Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 16.01.1929, Side 2

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 16.01.1929, Side 2
2 VTKUÚTGÁFA alpvðublaðsins HHngavftleysa „NorgaflbIaðsios“. „H*kkunartilboð“ útgerðarmanna er um lækkun „Mgbl;‘ heldur því enn fram, að útgerðarmenn hafi boðist tll að hækka kaup sjómanna frá því, íem það var í fyrra. Skal nú sú „hækkun'" athug- uð nokkuð. Hækkunartilboðið nam kr. 3,30 á mánaðarkaupi og 2 aurum af hverju lifrarfati tii hvers háseta á salt- og ís-fi-skveiðum. Sé gert ráð fyrir 9 mánaða veiðitíma og 1050 fata lifrar- afla að meðaltali, nemur hækk- unin alls: 9 mánuðir á kr. 3,30 kr. 29,70 1050 föt lifrar á 2 aura — 21,00 Hækkun samtals til hvers háseta kr. 50,70 En böggull slæmur fylgir þessu stóra(M!) skammrifi. Kaupið á síldveiðum átti að lækka um kr. 11,50 á mánuði og premían um 1 eyri af máli. Sé gert ráð fyrir tveggja mán- aða síldveiðitíma og 10 þús. mála afla, nemur lækkunin á síldveiðakaupinu: 2 mánuðir á kr. 11,50 kr. 23,00 10000 mál síldaráleyri —100,00 Lækkun samtals til hvers háseta kr. 123,00 Hækkanir kr. 50.70 Lækkanir — 123.00 Lækkanir meirí en hækkanir br. 72.30 Þannig er „hækkunartilboð'‘ út- gerðarmanna: Þetta kallar óvitlaust fólk kaup- lækkun, hvað svo sem ,,Mgbl.'‘ og útgerðarmenn nefna það. Sjómenn hafa hafnað þessu smánarboði með þegjandi fyrir- Ijtningu. En útgerðarmenn vilja heldur stöðva skipin en breyta því í nokkru. Fiskbirgðirnar eru að þrotum komnar. Fiskverð það hæsta, sem fengist hefir unr mörg ár. Tíðar- far einmuna hagstætt. Afli og aflahorfur ágætt. Samt stöðva útgerðarmenn skipin. Afsakanirnar. „Mgbl.“ sér, að útgerðarmenn hljóta áfellisdóm alþjóðar fyrir þetta athæfi s'itt. Þess vegna reynir það að búa til afsakanir fyuir þá. Er það erfitt verk, enda ferst blaðínu það óhönduglega. Tekjuskatturinn var hækkaður um 25% á síðasta þingi. Þessi gífurlega skatthækkun gerir út- gerðinni ómögulegt að hækka kaupið, — segir ,,Mgbl.“ Rétt er það, tekjuskattur á tekj- ium yfir 4000 kr. á á‘ri var hækk- aður um 25°/o, eftir tillögum jafn- aðarmanna. En blaðið segir meira. Það seg- ir, að langflest togarafélaganna hafi engan tekjuskatt greitt, eng- an tekjuskatt átt að greiða. Manni verður að spyrja, eru rit- stjórarnir alveg gengnir af göfl- unum? Hvað gerir það togarafé- lagi, sem engan tekjuskatt á að greiða, þótt tekjuskatturinn sé hækkaður um 25%? 25% af 0 verður 0. Útgerðin og útgerðarmenn. „Flestir eru þeir [þ. e. útgerð- armennj illa efnum búnir,“ sagði „Mgbl.“ hér á dögunum. Þegar Alþýðublaðið benti á lifnaðarhætti togaraútgerðar- manna flestra, breytti ,,Mgbl.“ þessu og segir s/ðan, að útgerðar- félögin flest, útgerðin, sé illa stæð. — „Nú er það sannað, að helmingur allra togarafélaganna á minna en ekki neitt,“ segir „Mgbl.!‘ í gær. Á að skilja þetta svo, að út- gerðin sé fátæk, þótt útgerðar- mennirnir séu auðugir? Ef svo er, hvaðan er þá auður útgerðarmannanina kominn? Hafa þeir hrifsað svo freklega til sín af tekjum útgerðarinnar, að þeir græði, þótt hún tapi, að þeir safni auði, þe^ar hún safnar skuldum? Hvað taka framkvæmdastjör- arnir, togaraeiendumir, í silnn hlut? Reikningana á borðið! Umliyggja útgerðarmanna fyrir bændum. Útgerðarmenn láta svo, að ein ástæðan til þess að þeir stöðvi togaraflotann heldur en að hækka kaupiðí, sé umhyggja þeirra fyrir bændum og velferð sveitanna. Sér er nú hver umhyggjan(M). Það er öllum vitanlegt, að hundruð sveitamalnna koma á ver- tíðinni hingað til Reykjavíkur og annara veiðistöðva hér sunnan lands. Margir þessara manna ger- ast hásetar á botnvörpuskipun- um yfir vertiðina. Að henni lok- inni halda þeir aftur heim með kaup sitt og nota það til fram- kvæmda í sveitinni. -r Margur bóndinn hefir getað lagt nokkur hundruð króna i jarðabætur fyrir það eitt, að sonur hans eða synir hafa haft atvinnu á togurum eða í veiðistöðvum yfir vertíðina og fengið greitt það kaup, sem verk- lýðsfélögin þar hafa knúið út- gerðarmenn og aðra atvinnurek- endur til að greiða. Nú vilja blessaðir útgerðar- mennirnir efla „velferð sveitanna“ með því að lækka þetta kaup. — Það er sama umhyggjan eins og lýsti sér í því, að þeir börðust með hnúum og hnefum gegn tog- aravökulögunum. Þá ætluðu þeir að efla „velferð sveitanna“ með því að .þrælka sjömennina, þar á meðal sveitamennina, sem á skip- unum eru, sólarhringum saanan án þess að unna þeim svefns eða hvíldar. Uptoss Siiteigair fimtugar. Ég býst kann ske við, að það sé eftir dúk og disk að geta fimt- ugsafmælis Sinclairs í Alþýðu- blaðinu. Líklega búið að því fyrir Iðngu. Hann er, eins og allir vita, einstæður meðal rithöfunda í Bandaríkjunum, vegna þess að hann hefir gengið fram fyrir skjöldu og barist fyrir mannleg- um hugsjönum í niörg ár, en það gerir hér um b.il enginn rithöf- uundur í þessu landi. Þ.eir eifa allir útvaldir og leigðir af verzl- unarvaldinu. Næst siðasta bök Sinclairs heitlr Money writes, þ. e. Peningamir skrifa, og er það rannsókn á núlíðarbókmentum Bandarikjanna, og setur Sinclair þar fram hina störviturlegu at- hugun á vali því, er auðurinn gerir á höfundum. Vali þessu er svo háttað, að öll umtalsverð blöð og tímarit eru í höndum stór- auðsins, og prenta ekkert, sem fer í bága við hugðarefni hans. I sömu höndum eru bókaútgáfu- félögin. Þannig hefir engiinn rit- höfundur í Bandaríkjunum neitt tækifæri til að koma rifum sínum á prent, nema því að eins að hann semji í þágu auðsins. Hér er þvi ekki um beinar mútur að ræða, heldur val, selectiori. Síðasta bók Sinclairs er Boston og fjallar um aftöku Sacco og Vanzetti og allan aðdraganda hennar. Þessir saklausu verka- menn voru drepnir í fyrra eftir óslitnar píslir og meiðingar ri 7 ár, og hefir þessi réttarfaraglæpur vakið andstyggð alls hins siðaða heims. Bosíon er tvö þykk bindi, __alt ritað i heilagri bræði út af ranglæti og kúgun. Því m'ður hefi ég ekki tíma til að geta hennar frekar sem stendur, en mikíl freisting að rita um hana langt Með því að borga sjómönnum o g öðrum verkamönnum svo lágt kaup, að þeir geti hvorki1 keypt kjöt, smjör, mjólk eða aðr- ar afurðir bænda, ætla útgerðar- menn nú að efla „velferð sveit- anna“. Eins brauð er annars brauð. Bættur hagur verkalýðsins er því hagsbót fyrir bændur alla og búaliða. mál. Ég leyfi mér að eins að mæla sterklega með henni við íslenzka enskulesendur. Betri. heimildir um Ameriku en bækur Sinclairs eru hvort sem er öfáan- legar, enda hefir hin mentaða Ev- röpa löngu séð það, þar sem þar er, svo til, enginn amerískur höfundur lesinn, nema hann. Það er einkum til marks um mentun- arleysið í Ameríku, hve grand- gæfilega fólki er varnað þess að afla sér nokkurra upplýsinga um þjóðfélagsmál. I þeim efnum er hver 100% Ameríkumaður hreinn b.jálfi. Allar þær barnalegu og úreítu hugmyndir, sem fólk hér hefir um þjóðfélag og stjórnmál, gera það að verkum, hve Evröpu- mönnum hæítir til að líta niður á Ameríkumpnninn og álfía hanu fífl. En Jrar sem skýrar og tíma- bærar skoðanir í stjóinmálum eru grundvöllur flestrar annarar nýti- legrar þekkingar nú á dögum, þá er ekki að furða, þótt margt sé reikult og fáránlegt í amerískum lífsskoðunum yfirleitt. Þessari heimsku og fáfræði landa sinna hefir Upton Sinclair verið að berjast gegn alla sína æfi, og orðið meira ágegnt en nokkrum einum manni. Þótt Upton sé langmerkasti maður Ameríku sem stendur, þá hefir fimtugsafmælis hans ekki fremur verið getið hér en þótt hann væri bundur, nema i hinum földu og bönnuðu blöðum um- bótamanna. Sem stendur er U. S. í New York að undirbúa sýningu, á Singing Jailbirds á leiksviði og . hjálpa til að gera leikrit úr Oil, — hinni nafnkurmu bök sinni, þriðju síðustu í röðinni. Sinclair á annars heima hér í Long Beach rétt hjá Los Angeles. Ég hefi orðið fyrir þeirrl heppni að kynnast honum, og hann hefir gert mér meiri greiða en nokk- ur annar maður óþektur og ó- vandabundinn. Hann er fjörlegur eins og unglingur, alveg einstak- lega Ijúfmannlegur og högvær, andlit hans er hið göfugasta og mannvænasta, sem ég hefi séð x Ameriku og hið lang-tignarleg- asta. í litarhætti er hann svipaður Þórbergi Þórðarsyni. Skrifarar hans eru ,klæddir eins og borg- arar, en sjálfur er hann klæddur i hvit verkamannaföt, — ég held alt af heima fyrir. Hann er á- kaflega léttur í spori. Það sem einkennir Upton Sinclair mest í. minum augum, bæði sem mann og rithöfund, er, hve gersneydd- ur hann er allri yfimáttúrlegrl hygð. Það hefir gleymst að skapa í hann hið trúarlega skilningarvit. En hatur hans gegn fjendum mannkynsins er sterkara en hjá öllum veraldarinnar trúarhetjum saman lögðum. Fyriigefið flaustrið. Los Angeles, 15. nóv. 1928. Halldór Kiljan Laxness. Upton Sinclair er fæddur 20. september 1878.

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.