Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 27.04.1930, Síða 1

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 27.04.1930, Síða 1
Mnfttgifa AlnýinMaftsiis Gefin út af Alþýðuflokknmm. IV. árgangur. 27. apríl 1930 16. tölublað. Aiþingl. 10/4. Fjárlögin. Þá fór fram 2. umræða fjárlaga og voru þau afgreidd í gærkveldi til 3. umræðu. Meðal breytingatillagna, er voru samþyktar, voru þær, er nú skai greina. Samkvæmt tillögu Erlings Frið- íjónssyni var ríkistjóminni heimilað aö ábyrgjast rekstrarlán íyrir Síldareinkasöluna árið 1931 ú sama hátt og áður og með sömu skilyrðum. íhaldsliðið alt tteð tölu greiddi atkvæði gegn beimildinni. Eftir tillögu fjárveitinganefndar e- d. var stjóminni heimilað að kaupa, — að fenginni reynslu —, tvær sjóbifreiðar til flutninga á Holtavörðuheiði og Fagradal. Ríkarði Jónssyni sé veittur 1500 kr. styrkur til útgáfu myndabók- ar með listaverkum hans. Styrkurinn til Stórstúkunnar var samkvæmt tillögu fjárveit- inganefndar hækkaður úr 8 þús. kr. í 10 þúsimd. Samþykt var að veita lítils- háttar styrki til sjúkrasjóða verkamannafélags Akureyrar og verkakvennafélagsins „Einingar á Akureyri. — Þá skal getið þessara lækkana og niðurskurða á fjárveitingum. sem samþyktar höfðu verið í neðri deild og þá var sagt frá hér í blaðinu. Styrkurinn til Slysavamafélags Islands veu lækkaður úr 18 þús. Ikr. í 14 þúsund og felt burtu það .ákvæði, að af honum skuli varið 8 þús. kr. tU þess að fullgera björgunarbátsveg milli Sandgerð- is og Stafness. Skáldastyrkurinn til Stefáns frá Hvitadal var lækkaður úr 2 þús- Und kr., sem neðri deild ákvað hann, í 1200 kr. I ár er hann 1000 kr. Styrkurinn til Jóns Kristjáns- •sonar nuddlæknis, gegn þvi að hann veitti ókeypis lækningar fjóram sinnum í mánuði, og byggingarstyrkur til HallgrímB- kirkju í Saurbæ voru báðir feldir niður úr fmmvarpinu. — Fjárveitinganefndin eða réttara 8agt meiri hluti hennar hafði lagt til, að utanfararstyrkur til Helga Tryggvasonar hraðritara, til þess að kynna sér hraðritunar- kenslu og skólamál, yrði feldur niður; en þegar til atkvæða kom greiddi enginn atkvæði með til- lögunni, og var hún feld með 11 samhljóða atkvæðum (en 14 þingmenn em í deildinni). Mun það vera einsdæmi um tillögu frá fjárveitinganefnd. 11/4. Lög. Vigtun síldctr. Frv. Erlings Friðjónssonar um viktun síldar var lögtekið í gær (í e. d.). Eru lögin eins og frv. var afgreitt frá neðri deild. Öll sild, sem seld er bræðsluverk- smiðjum til vinslu, skal vegin ef seljandi óskar þess. Mæliker skal rúma 135 kg. af sild og telst það verðeining. Frœdslumálastjórn. Einnig var frv. um fræðslu- málastjórn afgreitt sem lög (í n. d.). Þeir barnakennarar, sem til þess þykja hæfastir, skulu skip- aðir kensluprófastar til 5 ára í senn, og hafi þeir eftirlit með barnakenslu hver í sínu umdæmi. Skulu þeir koma þar í hvert skólahérað a. m. k. einu sinni á ári, á þeim tíma, sem kensla fer fram, kynna sér fræðsluástandið og veita leiðbeiningar. Þeir skulu senda skólanefnd og fræðslu- málastjóra árlega skýrslu um á- standið. Fræðslumálastjóri skal árlega gefa út yfirlitsskýrslu um alt skólahald í landinu. — Auk skólaráðs barnaskólanna skal vera skólaráð fyrii' héraðsskóla og gagnfræðaskóla landsins. Auk fræðslumálastjóra skal vera í því maður, er félag héraðsskólakenn- ara kýs, og annar kosinn af föst- um kennurum gagnfræðaskóla í kaupstöðum. Hvortveggju þessi lög öðlast gildi þegar við staðfestingu þeirra. Nedri deild. Einkasala á tóbaki. Frv. um einkasölu ríkisins á tó- baki var afgreitt til efri deildar gegn atkvæðum ihaldsmanna og Ben. Sv. Gagnfrœðaskólar. Frumv. um gagnfræðaskóla í kaupstöðum var afgreitt til 3. um- ræðu. I frv. var upphaflega það ákvæði, að stjórninni skuli heimilt j að taka lán til þess að greiða rikishluta byggingarkostnaðar gagnfræðaskóla í sveitum, eftir því, sem þörf krefur og árlegar fjárveitingar hrökkva ekki til. Er það nauðsynlegt til þess að skólabyggingarnar þurfi ekki að dragast vegna þess, að á tillagi ríkisins standi. Þessi heimild var feld úr frv. í efri deild, en nú setti neðri deild hana inn aftur. Pétur Ott. einn var á móti því og Einar á Geldingalæk greiddi ekki atkvæði við nafnakall. „Sóknargjöld“ utankirkjumanna. Frv. um að leysa utankirkju- menn undan þeirri kvöð að gjalda „sóknargjald“ til háskólans kom til 2. umræðu í gær. Lauk henni þannig, að frv. var felt með 14 atkv. gegn 7. „Ellistyrktar“-sjóösfrumv. svo nefiida fór til 2. umræðu (í síð- ari deild) og til fjárhagsnefndar. Ejri deild. Þar var frv. um einkasölu á út- varpstœkjum afgreitt til 2. um- ræðu (í síðari deild) og til fjár- hagsnefndar. 1 annan stað var frv. um fram- lengingu verðíollsins vísað nefnd- arlaust til 2. umræðu (einnig í síðari deild). 19/4- Þingsáhjktun um lœkkun vaxta. I gær gerði neðri deild alþing- is svofelda þingsályktun. Neðri deild alþingis ályktar að skora á stjórnina að Roma því til leiðar, að vextir bankanna og annara lánsstofnana verði lækk- aðir hið bráðasta. Lög. Skráning skfpa. Tvenn lög vom afgreidd í gær (í n. d.). önnur em um skrán- ingu skipa. Skráningin verði eft- irleiðis framkvæmd i skrifstofu skipaskoðunarstjóra, en hingað til hefir hún farið fram í fjármála- ráðuneytinu og verið að miklu leyti ígripa- og auka-vinna. Breytingin er gerð til þess, að skráningin komist í viðunandi horf. — Lögin öðlast gildi 1. júli n. k. ' Laun Ijósmœdra. Hin lögin, er afgreidd voru í gær, em um laun ljósmæðra. Var frv. stjómarinnar samþykt ó- breytt. Samkvæmt því verða launin frá næstu áramótum þann- ig: 1 umdæmum, þar sem íbúar em 300 eöa færri, 300 kr. byrj- unarlaun. Þar, sem íbúarnir em fleiri, hækki launin um 10 kr. fyrir hverja 50 menn, sem em fram yfir 300. í kaupstöðum, þar sem ljósmæður eru tvær eða fleiri, skal deila íbúatölunni jafnt milli þeirra-og reikna launin þar eftir, en byrjimarlaunin mega þó aldrei fara fram úr 1000 kr. á ári. Laun ljósmóður hækki um 50 kr. eftir 5 ár og um aðrar 50 eftir önnur 5 ár. Á launin sé greidd dýrtíðamppbót eftir sömu reglum og gilda um starfsmenn ríkisins. Sé hún greidd- af sömu aðiljum og launin. — Lengra varð ekki um þokað til hækk- imar launanna. Sameinað ping. Forsætisráðherra flytur þings- ályktunartillögu í sameinuðu þingi, um að þingið veiti sam- þykki sitt til þess, að fundum alpingis verði frestad frá siðari hluta þ. m. til 26. júní. (Þing- vallaþinghald á þúsund ára af- mæli alþingis.) Nedri deild. Midunarvitar. í gær var skotið á fundi í sameinuðu þingi og ákveðin ein umræða um þingsályktunartillögu Alþýðuflokksfulltrúanna um nijfg kjördœmaskipun og ein umræða um tillögu þá, er nú var sagt frá. Sjávarútvegsnefnd n. d. flytur þingsályktunartillögu um að skora á stjómina að láta fara fram rannsókn á því, hvar hent- ugast sé að setja upp miðunar- vita á ströndum landsins og um stærð vitanna og að undirbúa byggingar þeirra og ljósvita, þar sem þá vantar, „svo sem fært þykir og vitagjald hrekkur til meðan á byggingu stendur". Seg- ir svo í greinargerð fyrir tillög- unni: „Á síðari árum hefir mjög fjölgað miðunarvitum hjá grann- þjóðum vorum, einkum með ströndum Norðursjávarins, og virðast þeir veita sjófarendum miklu meira öryggi í vetrarhríð- um en nokkur önnur bjargarráð- stöfun, sem enn er fundin. Sama má segja um þá litlu reynslu, sem hér er fengin um miðanir frá Dyrhólavita og loftskeyta- stöðvum til samanburðar. Ber farmönnum saman um það, að þau. fást nú bezt.“ Um tillöguna var ákveðin ein umræða. miðunin sé yfirleitt nákvæm og tækin nær óyggjandi, eins og Fjáraukalög fyrir árin 1928 og

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.