Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 29.01.1930, Blaðsíða 4
4
VIKUÚTGÁFA ALÞÝÐUBLAÐSINS
bvarf nema snjóinn á götunni.
Föður barnanna hafði verið
sagt, að borgarstjóra bæri skylda
til að sjá þeim fyrir húsnæði,
er ekkert húsnæði hefðu og
hvergi fengju inni. Skrifaði hann
því borgarstjóra mjög kurteislega
orðað bréf og bað hann ásjár.
Tjáði hann Zimsen ástæður sínar
og baðst fljótrar úrlausnar, par
sem líf barnanna væri e. tv v.
í veði.
Vika leið. Ekkert svar. Af-
jgreiðslan hjá borgarstjóranum
gengur seint!
Þá tekur konan það ráð að
íara sjálf í skrifstofu fátækra-
jfulltrúanna á Laugavegi 53 og
tala við þá. Er hún kemur pang-
að segir annar peirra: „Nú, já,
pér eruð húsnæðislaus. Já. —
Við höfum fengið tilkynningu
um pað, en ekkert getað.“ Við
það fór konan. Það var svarið
við málaleitun fjölskyldunnar i
kjallaranum. Slík svör fá peir, er
leita á náðir borgarstjórans. Eng-
in auglýsing hafði þó sézt í blöð-
wm bæjarins frá borgarstjóra
]um, að hann vantaði húsnæði
handa húsnæðislausu fólki.
Menn geta nú skilið aðstöðu
þjónanna í kjallaraniun. Þau búa
þar með barnahópinn sinn. Börn-
in eru veik af kvillum, er óholl
húsakynni valda. Læknir telur í-
búðina svo heilsuspillandi, að
eina ráðið til bjargar heilsu barn-
anna sé að flytja pau í betri
húsakynni tafarlaust. Lögreglu-
stjóri gefur þeim fyrir munn
heilbrigðisnefndar skipun um að
flytja út. En hvert? Hjónin reyna
allar hugsanlegar leiðir. En ekk-
ert gengur. Þau leita á náðir
„forsjónar“ bæjarins, höfuðs
horgarinnar, mannsins, sem ber
jskylda til að ráða fram úr vand-
ræðum 'þeirra. En Zimsen fer sér
hægt og þjónar hans hafast lítt
að. — Hvað var nú til ,bragðs?
Þau fóru enn í leit um bæinn, en
alt fór á sömu leið. Loks 15.
þessa mán. fréttir heimilisfaðir-
inn af tilviljun um lausa íbúð,
Hann biður konu sína að fara til
fátækrafulltrúanna og biðja þá
að útvega húsnæðið. Það taldj
hann heppilegast, því að ef hann
færi sjálfur gat verið hætta á,
að hann fengi hið algenga svar:
„Barnafólki leigjum við ekki!“
Konan simar til fátækrafulltrú-
anna. En hvað skeður?
„Því míður hefi ég ekki tima
til að tala v'ið yður. Gestir eru
hjá mér!“
Það var svarið, er þjónn Zim-
sens gaf. Það var úrlausn borg-
arstjórans á málinu. Það var
hjálpin!
Þetta minnir á móttökumar, er
almúgamenn fá í skrifstofu borg-
arstjóra. Það minnir á gratandi
bamsmæðumar og ekkjurnar, er
hann lætur frá sér fara með at-
yrði þjóna sinna á baki.
I fátækraholum Reykjavikur-
ar, veikjast og veslast upp, með-
borgar úrkynjast bðra alþýðunn-
an íhaldið opnar dyrnar til Skild-
inganess og skýlir þar flótta-
mönnum, er flýja undan réttmæt-
um útgjöldum, en vilja þó fá að
ráða lögum og lofum í bænum,
Ég fór inn á Hverfisgötu 125,
er ég hafði heyrt framan greinda
sögu, og gekk bakdyramegin nið-
ur í kjallarann. Hurðin var eins
og óvönduð hesthússhurð. Þegar
ég opnaði og steig inn fyrir háan
og klakaðan þröskuldinn var
niðamyrkur. Illur moldarþefur
barst að vitum mínum. Ég þreif-
aði fyrir mér og fann bera grjót-
veggi báðum megin við dymar.
Tvær tröppur voru niður; síðan
kom stuttur gangur, blautur og
rakasamur, síðan önnur hurð úr
kassafjölum. Ég barði. Konan
opnaði. Ég kom inn í annan
gang. Til vinstri handar var
blautt þil, til hægri handar
geymslubás. Inst i honurn var
gluggi. Fyrir hann var negldur
poki. Við hliðina á básnum var
opið viðbjóðslegt skot. Ég kom
inn í eldhúsið. Meðalmaður getur
varla staðið þar uppréttur. Ég
sá sprungur í veggjunum, sem
troðið hafði verið upp í. Elda-
vél stendur við einn vegginn.
„Hún er alt af kynt," segir kon-
ah. „Og við eyðum svo miklu
af kolum. Það myndi borga sig
að leigja miklu dýrari íbúð.“ Ég
kem inn í svefnherbergið. í rúm-
unum eru þrjú börn, öll föl og
tekin til augnanna. Yngsta barn-
ið er í vöggu og sefur. Tveir
gluggar eru út að götunni. Ég lít
út. Það sést í kolsvarta glugga-
þróna. Gluggarnir eru afar-litlir.
Hugsjónir íhaldsins eru: Litlir
gluggar! „Það er aldrei hægt að
opna glugga," segir konan. „Ef
ég gerði það, þá myndu bílamir
þyrla snjónum inn eða kasta
aurslettunum inn á börnin í rúm-
unum.“
Dúkómynd er á gólfinu, göt-
ótt. „Rottumar hafa nagað sig
upp um gólfið,“ segir konan enn.
„Þær smjúga alls staðar inn, þær
naga rúmfötin og þvottinn, þær
em líka í matarskápnum. Viltu
sjá holurnar þar?“ Skápurinn er
götóttur eftir nagdýrin. Ekkert
þvottahús fylgir íbúðinni og eng-
inn „vaskur“ er inni. Flest, er
fjölskyldan átti, er hún fluttj
inn, er eyðilagt af raka og rott-
um. „Ég ligg alt af í gólfunum
og þurka af veggjunum marg-
sinnis á dag,“ segir konan, „en
það stoðar ekkert“ —
Leigan er 60 krónur á mánuði!
Ég hefi hér að framan reynt að
draga upp ofurlitla mynd af
húsnæðisástandinu, ofurlitla
mynd af böli og vandræðuro
einnar fjölskyldu, ofurlitla mynd
af viðtökunum og hjálpseminni
hjá borgarstjóra og undirmönn-
um hans. En þessi litla mynd er
að eins lítið sýnishom. Fjöldi
fjölskyldna á við svipuð kjör að
búa, fær svipaöar viðtökur, er
þær leita til „forsjónar“ bæjarins.
Þenna smánarblett þarf að þvo
iaf bænum. 19. jan.
V. S. V.
Aflaverðhluti sjómanna
á línuveiðurum. .
FB., 27. jan.
Verðlagsnefnd sjómanna og
línuveiðaraeigenda, sem skipuð er
samkvæmt samningi Sjómannafé-
lags Reykjavíkur og Sjómanna-
félags Hafnarfjarðar við linu-
skipaeigendur, tilkynnir: Frá
og með 1. janúar til 5. febrúar að
kveldi ber að reikna aflaverð-
hluta sjómanna á línuveiðurum
með neðanskráðu verðlagi:
Stórfiskur pr. kg. 40 aura
Smáfiskur — — 35
Meðalalýsi prima 771/2 —
—nr. 2 721/í —
—nr. 3 67i/2 —
tr focdargerð fiskifélagsdeild-
ar Anstfirðiiigafjórðnngs.
Sildareinkasalan.
Nefndin í þessu máli lagði
fram svohljóðandi tillögu:
Fjórðungsþingið skorar á Fiski-
þingið að hlutast til um við rík-
isstjómina og alþingi:
1. Síldareinkasalan fái aukið fé
til umráða, svo að hún geti greitt
sem mest út á síldina jafnóðum
og hún veiðist, helzt sem svarar
veiði- og verkunar-kostnaði, og
feeti séð fyrir nægilegum tunnu-
birgðum í öllum veiðistöðvum
-landsins.
2. Enn fremur að skorað verði
á Einkasöluna, að meðan ekki er
bygð síidarbræðslustöð fyrir Aust-
urland, þá verði Austfirðingum
veitt Týmri söltunarleyfi en hing-
að til hefir verið, og að Einka-
salan geri ítarlega tilraun um
markaðsleit, sérstaklega fynr
Austfjarðasild, og vill í því sam-
bandi benda á, hvort eigi mundi
tiltækiiegt að reyna nýjar verk-
unaraðferðir.
Tiil. samþ. með öllum atkv.
Beitusild.
Nefndin í þvi máli lagöi fram
svo hljóðandi nefndaTálit og til-
Jögur:
GREINARGERÐ.
Eins og kunnugt er, hefir
þorskveiði með línu farið mjög í
vöxt á síðari árum. Þessi veiði
hefir gefist allvel á ýmsum stöð-
um og má því búast við, að
línuútvegur minki ekki i náinni
framtíð. Þótt veiðst hafi mjóg
mikið á sum þau farartæki, er
þessa veiði stiroda, þá mun hins
vegar oft vera svo, að tekjuaf-
gangur er ekki eins mikill og bú-
ast mætti við, þegaT litið er á
hina miklu veiði. Útgjöldin eru
það mikil, að undrum sætir. Einn
af hæstu útgjaldaliðum við þessa
veiði er beitukostnaður. — Það
Jiggja ekki fyrir skýrslur um það,
hve mikið er greitt árlega fyr^r
beitu af öllum islenzkum farar-
tækjum, er þessa veiði stunda,
en með þvi að hafa til hliðsjón-
ar skipa- og báta-fjölda á öllu
landinu og það, sem vitað er uro
beitukostnaðinn í hinum einstöku
veiðistöðvum á hverjum tirna, þá
er hægt að gera sér nokkra grein
fyrir því, hverju þetta muni nema
alls. Mun tæpast ofmælt, að þessi
útvegskostnaður landsmanna nemi
hátt á aðra milljón króna eða
tveim árlega. Eins og kunnugt er,
veiðist mjög mikið af síld hér
við land. Um veiðitímann er hún
oft verðlitil. Á síðastliðnu sumri
var t. d. mikið af nýrri síld selt
fyrir 2—3 kr. hver tunna. Miklu
af síld var jafnvel mokað í sjó-
inn aftur, eftir að hún var veidd.
Samkvæmt þessu virðist rétt að
álykta, að beitusíld hér á landi
þyrfti ekki að vera dýr, jafnvel
þótt hún sé fryst og geymd nokk-
uð í frosti. En þetta er nokkuð
á annan veg. Hér á landi er
beitusíld alt af dýr, stundum
slæm og oft ekki nægar birgðii
til að fullnægja þörfinni, og hefir
eigi ósjaldan verið horfið að því
ráði að fá frosna síld frá öðruro
löndum, þegar skortur hefir verið
á henni hér.
Sama árið og þúsundum tunna
af síld er mokað í sjóinn er
þessi sama vara keypt frosin tU
beitu á 80 krónur hver tunna.
Þetta verða þrautpíndár útgerðir
að greiða og ekki nóg þar með,
heldur er gott útlit á, að vér
þurfum enn á ný að leita til ná-
grannáþjóðanna um beitusíld. —
Þegar litið er á: 1) aðstöðu vora
til að veiða síld, 2) hve mikið
vedðist af henni hér við land ár-
lega, 3) hve verð á nýveiddri
sild er yfirleitt lágt og 4) hve
frosin síld er seld háu verði, 'þá
getum vér eigi dregið aðra á-
lyktun en þá, að hér sé um slæmt
búskaparlag að ræða. Þetta verð-
ur að lagfæra. Hér er verkefni
fyrir Fiskifélag Islands. Vér leggj-
um því til, að samþyktar verði
eftirfarandi tillögur:
Fjórðungsþingið ályktar að fela
Fiskifélagi Islands að annast um
1. að rannsakað verði, hve mik-
(ð er notað af beitusíid árlega
hér á iandi.
2. að rannsakað verði og upp-
lýsingar fengnar um tilhögun og
skipulag í pessum efnum hjá ná-
grannapjóðunum, t. d. Norðmönn-
um.
8. að að pessu loknu verði gerðar
tillögur um skipulag, er bœtt gœti
úr pvi ástandi, er nú ríkir um
beilumálin.
Enn fremur felur Fjórðungs-
þingið fuiltrúum sinum að beita
sér fyrir þvi á Fiskiþingi, að haf-
ist veröi handa um þesei efni sem
allra fyrst.
Till. samþ. meö öllum atkv.
Ritetjóri og ábyrgðarmaöur:
Haraldur Guðmundsson.
Alþýðuprentsmiðjan.
1