Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 15.08.1928, Blaðsíða 3

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 15.08.1928, Blaðsíða 3
VIKUOTGAFA ALJÞVÐUBLAÐSINS dag heldur en á 16 stunda vinnu- tíma. Flestir hallast að pvi, að eftirtekjur séu engu minni eftir 16 stunda vinnudag en 18—20 stunda. En sem sagt, þetta er ekki aðalatriðið. Þoia sjómenn að vinna dag eft- ir dag óslitið erfiða vinnu meira en 16 stundir á sólarhring hverj- um og að búa jafnframt við vos- búð og kulda, án j>ess að hœtt sé við, að þeir bíði við það tjón á heilsu sinni? , Þetta er aðalatriði málsins. Um það segir miðstjórnin ekki eitt orð, finst það sjáanlega ekki þess vert. Og þeim háu herrum dettur auðsjáanlega ekki heldur í hug, að „bændumir", sem ekki vinna á togurunum, séu að hugsa um annað eins smáræði pg það, þótt tugir eða hundruð sjómanna verði heilsulausir og útslitndrfyrir aldur framaferfiði og svefnleysi. Auðvitað stendur „bændunum" nákvæmlega á sama um kjör sjó- mannanna, hugsar miðstjómin, þeim liður engu ver, þótt sjó- mennirnir missi heifsima. Margur hyggur mann af sér. En það er annað, sem mið- stjórnin helduraðbændum sé ekki sama um; „fyrr eða síðar ;má búast við, að keimKkar kröfur (þ. e. kröfur um 8 stunda hvíld i sólarhring) komi fram um sveitavinnu," segir hún. Þetta sýnir tvent. í fyrsta lagi hina ógurlegu van- þekkingu miðstjómarinnar á hög- um og háttum bænda. Hún held- ur auðsjáanlega, a'ð verkafólk bænda fái nú ekki 8 stunda hvdd á sólarhring, heldur verði það nú að vinna meira en , 16 stundir á dag. EUa væri ástæðulaust fyrir bændur að óttast „keimlíkar kröf- ur.“ Hvergi hér á landi tíðkast nú við sveitavinnu nálægt því 16 stunda vinnudagur, hvað þá meira. íslenzkir. bændur vita yf- irleitt of vel, hvað J>að er. að vinna stritvinnu dag eftir dag, til þess, að þeim detti í hug að bjóða verkafólki sínu slikt. Þeir vita líka, reynsla þeirra sjálfra hefir kent þeim það, að það bein- linis borgar sig að iáta verka- fólkið fá næga hvíld. Ástæðan til þess, að bændur hafa lært þennan sannleik, sem útgerðar- mönnum hefir gengið svo illa að læra, er sú, að ,þeir hafa til þessa búið \(ið svipuð kjör og unnið sömu störf og verkafólk þeirra. Það haía útgerðarmenn fæstir gert. Með því að gefa í skyn, að ís- lenzkir bændur láti verkafólk sitt strita meira en 16 stundi1 á dag, hefir miðstjórnin sett þá á bekk með bændastéttum h'nna siðlaus- ustu og ómentuðustu þjóða. 1 öðru lag' sýnir þessi setning álit miðstjórnarinnar á hugarfari j bænda og vitsmunaþroska. I Hún álítur, að bændur séu svo heimskir, að þeir haldi, að það borgi sig betur peningatega, að láta t. d. kaupamenn og kaupa- konur vinna 18 tima á dag heldur en 16 tima eða m'tnna. Og hún slær því' föstu, að ,úr því að bændur haldi þetta, þá \i)ljóti þeir auðvitað að vera á móti því, að vinnutíminn sé styttur niður í 16 tima á dag. Þótt kaupafólkið missi heilsuna af svefnleysi og erfiði, bændumir kæra sig koll- ótta, ef þeir bara halda sig græða á því, hugsar miðstjórn íhalds- flokksins. Þetta er álit Jóns Þoriákssonar, Magnúsar Guðmimdssonar, M*gn- úsar Jónssonar, ólafs Thors og Jóns Ólafssonar á íslenzkri bændastéít, aö því er bezt verður séð af bréfi þeirra. Þeir ætluðust ekki til þess, að þetta álit þeirra kæmist á prent. finnur maður — hvort sem mað- ur er jafnaðarmaður eða ekki —, að málstaðurinn, sem þau berj- ast fyrir, hefir eitthvað stórfelt til sins ágætis. Blaðasýningin i Köln, sem stað- ið hefir yfir i alt sumar, gefur hugmynd um framfarir og vöxt alþýðublaðanna og alþýðusamtak- anna. Það er ekki nema hálf öld síðan að fyrsta jafnaðarmannablaðið hóf göngu sína. — Þessi hálfa öld hefir verið rík af stórfeld- um viðburðum, og viðburðimir hafa fleygt alþýðusamtökunum fram og aukið blaðakost jafnað- armanna. Auðvaldið hefir auðvit- að aukið blaðakost sinn mjög. En það er nú eins og íarið sé að draga úr þvi valdi, er þau hafa haft yfir fólkinu, kaupendafjöldi auðvaldsblaðanna stendur ýmist í stað eða minkar, en blaðakostur jafnaðarmanna eykst og kaup- endafjöldinn vex. Blaðasýningin í Köln sannar Þetta. Alþýðuflokkar hinna ýmsu landa eiga i sýningarhöllinni sina sérstöku sýningarstaði. Þar eru öll alþýðublöð sýnd, og vöxtur þeirra sýndur ýmist með teikn- ingum, lærdómsrikum málverkum eða kvikmyndum. Sýning verklýðsblaðanna hefir dregið að sér mesta athygli. Sér- staklega hefir sýning dönsku jafnaðarmannanna vakið bæði undrun og aðdáun, en að þeirri sýningu verður vikið síðar. Á eftirfarandi skýrslu, sem er miðuð við árið 1925, er hægt að sjá vöxt alþýðublaðanna og við- gang í hinum ýmsu löndum. Af 70 milljónum manna, er byggja Þýzkaland, kusu 12 millj- ónir kjósenda frambjóðendur al- þýðunnar, jafnaðarmenn og kom- munista. Maður skyldi því ætla að blaðaktostur þýzka verkalýðs- ins væTÍ stór og kaupendafjöld- inn mikill, en svo eT þó ekki — þó að hann sé mikill í sam- anburði við kaupendafjölda auð- valdsblaðanna, eru alþýðumenn ekki ánægðir með kaupendafjöld- Gullhamrarnir til íslenzkra bænda vofu faJdir í „einkabréfi", sem þeir sendu nokkrum „trúnaðar- manna“ sinna. Og fyrir „trúnaðarmanninum“ var það brýnt, að þetta væri „trúpaðarmái",' sem hann yrði að fara leynt með. Var það og mjög að vonum. Islenzkir bændur kunna slíkum gullhömrum iJIa. • r i» II Dómsmálaráðherra hefir ák\eð- ið að láta rannsaka tildrögin til þess að Menja sökk. Hefir Hali- dóri Júlíussyni sýslumanni ver- ið falið að framkvæma rantisökn- infl. Með Goðafossi á sunnudaginn kom vélstjórinn, sem var á Menju, Jón Hjálmarsson. Var hann og einn af kyndurunum fyrir rétti í gær. Stóð yfirheyrslam liðlega 8 stundir. Að henni lokinmi var vél- stjórinn settur í gæsluvarðhald. Menja sökk, eins og menn muna, í blíðviðri og sléttum sjó norður á Hala. Ákafur leki kom skyndiiega að skipinu, svo ákaf- ur, að ekki varð við ráðið. Hefir við þetta slegið megnum óhug á alla þá, sem ekki láta sér á sama standa um líf og öryggi sjómanmanma. Menn spyrja: Var skipið svona ónýtt, þrátt fyrir ný- afstaðna skoðun? Er engim trygg- ing í skoðun eftirlitsmanmsins ? Eða var skipið traust? Og hvers vegna sökk það þá? Svona spyrja memn, Vonamdi gefur ranmsóknin full- nægjamdi svör við þessu. amn þar sem kjósendur flokkanna eru svona margir. Þýzkir jafnað- armenm eiga 191 dagblað, og upp- lag þeirra er samtals 1 250 000 og verður það að teljast tiltölulega litill kaupendafjöldi. Flokkurinn gefur þar að auki út 15 timarit, þar á meðal tvö alþjóðleg, ann- að um jafnaðarstefnu og stjórn- ntál yfirleitt, „Die Gesellschaft", og hitt, „Die Bucherwarte", um þjóðlegan og alþýðlegan skáld- skap og listir. Auk þessa gefa konur, er fylgja flokknum, út sérstakt tímarit, „Frauenwelt". Kommunistar géfa út 40 dagblöð og 5 tímarit, en kaupendafjöldi þeirra er tiltölulega miklu minni en hinna alþýðublaðanna. Þjóðverjarnir segja, að hin lága Uaupenclatala stafi af því, að þýzk álþýða eigi nú við mjög bág kjör að búa. Þar að auki segja þeir, að hið mikla ósamkomulag, er verið hefir innan alþýðuflokk- anna, hafi gert marga kærulausa fyrir samtökunum. — 'En þetta er nú að breytast, eftir þeim 3 T --------------- Breyting til batnaðar. Ur bréfi til ritstjóra Alþýðu- blaðsins, frá tslendingi bú- settnm erlendis. „. • - Þú minnist þess ef til vill, að sumarið 1926 kom ég heim snögga ferð. Kom með einu af skipum Sameinaða gufuskipafé- lagsins, og voru þá liðin all-mörg ár frá þvi ég síðast hafði dvalið á Islandi. Bjóst ég þess vegna við, að miklar breytingar væru á orðn- ar í ýmsum efnum; og þó ég eigi hafi verið algerður bindindis- maður, hefir mér verið það tölu- vert áhugamál, að framkvæmd bannlaganna færi sæmilega úr hendi eftir því sem hægt er að heimta, eins illa og í pottinn er búið. Og að því leyti er þörf mikilla bóta frá árunum 1918 —19, er ég síðast þekti til af eig- in sjón; með nokkrum sanni mátti segja, að ástandið færi' þá aftur versnandi. Ég hafði gert mér í hugarlund, að eftir að við værum komnir til Islands, myndi veiting sterkra drykkja á skipinu verða minkuð að mun og farið leynt með, að minsta kosti meðan skipið ságldi innan við landhelgislinuna. En raunin varð öll önnur. ByrjaÖi í Færeyjum, er nokkrir landar komu þar um borð, og var eigin- lega ekkert við það að athijga, eins og margir menn nú einu sinni eru gerðir. En í Vestmanna- eyjum versnaði stórum, og sætti ég mig þó við það, og hélt að breyting myndi á verða í Reykja- eík. Stóð þar við í nokkra daga, en hélt svo áfram með skipinu, er það lagði á stað vestur og norður um land. Við vorum varla komnir út úr hafnarmynn- inu er sezt var að miðdegisverði, skýrslum, sem nýjastar eru, hafa þýzku verklýðsfélögin gefið út ár- ið 1927 (auk þeirra blaða, sem pólitíski flokkurinn gefur út) 42 verklýðsrit, og upplag þeirra hef- ir verið samtals 221 milljón ein- tök. Þýzkir syndikalistar eiga 1 dag- blað og tvö tímarit, og anarkistar eiga einnig sitt málgagn. I Austurríki eru um 6V2 milljón ibúar nú. Og þar af er tíundi hver maður í jafnaðarmanna- flokknum, og í verklýðsfélögun- um eru um 800,000 verkamanna og kvenna. I þessu landi er verka- lýðurinn orftinn mikið vald, og j-aeður miklu. Alþýðublöðin hafa og mikil áhrif, en þó eiga jafn- aðarmennirnir ekki nema 6 dag- blöð, 15 vikublöð og 10 tímarit. Þar að auki gefa verklýðsfélögin út um 50 blöð, sem ýmist koma út vikulega, hálfsmánaðarlega eða mánaðarlega. Fyrir stríð gáfu austurrískir jafnaðarmenn út ekki færri en 40 dagblöð, 100 vikublöð, 100 tímarit

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.