Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 27.04.1930, Qupperneq 5

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 27.04.1930, Qupperneq 5
VIKUÚTGÁFA ALÞÝÐUFLOKKSINS Sfldareínkasalai og skammirnar nm Ásgeir og Lindal. Varlá getur hjá því farið, að ýmsum kunnugum mönnum renni til rifja árásir íhaldsblaðanna og sumra íhaldsþingmanna á þá Ás- geir Pétursson og Bjöm Lindal, sem nú skipa sæti í útflutnings- nefnd Síldareinkasölu Islandr fyrir hönd íhaldsins. Þessi mál- gögn íhaldsins geta þó tæplega verið svo skini skroppin, að þau geri sér ekki grein fyrir því, að jafn-miklir athafnamenn og þeir Ásgeir og Bjöm hafa verið á síðustu áratugum i síldarútvegin- um, muni leggja ýmislegt það til málannaiútflutningsnefnd Einka- sölunnar, sem tillit sé tekið til. Skammir íhaldsmanna um Einka- söluna em því um leið skammir um Ásgeir og Líndal. Það er nú kunnugt orðið, að t. d. reglugerð um flokkun sild- arinnar var samln af Bimi Lin- dal og Ásgeir Pétursson hafði ekkert út á það að setja þó í þessari reglugerð væri ákveðið, að ekki skyldi sú síld talin fyrsta flokks síld að stærð, sem var undir 270 st. í 90 kg. tunnu, þó reynslan sannaði það afdráttar- laust, að svo stór síld veiðist ekki nema í einstaka tilfelli. Þekking þessara tveggja reyndu manna i, sildarútveginum náði ekki lengra en það, að hvorugur vissi hvað sú síld var stór, sem þeir höfðu haft til sölu annar um 20 ára, en hinn um 30 ára skeið. Fyrsta verk Utflutnings- nefnda árið 1929 var að samræma reglugerð um flokkun síldarinn- ar við stærð síldarinnar eins og hún hafði reynst árið áður. Hefði það ekki verið gert, hefði öll sú síld, sem veiddist sumarið 1929, verið fyrir fram dæmd ann- ars flokks vara með ákvæði, sem Björn Lindal af þekkingarleysi hafði sett inn í reglugerð um flokkuu síldarinnar. Þá hefir íhaldsmálgögnunum orðið skrafdrjúgt um vöntun á tunnum hjá Einkasölunni síðast liðið ár. Ekki er kunnugt um, að þeir Björn Lindal eða Ásgeir Pét- ursson hafi verið öðrum fram- sýnni um útvegun á tunnum' í tæka tíð, eða að þeir aðvöruðu framkvæmdarstjóra Einkasölunn- ar um það, að allri söltun á sild yrði að vera lokið fyrir fyrsta september, því eftir þann tíma myndi engin síld veiðast. Svo fjarri er, að þessir menn reyndust öðrum spakari í þessum efnum, að báðir sýndu þeir í breytni sinni, að hvarf síldarinnai' frá Norðurlandi í ágústlokin í fyrra kom engu síður flatt upp á þá en aðra menn. Báðir þessir menn ráða yfÍT allstórum frystihúsum, sem átti að fylla af síld áður en veiði brigðist. Eftir kröfu 1- haldsmálgagnanna hefðu þessir menn átt að vera búnir að fylla íshúsin áður en veiðin brást. Slíkt var sönnu nær en að moka síld- inni í sjóinn eins og málgögn segja að gert hafi verið. En langt er frá, að þessir menn hefðu fyr- irhyggju til slíks. Annar þeirra 1 fékk að eins tíunda hlutann af því, sem hann ætlaði sér að taka í íshús sitt, en hinn sýndi nokkru meiri fyrirhyggju og var þvi kominn lengra með að ná þvi af síld, sem hann vildi fá í sitt ishús. Ekki er svo að skilja, að þeir Ásgeir og Líndal væru einu mennirnir, sem flöskuðu á því að taka ekki síldina inn í ishúsin meðan hún gekk upp í lands- steina. Þetta var algeng yfirsjón. T. d. ætlaði ráðinn og roskinn út- gerðarmaður að frysta handa sér 200 tn. af síld, en gætti þess ekki i tíma og varð því af síldinni. Eitt frystihús vantaði 1500 tn. af þeirri síld, sem það vildi fá til frystingar, þó tilfinnanlegust væri vöntun síldarinnar hjá Líndal, sem mun hafa ætlað sér að taka 5 þúsund tunnum meira til fryst- ingar en raun varð á. Nokkur sænsk firmu höfðu gert samning við Einkasöluna um kryddsíld. Lögðu sum þeirra til tunnur og krydd og höfðú um- boðsmenn, sem segja áttu til um hvenær síldina ætti að krydda. 1 veiðilokin stóðu þessir umboðs- menn Svíanna uppi með meira og minna af tómum tunnum, af þvi þeim þótti ekki síldin nægilega góð til kryddunar framan af sumrinu. Þó Sviar séu kunnugri síldargöngum hér við land en Islendingar sjálfir, þá kom þeim jafnt á óvart eins og öðrum, að veiði síldarinnar brigðist jafn snemma og raun varð á í fyrra. Skraf íhaldsmálgagnanna um að EinkasalaJi' hafi orðið að greiða Svíum miklar skaðabætur fyrir vanefnda samninga er meiri og minni hugarburður, eins og geta má nærri, þegar þeir réðu því sjálfir flestir þeirra, hvenær sild- in var tekin til kryddunar, og næg síld hafði verið boðin fram, en þeir vildu bíða seinni tíma. Þegar þess er gætt, að meir en helmingur þeirrar . síldar, sem söltuð var 1928, var veidd eftir ágústlok, þarf engan að undra, þó bæði Svíar og aðrir gerðu ráð fyrir því, að veiði myndi haldast fram eftir haustinu 1929 eins og venja var til. Einnig haföi sú síld, sem veiddist eftir septem- berbyrjun 1928 reynst bæði feit- ari og vænni en fyrri hluta veiði- tímans. Ástæða var þyí til að fara gætilega í að salta þá síld, sem veiddis.t fyiri hluta venjulegs veiðitíma- Enda reyndist síl-din 1929 bæði smá og misjöfn o? ekki laus við grænátu, svo óhætt er að fullyrða, að hún hefði ekki selst fyrir sæmilegt verð nema af því að lítið veiddist af henni til söltunar. Kunnugir menn síldar- markaði álita, að í hæsta lagi hefði mátt salta 20 þúsund tn. meira af þeirri síld, sem veidd- ist i fyrra, ef hætta hefði ekki átt að verða á því, að síldarverð- ið lækkaði mikið, eða síldin jafn- vel gengi ekki út vegna þess, hvað hún var slæm vara. I ummælum, sem höfð eru eft- ir Jóh. Jósefssyni í eldhússdags- umræðum og birt eru í Morgun- blaðinu 29. marz s. 1., telur þessi þingmaður, að ekki hafi verið kryddað nema 17 þús. tunnur síldar s. 1. ár af Einkasölunni. Eins og nærri má geta er þetta ekkert annað en þvættingur hjá þessum þingmanni, ef rétt er eft- ir honum haft. Hann getur ekkert um það vitað, hvað Einkasalan hefir kryddað mikið siðast liðið ár, því engar skýrslur eru komn- ar út um það enn. Og hið sama er að segja um ummæli hans um kryddun Norðmanna, sem hann segir hafa verið 40 þús. tunnur. Krydduð, sykursöltuð og hreins- uð síld, sem ætið er talin einu nafni kryddsíld, mun hafa verið upp undir 30 þús. tunnur hjá Einkasölunni síðast liðið ár. Það sem Norðmenn hafa selt til Svi- þjóðar síðast Iiðið ár, af þannig verkaðri síld, mun hafa verið um 20 þús. tunnur. Er það ekki að undra þó kryddverkun Einkasöl- unnar yrði minni í fyrra en árið á undan, fyrst söltun síldarinnar yfirleitt varð mikið minni en árið 1928. Enda er bent á hér að fram- an, hver ástæðan var fyrir þvi, að svo lítið var kryddað. Svíarn- ir, sem kryddsíldina keyptu, biðu eftir því, að síldin yrði betri en hún var framan af sumrinu og mistu svo sildarinnar þegar veið- in brást. Þó Jóh. úr Eyjum skammi Svía fyrir þeirra yfir- sjónir í síldarmálum, munu þeir telja sig vaxna upp úr þvi að leggja eyrun við slíku. Það er ekki ósjaldan, aö mál- gögn íhaldsins g.ripi til þess ó- yndisúrræðis að líkja saman á- standinu eins og það var áður en Einkasalan tók til starfa, og eins og það er nú. Bjöm Líndal hefir að sönnu í „Morgunblaðinu“ i fyrra vetur gefið þeim, sem minna vissu en hann um hörm- ungarástand síldarútvegsins, lýs- ingu af því fram að 1928, að Einkasalan var stofnuð. En þessi málgögn íhaldsins hafa ekki einu sinni vit á því að taka til greina umsögn sér vitrari manna úr þeirra eigin hópi, og því er ekki annars að vænta, en að það sem þau segja um síldarútveginn, sé tómt rugl, bygt á hinni mestu fá- fræði, enda leynir það sér ekki, að jafnvel þingmenn ihaldsflokks- ins geta ekki farið með auðveld- ar og óbrotnar tölur, sem snerÞ - 5 síldarútveg landsmanna án þess að verða að athlægi. Ljósasta sönnunin fyrir þessu er saman- burður Jóh. Jósefssonar á árinu 1927 og 1928, þegar hann i þing- ræðu er að færa sönnur á það, að Einkasalan hafi valdið síldar- útveginum skaða. Hann sigir, að fyrir síldina 1927 hafi fengist alls 5V2 milljón króna, en það fékst líka fyrir sildina 1928 51/2 milljón kr., og það þó að út væri flutt 55 þúsund tunnum minna af síld 1928 heldur en 1927. Gróði sild- areigenda fyrsta ár Síldareinka- } sölunnar er því sá, að þeir spara sér algerlega útflutning á 55 þús- und tunnum síldar og fá þó jafn- mikið verð fyrir síldina í heild eins og árið áður. Þessi hagnaður nemur rúmlega einni milljón og 200 púsundum kr. reiknað méð meðalverði á sildartunnu árið 1927. Það litur út fyrir að fallið hafi úr hjá „Morgunblaöinu" að skýra frá ummælum Jóh. Jósefssonar um Austfjarðasíldina, sem leiddu það af sér, að bent var á skemdu síldina hjá Líndal síðast liðið sxunar. Bent hefir verið á það hér að framan: 1. ) Að þekking Björns Líndals á stærð sildarinnar er ekki medri en það, að hann er valdur að á- kvæði í reglugerð um flokkun síldarinnar, sem veldur því að næstum öll síldin, sem veiðist við Norðurland, er fyrir fram dæmd annars flokks vara og að Ásgeir Pétursson er þessu sam- þykkur. 2. ) Að þeir Ásgeir og Líndal aðvara ekki framkvæmdarstjóra Einkasölunnar um, að sildin geti brugðist í lok ágústmánaðar og því þurfi að hraða innflutningi á tunnum meir en venja sé til. 3. ) Að Líndal og Ásgeir standa uppi með frystihús sín hálftóm og næstum altóm þegar sildveiði þrýtur, svo sýnilegt er, að þeir sjá ekki betur en aðrir fyrir veiðibrestinn. 4. ) Að Birni Líndal mistekst svo herfilega að verka síld að skaði Einkasölunnar af því nemur 25 þús. kr. Þó á þetta hafi verið bent eru ummæli þau, sem Morgunblaðið hefir eftir Jóh. Jósefssyni: „Að valið á mönnum í framkvæmda- stjórn Einkasölunnar hafi verið gengið á snið við alla sérþekk- ingu,“ algerlega ómakleg. Það er viðurkent af öllum, sem til þekkja, að Ásgeir og Líndal eru langfærustu mennimir, sem í- haldið hefir á að skipa í stjóm Síldareinkasölunnar vegna sér- þekkingar þeirra á síldarútvegin- um. E. F.

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.