra ára börn send jniður í kiolanámurnar, látin draga þar hlaðna vagna gegn um þröng pg myrk námugöng. — „Morg- Unblaðið“ getur lesið lýsingar á þessu ástandi í opinberum skýrsl- um frá þessum timum um iðn- aðinn brezka og verksmiðjurnar. — Heimilin voru eyðilögð með öllu og alþýðan var að sökkva í Sorað eymdar, lasta og siðspilj- ingar. Lífskjörin eyðilögðu hana andlega, líkamlega og siðferði- lega. Það var ekki fyr en sam- tök alþýðu, verklýÖsfélögin og stjómmálasamtökin, voru orðin all-öflug, að það lánaðist að stöðva þessa ægi'egu rányrkju mannlegrar orku. En eyðilegg- ingin var svo stórkostleg, að annar mannsaidur lelð, önnur kynslóð dó út, áður en verka- lýðurinn hafði nokkum veginn náö sér aftur. Hjá þessum hörmungum kom- umst við í Danmörku, og ég kvaðst vona, að Islendingar gætu komist hjá þeim líka; einmítt vegna þes,s, að mér virti -t jafnað- arstsfnan, verkalýðs amtökin, haía fest hér rætur samtímis auðvald- inu. Það g addi m'g. „Morgunb'.aðið“ segir, að hætta sé á því, að árangurinn af sjálf- stæðisbaráttu Islendinga verði að engu gerður, vegna „áhrifa, sem danskir stjórnmálamenn" (þ. e. jafnaðarmenn) „kaupi sér á ís- lenzk stjórnmár. Nei. — Við jafnaðarmenn kaup- um ekki stjómmálaáhrif. Við ósk- um ekki að drotna yfir öðrum þjóðum. Við fylgjum ekki yfir- drotnunarstefnu herveldanna og auðvaldsins. Þvert á móti. Al- þjóðasamband verkamanna og jafnaðarmanna (II. Intemationale) vinnur að því, að hver þjóð hafi fult frelsi og sjálfstæði. Islenzk- ir og danskir jafnaðarmenn eru hvorir tveggja í þessu alþjóða- sambandi. Hugmyndin um alþjóðasamstarf er ekki gagnstæð hugmyndinni um sérstakt þjöðemi. Alþjóðleg- ur er ekki hið sama og óþjóð- legur. Þvert á móti. Þjóðasamtök byggjast á því, að til séu sjálf- stæðar, sérstakar, þjóðarheildir. Þjóðræknin er einmitt undirstaða alþjóðasamtaka, eins og Jean Jau- rés svo oft hefir sagt. Ég er ekki, eins og „Morgun- blaðið" gefur í sk,yn, andstæð- ingur þeirra manna, sem elska sjálfstæðið. Þvert á móti. Ég vann einmitt með þeim árið 1918, þegar „Morgunblaðið", sem þá var heimastjórnarmálgagn, lét ó- gert að berjast fyrir sjálfstæði íslands. Árangurinn af samvinnu minni og annara danskra nefndarmanna við íslenzku sjálfstæðismennina varð — þrátt fyrir fastheldni „Morgunblaðsins" við dönsk yf- irráð — sjálfstæði íslands. Sjópróf í „Menju“málinu. Þami 12. þ. m. var sjópróf í „Menju“-málinu. Voru yfirheyrð- ir skipstjórinn, Kolbeinn Þor- steinsson, yíirstýrimaður, Guð- laugur Þorsteinsson, og vélstjór- arnir báðir, Jón Hjá'marsson og Loftur Sigfússon. Verður ekki sagt, að neitt nýtt hafi komið fram við prófin. Allir þeir, sem yfirheyrðir voru, vitnuðu á sömu leið. Allir neituðu þeir þvi, að þeir hefðu orðið varir við nokk- urn árekstur, og öllum bar þeim saman um, að skipið hefði ekki í vetur lekið svo, að orð væri á gerandi. Ekki höfðu sést neinar veilur á því, er það var málað fyrir mánuði síðan, og kváðust öll vitnin hyggja, að lekinn hefði á þann hátt komið að skip- inu, að naglar hefðu bilað og plötuendi losnað. Loks sór skip- stjóri eið að framburði sínum, „Menja“ var vátrygð fyrir 370 þúsundir króna hjá vátrygginga- félaginu „Skandinavia" í Kaup- mannahöfn, er „Trolle & Rothe“ eru umboðsmenn fyrir. Ný og góð skip mun mega fá fyrir 250 —300 þúsund krónur, og græð- ir því útgerðarfélagið laglegan skilding, en skipverjar tapa öll- um faixmgrj. sínum. Lögin um skyldu útgerðarmanna til að tryggja fatnað og farangur skip- verja svæfði íhaldið í vetur. Því er nóg að útgerðarmenn græði, ef svo fer sem fór um „Menju“. Hlutabréf í félaginu „Grótti“ kvað ekki hljóða upp á nafn, en í því eiga meðal annara Egg- ert Claessen, Klemens lónsson, Hjalti lónsson og Chr. Zimsen. Annars mun allmikið af hluta- fénu eign erlendra manna. Það kom ekki fram við réttar- höldin, hvenær skoðun á skipinu hefði síðast farið fram. Skoðun- arbókin hafði sokkið í sjó með skipinu, en hjá skipaeftirlitsmönn- unum mun hægt að fá vitneskju um það, hvenær þeir hafa seinast skoð|að skipið. Skoðun þeirra skal ekki fjölyrt um að þessu sinni, en komið að henni síðar. En ekki er því að neita, að afdrif „Menju" minna eigi litið á söguna um skipið, er Neró keisari lét smíða handa móður sinni og liðaðist sundur undir kerlingai'hróinu. Samvlnnufólðgin ií3rsku Starfsemin árið sem leið. Samkvæmt skilrikjum, er Alþbl. hafa borist voru 99,860 manns i samvinnufélögunum norsku, árið sem leið, og auk þess 578 í pönt- unarfélögum. Viðskiftavelta sam- vinnufélaganna var 101,444,400 krónur og pöntunarfélaganna 237, 000. Útsölustaðir voru árið 1927 567 — og er það 16 fleira en árið áður. Félögiu hafa og fjölgað starfsfólki sínu, og starfa nú hjá þeim 2383 menn og konur. Tekjur af rekstrinum voru, að ófrádregnum kostnaði, 14,547,400 kr. eða 14,3o/° af viðskiftnveltunni. (192613,1 o/°). Kostnaður allur nam 9,844,400 kr. eða 9,7o/° (1926 9,3); 'Launagreiðslur voru 5,741,600 kr. eða 5,6 o/° (árið áður 5,5). Gróðanum var varið þannig 952,700 kr. voru dregnarírá fyrir fyrn- ingu, 187,800 kr. voru borgaðar sem rentur af stofnfé félaga, 875, 000 kr. voru lagðar í sjóði og 2,525,000 kr. voru greiddar félögum sem viðskiftauppbót. Jafnaðarreikningur félaganna nain 39,696,400 kr., þar af er stofn- fé, sjóðir og tekjuafgangur árs- ins samtals um 22 millj. kr. Er það 393,500 kr. aukning frá þvi árið áður. Félögin lágu við áramót með miklu minni vörubirgðir en uin áramótin næstu á undan, og ber það vott um örari viðskifti. Félögin reka 105 fyrirtæki. Þar af eru 69 brauðgerðarhús, 16, pylsugerðarhús, 1 fiskmetisgerð 1 kornmylla, 1 sútunarverksmiðja, 1 skóvinnustofa og 5 klæðskera- vinnustofur. Við þecsí tyrirtæki vinna 356 verkamenn. Samvinnufélagsskapurinn í Nor- egi hefir náð miklum blóma og mu»; ugglaust eiga mikla framtíð fyrir sér. Samband islenzkra samviumrféSaga. Aðalfundi þess iauk á föstu- dag fyrir hádegi. I stjórn félagsins voru end«r- kosnir Sigurður Bjarklind, kaup fólags'stjóri á Húsav.k og Þor- steinn Jónsson, kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði. Auk þelrra skipa nú stjórnina IngólfuT Bjamason, al- þingismaður í Fjósatungu, og er hann formaður, lón Jónsson, bóndi í Stóradal og Einar Árna- son alþingismaður á Eyrarlandi. Varaformaður var endurkosinn Þorsteinn Briem, prestur á Akra- nesi, og varastjórnarnefndarmenn Tryggvi Þórhallsson forsætisráð- herra og Sigurður Jónsson, bóndi á Amarvatni. Endurskoðendur votu kosnir Metúsalem Stefáns- son búnaðarmálastjóri og Bjami Ásgeirsson alþingismaður, Reykj- um. Úttðnd. Þýzkaland. StjóificTskifit. Stjórnin í Þýzka- landi hefár sagt af sér, og er jiaínaðarmaðurinn Hermann Miil- ler að reyna að mynda stjörn. En stjómarmyndunin gengur erfið- iega sökum andspyrnu íhalds* flokkanna. \ Italía. Nobile. Full vissa er nú fengin fyrir því, að Nobiie er á lífi. Er hann og lið hans á ey einni norð- austan við Svalbarð. Rússar, NoTðmenn, Sviar, Frakkar og Finnar hafa allir lagt fram fé, menn eða fluggögn til björgunar- tilmuna, en enn þá hefir ekki tekist að nálgast Nobile eða fé- laga hans, sem eru í þremur fiokkum. Asia. Kím, Þjóðernissinnar hafa nú algeilega náð yfirráðunum í Kína. Vilja þeir fá Bandaríkjamenn til að styðja sig í kröfunni um af- nám erlendra sérréttinda. Japaft, Japanska íhaildið hefir fengið samþykt að leggja dauða- refsingu við óeirðum. Er sam- þykt þessari aðallega stefnt gegn kommúnistum. Ameríka. Republjlföftar hafa ákveðið, nð Hoover skuli verða forsetaefni þeirra, en bændur í landinu un» þessu mjög ilia. Ritstjóri og ábyrgðarmaðui Haraldur Guðmundjson. AlþýðuprentsmjðjaD.

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.