Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 27.04.1930, Síða 8

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 27.04.1930, Síða 8
8 VIKUÚTGÁFA ALÞÝÐUFLOKKSINS Réttmæt kjðrdæmaskipun. Krata Alþýðnflokkisins. ---- 12/ Alpýðuflokkurinn krefst rétt- - látrar kjördæmaskipunar. Það á ekki að fara eftir því, hvar á landinu menn eiga heima, hve miklu þeir geta hver um sig ráð- ið með atkvæði sínu um skipun alþingis. Þvi að eins er stjóm- arfarslegt jafnrétti i landinu, að kosningarrétturinn sé jafn í hverju bygðarlagi sem er; en eins og kunnugt er skortiT mjög mikið á að svo sé. Fyrir því flytja þeir Héðinn Valdimarsson, Haraldui Guð- mundsson og Sigurjón Á. Ólafs- son svohljóðandi tillögu til þings- ályktunar 1 sameinuðu alþingi um undirbúning nýrrar kjör- dæmaskipunar: Alþingi felur ríkisstjórninni að undirbúa fyrir næsta þing breyt- ingar á kjördæmaskipuninni, er tryggi kjósendtim jafnan rétt til áhrifa á skipun alþingis, hvar sem þeir búa á landinu. Alþýðutrygglngar. Tillaga Alpýðnflokksins sampykt á alpingi. Alþingi hefir gert svohljóðandi ályktun samkvæmt tillögu Al- þýðuflokksf ulltrúanria: Alþingi skorar á ríkisstjórnina að skipa þriggja manna milli- þinganefnd til þess að und.irbúa og semja frumvarp til laga um alþýðutryggingar, er ná yfir sjúkra-, elli-, örorku-, slysa- og mæðra- eða framfærslu-trygging- ar. Nefnd þessi skal jafnframt gera tillögur um ráðstafanir af hálfu ríkis og bæjarfélaga til varnar gegn atvinnuleysi, og hvort veita skuli stofnun þeirri, er verður látin annast alþýðu- tryggingamar, einkarétt til þess að taka að sér liftryggingar hér á landi. Nefndin skal hafa lokið störf- um fyrir næsta reglulegt alþingi, og skal leggja frv. hennar og tillögur fyrir það. Sk^ttamálabandalag ihalds og Framsóbnar Þegar tekju- og eignar-skatts- fnunvarpið, sem fulltrúar „Fram- sóknar“ og íhalds, Halldór Ste- fánsson og Magnús Guðmunds- son, flytja í smeiningu eftir ósk fjármálaráðherra „Framsóknar“- stjórnarinnar, var til 2. umræðu í þinginu, spurði Héðinn Valdi- marsson, hvort „Framsóknar"- flokkurinn stæði aö skattafrum- vörpum þeirra ásamt ihaldsmönn- um og það sé þá orðin stefna „Framsóknar“-flokksins eins og í- haldsins, að hækka tollana og berjast gegn því, að þeim sé að einhverju leyti breytt í beina skatta. — Svarið kom við at- kvæðagreiðsluna. Allir „Fram- sóknar"- og íhalds-menn, sem við- staddir voru, greiddu atkvæði með frumvarpinu, þótt fyrir þing- inu liggi annað frv. um tekju- og eignar-skatt, þar sem skatt- nrinn er hækkaður af hátekjum Og eignum, til þess að tollarnir verði lækkaðir að sama skapi, — frumvörp Haralds Guðmunds- sonar. Haraldur benti á, að þegar deilt er um það á alþingi, hvort hækka skuli beina skatta á hátekju- og eigna-mönnum, til þess að létta tollaþungann á alþýöunni, þá kemur fram fáséð plagg, nefnd- arálit frá íhalds- og „Framsókn- ar“-mönnum í fjárhagsnefnd, þar sem þeir gera bandalag, sem eng- inn þeirra er ánægður með, þrir skrifa undir með fyrirvara og sá fjórði, flutningsmaðurinn sjálfur (H. Stef.), skýrir frá í þingræðu, að hann sé heldur ekki ánægður með. Á þenna hátt bræða þeir saman tillögur sínar, til þess samt sem áður að halda hátoliunum við, láta alþýðuna borga af hverj- um bita og sopa, en varna því, að skattgreiðsla hátekjumanna sé aukin, — þótt fyrirvararnir sýni, að ekki hefir sambræðslan verið vafningalaus. Sig^firðingum neltað um að velja sér bæjar- stjóra. Alþingi hefir neitað Siglfirðing- um um að veita þeim þau sjálf- sögðu réttindi, aö þeir megi velja sér bæjarstjóra. „Framsóknar"- menn og íhaldsmenn sameinuð- ust um að neita þeim um þenna sama rétt og ailir aðrir kaup- staðir á landinu hafa fengið, að undanteknum Neskaupstað. Þrír af kaupstöðunum fengu réttinn tii að velja sér bæjarstjóra um leið og þeir öðluðust kaupstaðarrétt- indi. Það lítur líka út eins og fjarstæða, að kaupstaðarbúar fái ekki að setja sér bæjarstjóra, sem þeir launa sjálfir, ef meiri hluti þeirra óskar þess. En Siglfirð- ingum er neitað um það engu að síðbr. Skýringin á þessaxi einkenni- Iegu neitun um svo sjálfsagðan rétt er óefað sú, að jafnaðarmenn Níja sirandferðaskipið- Framkvæmdarstjóri ríkisskip- anna, Pálmi Loftsson, kom með „Gullfossi“ frá útlöndum nú í vikunni. I þeirri ferð keypti hann skip fyrir rikissjóð, sem ætlað er til strandferða ásamt „Esju“. Blað- ið fékk hjá Pálma eftirfarandi upplýsingar um þetta nýja skip: Skipið er keypt í Sviþjóð af félaginu „Svenske Lloyd“ í Gautaborg fyrir kr. 112,500,00 sænskar og afhendist í lok þessa mánaðar „fullklassað". Skipið get- ur flutt um 700 smálesta þunga. Farrými eru tvö. Á 1. farrými er rúm fyrir 28 farþega og á 3. farrými 10. Kælirúm verður sett í skipið, 3000 teningsfet að rúm- máli. Loftskeytatæki og ýmislegt fleira, sem farþegaskip okkar hafa til öryggis siglingum. í skip- inu er millumþilfar, sem er til makilla þæginda, og þá sérstak- lega fyrir skepnuflutning. En það hefir Esja ekki. Ganghraðinn er um 101/2—11 mílur á vöku, og kolaeyðslan þá 9Va smál. á sólar- hring. Skipið er bygt 1895 og hefir því verið sérlega vel við haldið. Það hefirum alllangt skeiö verið í förum milli Gautaborgar og Newcastle. En þykir nú of lítið til þeirra ferða. Hér hjá okk- ur mun þessu skipi sérstaklega ætlað að flytja vörur á þær hafn- ir, er millilandaskipin koma sjald- an eða ails ekki á, um leið og það að sjálfsögðu flytur á hverja þá höfn, sem flutningur býðst til. Hingað komið mun skipið/' kosta um 200 pús. ísl. krónur — fullkomlega útbúið til ferða hér við land. Skipstjóri verður Ingvar Kjaran, yfirstýii- maður á „Esju“. Mun hann fara utan innan fárra dága ásamt skipshöfn til þess aö sækja skip- ið. Nafn þess er ekki ákveðið, en áður hét það „Cimbria“. eru í meiri hluta. í bæjarstjórn Siglufjarðar. Ef Siglfirðingum er leyft að greiða atkvæði um, hvort bæjarstjóri skuli valinn, og meiri hlutinn samþykkir það, þá geta jafnaðarmenn i bæjarstjórninni ráðið, hver verður bæjarstjóri. Þetta vilja „Framsóknar“-menn og íhaldsmenn á alþingi fyrir hvern mun koma í veg fyrir. Þá vilja þeir heldur hlaða störfun- um á bæjarfógetann, sem hefir nóg að starfa fyrir ríkið. Og svo sameinast bæði íhöldin um að neita Siglfirðingum um sjálfsögð réttindi, heldm1 en að jafnaðar- mannabæjarstjórn fái að velja bæjarstjóra. Fegurðbvenna er penineavirði. Stúlka ein í Paris, sem er málafærslumaður, varð fyrir bif- reið og hlaut af ýms meiðsli, þar á meðal stórt sár á kinn. Kom af því 11/3 þuml. langt ör er það gréri. Þar eð ógætilegum akstri varð um kent, lögsótti stúlkan bifreiðarstjórann til skaðabóta og krafðist að fá 38 þús. kr. fyrir fegurðarspjöll; sektir vegna óþæginda af að fara úr liði um öklann og fleiri meiðsli, er hún hlaut, lét hún niður falla. Sagði hún að örið á kinninni óprýddi sig, svo að það fældi frá sér viðskiftavini, a\ib þess sem hún hefði sjálf skap- raun af því í hvert skifti er hún liti í spegil. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu, að fegurð kvenna væri eign, sem væri pen- inga virði, og óheimilt væri að ræna hana með ógætilegum akstri. Hins vegar þótti réttinum krafan of há, en mat tjón stúlk- unnar 8500 krónur, sem kemur á ábyrgðarfélagið að borga, þvf bifreiðarstjórinn var blankur. Síaka. Vorið blakar blítt við kinn, blómin taka að gróa. Hérna bak við bæínn minn blessuð kvakar lóa. S. S. Barnaskóla, 8. bekk A. Ritstjóri og ábyrgðarmaðuri Haraldur Guðmundsson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.