Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 05.06.1929, Page 3

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 05.06.1929, Page 3
VIKUÚTGÁFA ALÞÝÐUBLAÐSINS 2 írjálslynda f]„ og er það vel skiljanlegí. Bæði' S. E. og J. M. ®wla greinar sinar með þvi að lýsa yfír vonuni þeim, er þeir1 báðir tengja við bræðingirm nýja. S. E. vonast eftir því að komast á ný til valda, og sú löngun hans iýsir sér í þvi að geta, helzt áður en kjörtímabilið er á enda, kom- ist að ,d)itlingajötunni“. En J. M. fer ekki dult með það, að’ helzti kostur bræðingsins sé sá, að hann hafi betri aðstöðu til þess að ná Þingsæti, og geti tál þess notíð styrks ihaldsmanna. Svo mæla börn sem vilja. Óþarfi var það af S. E. að kasta hnútum að samverkamanni sinum Eggert Claessen. S. E. er sem sé í grein sinni að rifja upp óánægjnua, sem rikt hefir og rfkir yfir danska einokunarfélaginu D. D. p. a., sem Claessen setti hér á laggimar. Fuadin beln drenpsins, seni týndSst fyrfr 5 árum úr Hafnarfirðí. Laugardaginn 24. maí 1924 hvarf 7 ára gamall drengur úr Hafnarfirði, Þórður Guðjiójrsson, skósmiðs, Magnússonar. Var drengurinn á leið úr Hraunrétt til Hafnarfjarðar. Það er um kl.- stundar gangur. Hafði hann áður farið þá leið. Eftir að drengurinn hvarf var hans leitað dögum saman. Var oftast fjöldi manna í leitinni. Einn daginn fóru nokkrir menn með hund af sporhundakyni með sér, ef vera kynni, að hann þefaði uppi slóð drengsims, en það varð ekki að notum. ÖM Leit varð á- nangurslaus. Spora varð -vart við Ásfjall, skömmu sunnar en íeið- in liggur frá réttinni til Hafnar- fjarðgr, en ekki urðu þau rakin áfram.. Á fimtudaginn var, 30. maí. mejr en 5 árum síðar, var það svo um kvöldið, að Sigurjón Sig- urðsson, lausamaður að Hlið í Garðahverfi, og Þorvaldur Áxna- son, prests, Björnssonar, voru að leita að hesti. Voru þeir stadddr i óbrynnishólabruna, fyriir neðan Snókalönd, á að gizka niður und- an miðjum Undirhlíðoim, nokkuð neðarlega í hraunbrunanum. Við Undirhlíðar liggur gatan úr Hafn- arfirðr til Krýsivíkur, en þetta var miklu neðar og nálægt því, sem mætist land Hafnarfjarðar og Hraunabæja. Var þá Sigurði geng- ið fram á höfuðkúpu, þrjá leggi, svo og stígvél af unglirkgi, og voru í því tá- og ristar-bein. Var þetta nokkuð tékið að hverfa i mosann. Önnur vegsummerki íundust ekki að því sinnj, en Sigurður þóttist þegar viss um, að þetta væru beán Þórðar heit- itis. Flutti hann þau með sér í klút til Hafnarfjarðar og afhenti sýslumanninum þau. Voru þau Þegar flutt í likhús þjóðkirkju- safnaðarins, en Sigurður skýrðí frá atvikum fyrir rétti. Sýslumaðurinn bað Sigurð þá að fara aftur á staðinn, þar sero beinin fundust og gera það, sem unt væiri, tíl þess að leita þar í grend, ef vera kynni, að meira fyndist. Gerði Sigurður svo.. Fór hann i gær og með honum Gísli Guðjónsson, bóndi í Hlíð, og Jós- ef Guðjónsson í Pálshúsum i Garðahverfi. Hófu þei'r nákvæma \eit á staðnum, þar sem beinin fundust, og umhverfis hann. Leii- uðu þeir niður í mosamn og rót- uðu honum upp með múrskex). Á sama stað og áður, í hraun- gjótu undir klapparnefi1, fundu þeir með þessu móti bein drengs- ins, svo að þeir telja ekki hugs- í anlegt, að neitt sé nú eftir ó- fundið af þeim. Sáu þeir merki þess, að mosi hefði verdð los- aður þar af maTmavöIdum, svo sem til þess að hvílast á. Benda líkur til, að þar hafi drengur- inn búist um að k)kum. Þeir fundu einnig hitt stígvél hans, sem áður var ófundið, svo og fataleyfar, sem ekki var unt að hirða. Hnappa fumdu þeir eða töl- ur og fjörustein úr blágrýti, sem drengurinn hefir haft á sér, en ekki fleiri menjar. Segja þeir, að staðurinn, þar sem beiinin fund- ust, sé 10 faðrna innan við gadda- vírsgirðingu, sem sett hefir verið um bæjarland Hafnarfjarðar, og skilur hún það þar frá landi Hraunabæja. Var girðrngin sett þarna fyrir þremur árum, eða tveimur árum eftir að drenguirirm hvarf. Ber hæð eða bala á milli, svo að ekki sést frá girðingurmi þangað í mosanin, sem beinirr voru. Þeir félagar fluttu beinin til Hafnarfjarðar og bíða þau gíeftrunar í líkhúsinu, eins og áð- ur er getið. Síðan gáfu þeir þegar skýrslu fyrir réttí um ferðina og árangur hennar. Spor þau eða martnaför, sem jsáust í leitínni forðum, segja þeir Sigurðtrr að hafi verið töluvert neðar heldur en beinin fundust, i vestur til útnorðurs þaðan. Bendir það til þess, að dieng- urinn hafi síðast stefnt til fjalls þegar dimma tók af nóttu. Sandgræðslan við Strandar- kirhju. Þeir Sigurður Sigurðsson bún- aðarmáiastjóri og Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslumaður fúru nýlega austur að Stiandar- kirkju til þess að segja fyrir um ræktun á sandgræðslusvæðinu, sem girt var síðast liðið haust. Er ráðgert, að sá þar ýmsum grasfrætegundum, en líka verður gerð tilraun til þess að sá þar trjáfræi. Reyndar verða einar 14 runna- og trjá-tegundir, birki, reynivdður, ej’nir og nokkrar tegundir, sém hezt hafa þrifet i trjáræktarstöðinmi á Aktirejnri, Ætlunin er, að grjótlaiusa svæðjfð verði alt grasi vaxið, en hæðir og hraunölduT, þar sem eru spiung- ur margar, verðl skógi vaxn. ar. Alt svræðið hefir fyrrum verife skógi vaxið. Þá gerðu þeflr Sig- j urður og Gurmlaugur áætlanir um sjávar-varnargarð á ströndinni fram undan kirkjunni og þar út frá til beggja hliða. Áætlað er, að garður þessi muni kosta alt að 8 þúsund krónum, en eigi er full- ráðið enn, hvort til framkvæmda kemur um garðsbygginguna i sumar. (FB.) Þórólfur Beck skipstjóri á Esju andaðist í fyrra d. um nónbLL I siðustu hringferð „Esju“ veiktist hanm þunglega. Flutti hún hann 'þá hingað í sjúkrahús og andaðist hann þar. Þórólfur heitinn var um 47 ára að aldri. Hann átti heima auistur á Reyðarfirði. Var hann og ætt- aður þaðan. Skipstjóri var hann á „Villemoes" (sem nú heitir „Sel- foss“), á „Borg“, „Sterling“, sem þá var hér í strandferðum, og á „Esju“ jafnan síðan hún kom í notkun. Hann var í þjónustu Eim- skipafélags tslands frá 1917. Þórólfur heitinn var ötull og duglegur skipstjóri og vel kynt- ur af skipverjum sínwm. Maður hrapar og bíður bana. Vestmannaeyjum, FB. 1. júni. I nótt hrapaði maður til bana i Geirfuglaskeri. Var hann í eggja- leit. Maðurinn hét Sigurður Ein- arsson, œttaður úr Norðurgarði hér, kvæntur, lætur efíir sig konu og tvö ung börn. Var 32 ára gamall. Skinnklæði. Oddur Oddsson gullsmiður á Eyrarbakka er að verða mikil- virkur og vinsæll rithöfundur. Undanfarið hafa birst eftir hann í Eimreiðinni merkitegar greini'r um ýmislegt, sem er að gleymast að fullu, en hefir þó á siami tíð sett merkilegan svip á háttu mainna hér á landi. Fyrsta grein Odds birtist fyrir tveámur árum og var þar lýst lífinu á vertíðinni í verinu, aðallega sunnandands — i Þorlákshöfn. Síðan hefir Odd- ur skrifað greiinir s. s. „Skreið", „Viðarkol“ o. fL og nú síðast „Skinnklæði“. Er þessi síðasta grein hans mjög skemtileg og prýðilega rituð, enda er Oddur ágætur íslenzkumaður. Vil ég hvetja menn til að lesa gneinir þessa ágæta ritliöfundar, þvi sam- fara því, sem þær flytja merki- legan fróðleik, eru þær þróttmikl- ar oS vekja hug, djörfung og trú á land og þjóð. — Gfeinir þessar hefðu allar átt að sérpreratast. Það hefði orðið eiguleg bók. Viknírtgáfa AlWðHblaðsins kemur út h hverjum miðvikudegi, kostar að eins 5 krónur á ári. Gjalddagi fyrir 1. okt. Úrsögn sé skrifleg, bundin við áramót, enda sé viðkomandí skuldlaus. Ritstjöri: Haraldur Guðmundsson, sími 2394." Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu, Hverf- isgðtu 8, simar 988 og 2350. Þjóðin þakkar Oddi Oddssyni á- reiðanlega fyrir það starf, sem hann hefir leyst af hendi með skrifum sínum, og margir vonast eftíT því, að haran láti hér ekki staðar numið. Fmdleiksfíis. Vígsla Staðarfellsskólans. Landsmá afundur i Búðardal. Staðarfellsskólinn vár vígður í gær. Jónas ráðherra fóa- vestur í fyrra kvöld með Óðni ásatmt méð allmörgum gestinra, blaða- möranum og fleirum, til að vera við vígsluathöfnina. Jón Baldvins- son og Sigurður Eggerz eru með í förirani. Ætlar Siguröur að halda landsmálafund í Búðardal á morgun og skýra þar Dalamönn- um frá þingafrekum srnum, fóst- bræðralagi sínu við „sjálfstæðis- hetjúrnar“ Jón Þorláksson og Magnús Guðmundsson og því, áð honum hafi raú loks hlotnast sú upphefð að verða þriðji irasti koppur í búri Ihaldsflokksiras, flokksins, sem hann hét Dala- mönnum að berjast gegn, þegar þeir slysuðu.honum inn á alþingi. flestnr fellnr ofan í vatn af brú. Mttður stórslasast. Á hvítasuranudag var bóndiran í Meðalholtshjáleigu, ívar Helga- son, að fara að HróarsholtL Fyrir neðan Hróarsholt rennur ein af höfuðkvíslum Flóaáveituranar, svo kölluð Austurálma. Á brú, sem er yfir skurðinn, fældist hesturinn undir Ivari og fór út af brúnnl Losnaði maðurinn þegar við hest- inn. Einhvern veginn bar þá samr án aftur í skuxðinum og vlldi maðurinn þá talca í hestinn- Reyndist honum þá hægri höndiö máttlaus. Með vinstri heixdinnj náði haran taki á reiðanum og dró hésturinn hann þaranig upp úr. En að þessu afstöðnu var hann úr liði á báðum öxlum og gat enga björg sér veitt. Hestur- inn kom heim að Kambi, sem er bær í Hróarsholtshverfi, rétt við skurðinn, og var þá farið að gæta að manninum. Var hanin borinn heim og læknir sóttur. Varð haran að svæfa manninn til þess að geta komið liðunum í lag. (FB.)

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.