Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 25.03.1931, Side 2

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 25.03.1931, Side 2
2 VIKUOTGÁFA AiÞÝÐUBLAÐSfNS UtfðitnlopF á nýlum fiski. Ríklsstodð samvinna. Það er öllum hugsandi möm'.- um ljóst, aö hið mesta óvit væn að ætla iengur að treysta nær eingöngu á saltfisksmarkaðinn á Spáni til þess að bera uppi fisk- veiðar tslendinga. Hann hefir brugðist hrapallega þrátt fyrir Spánarsamninginn og öll áfengis- kaupin. Saltfisksmarkaðurinn er bundinn við fá lönd og fjarlæg, og margir ætla, að eftirspurn eftir saltfiski muni heldur minka en aukast eftir því, sem tímar líða. Svo sem aðferðum og áhöldum til að varðveita og flytja fiskinn ó- skemdann fleygir frarn og sam- göngur verða örari eykst neyzla nýs fiskjar stórlega, og er mjög að vonum að rþað dragi úr salt- fiskSsölunni. Nú flytur Haraldíur Guðmunds- son frumvarp á alþingi til að styðja að útflutningi á nýjum fisk-i. Samkvæmt því er ætlast til, að rikisstjórnin kaupi eða leigi nokkur skip til þess að koma á og halda uppi reglubundnum hraðferðum til útlanda með kæld- an eða isvarinn fisk frá þeim stöðum á landinu, þar sem sjó- menn og útvegsmenn koma á með sér samvinnufélagsskap um út- flutning hans og sölu. Fé það, sem þarf til skipakaupa og ann- ara nauðsynlegra framkvæmda ríkisins í þessu skyni, sé stjórn- inni heimilt að taka að láni. —- Skipaútgerð ríkisins sjái um út- gerð flutningaskipanna og hafi framkvæmdarstjórn þeirra á höndum. í frumvarpinu er lagt til, „að ríkisstjórnin hafi á hendi fram- kvæmdir bæði um það að koma flutningum í skipulegt horf og sjá um sölu og móttöku fiskjarins meöan félög útflytjendanna hafa eigi myndaö með sér svo öflugt sambands að það geti tekið þetta að sér. Er gert ráð fyrir, að fyrst og fremst sé reynt að hjálpa hin- um smærri útvegsmönnum og fiiskimönnum og að þeir myndi með sér samvinnufélagsskap í þfvl skyni að geta notfært sér flutn- inga þessa. Togaraeigendur og línúveiðagufuskipa ráða yfir haf- færum skipum og nægu fisk- magni til þess að gera tilraunir þessar sjálfir, en smáútvegsmönn- um og fiskimönnum er Jiað með öllu ókleift. Bátafiskur, þar sem aflinn er fjölbreyttur, ýsa, stein- bítur, koli o. s. frv., er og einkar hentugur til útflutnings í is. Væri það hipn mesti búhnykkur, ef únt væri með þessu móti að fá gott verð fyrir „ruslfiskinn“, sem jafn- an er næsta verðlítill upp út salti.“ Til þess að unt sé að konia flutningum þessum í sæmilegt horf, verða að vera ti.1 í fiskveiði- bygðunum, sem fiskurinn verður I fluttur út frá, kælihús, sem hægt sé að geyma hann í. Til þess að greiða fyrir því, að þau verði reist sem fyrst og viðast, er svo ákveðið í frumvarpinu, að kæli- hús, sem fiskútflutnings-sam- vinnufélag reisir, þar sem skortur er á slíku húsi, skuli ganga fyrir um stofnlán úr Fiskveiðasjóði ís- lands og ‘enn fremúr, að ríkis- ábyrgð sé beimiluð fyrir lánurn til bygginga þeirra, er nemi alt að helmingi stofnkostnaðar, enda séu lánin trygð með 2. veðrétti, næst á eftir veði Fiskiveiðasjóðs- ins, og megi veðlán þessi til sam- ans nema alt að 90°/o af stofn- kostnaði frystihúss. Kostnaði við útflutning fiskjar- ins og sölu skal jafnað niðureftir fiskmagni og verði og skuíu reikningsskil gerð fyrir hverjum fiskfarmi sérstaklega að lokinni sölu. Skal þá fiskeigendum greitt andvirðið að frádregnum kostnaði og 2o/o af söluverðinu. Þá 2o/o skal leggja í sjóð til þess að mæta halla, er verða kann á flutningunum. í greinargerð frumvarpsins er bent á, að tilraunir, sem gerðar hafa verið i vetur um útflutning á ísvörðum bátafiski til Englands, heppnuðust yfirleitt vel og að þær benda ótvírætt til þess,. að sjálfsagt sé að halda slíkum út- flutningi áfram, en skipuleggja hann betur en verið hefir. Kostn- aðúr við að leigja misjafnlega hentug skip eina og eina ferð frá einum einasta stað hlýtur jafnan að verða gífurlegur. Skipulagður flutningur frá fiskveiðistöðvum víðs vegar um land verður hins vegar miklum mun ódýrari að tiltölu. Þá bendir H. G. á það, að nú kvarta skipafélög mjög undan flutningaleysi. Ætti ríkinu þvi að vera auðvelt að fá hentug skip á leigu með góðuin kjörum, ef ekki er þegar ráðist í að kaupa skip til flutninganna. „Þótt ekki væru leigð nema þrjú skip til að byrja með, væri að því nokkur bót, og inætti svo, ef sæmilega lánast, fjölga þeim, eftir því sem þörf krefur. Sjálfsagt væri og að gera tilraunir með að flytja út isvarða síld nú í sumar.“ Til þess að sýna enn betur hvert framfaramál hér er um að ræða skal hér enn birtur kafli úr greinargerðdnni: „Reynslan hefir sýnt, að sá fiskur er jafnan verðmeiri, sem seldur er neytendum nýr eða ís- varinn, en hinn, sem er saltaður. Meðalverð fyrir hvert kg. af fisk- afla Englendinga hefir t. d. und- anfarið verið liðlega þrefalt hærra en meðalverð fyrir kg. af íslenzkum afla, óg meðalverðið í ýmsum löndum. Mið-EvTópu er margfalt hærra. Séu athugaðar yfirlitsskýrslur um meðalverð á fiskafla Norðurálfuþjóðanna, sést, að við fslendingar erum þar neðstir á blaði, þótt við hins veg- ar skörum fram úr þeim öllum hvað aflabrögð snertir. En af- koma sjávarútvegsins verður jafnan harla óviss, meðan svo að segja eingöngu er lagt kapp á það að rífa upp sem mestan afla, — stundum fyrirhyggjulítið og án tillits til kostnaðar, taps á skipum, veiðarfærum og jafnvel mannslífum, — en minni eða lítil. áherzla lögð á hitt, að gera afl- ann að fjplbreyttri og verðmætri vöru, sem á vísa kaupendur sem allra víðast.“ Á laugardaginn hófust umræð- ur á alþingi um frumvarp Har- alds Guðmundssonar um ríkis- studda samvinnu um útflutning á nýjum fiski, sem skýrt er frá hér að framian. H. G. benti á, hve mjög slíkur útflutningur myndi verða báta- fiskimönnum til gagns. Þegar í öndverðu myndi það þrent vinn- ast, að stórum betra verð fengist fyrir þann fisk, sem minst verð er á söltuðum, ýsu, steinbít, kola o. f 1., að fiskimenn og bátaútvegs- menn fengju andvirðið greitt þeg- Stokkhólmi, 20. marz. U. P. FB. Jafnaðannenn hafa unnið 6 ný sæti í bæjarstjórnarkosniugum í Stokkhólmi, og hafa nú algerðan meiri hluta atkvæða í borgar- stjóminni, eða 52 sæti af 100. Fyrirspnrn svarað. í bLaði einu er kom út hér í bænum i dag, er eftirfarandi fyr- irspum: „Er það satt, að sjómenn á línubátum hafi, þegar stöðvunin var búin að‘ vera nokkuð lengi, farið fram á það, að fá styrk úr verkfallssjóði, sem átti að vera 40 þús. krónur í reiðupeningum, en þá hafi það reynst svo, að í sjóðnum hafi ekki verið til í handbæru fé nema 4 þús. kr„ en .36 þús. hefi verið lánaðhr Al- ])ýðubrauðperðinni, og því hafi „forystumennirnir" lagt það til • við „skjólstæðinga" sína, að þeir skyldu falla frá kröfum sínum?“ Án þess að við teljum okkur skylt að svara nefndu blaði, þá þykir olíkur rétt sjómannanna vegna að taka fram eftirfarandi. í fyrsta lagi sótti ekki einn einasti sjómaður um styrk úr ll.-maí- sjóði, sem er hið rétta nafn á umræddum sjóði. I öðru la'gi átti nefndur sjóður talsvert hærri upphæð í handbæru fé í Lands- Ólafur landhelgi um Ó!af skin- helgi. Margir héldu, að Ólafur landhelgi hefði skrifað greinina, 'sem kont í Morgunblaðinu nýlega um Ólaf skinhelgi, en þetta mun vera alveg rangt. Greinin er að sumra áliti eftir Árna þann, er ekki fann Ameríku forðum. Aðr- ir segja að hún sé eftir Sigurð hjálparkjaft, er sóttur var vestur á Fjörðu af því útgefendur Morg- unblaðsins fengu enga hér syðra til þess að skrifa nógu stórlygn- ar og rakalausar greinar, líkt eins og þegar blámenn voru sótt- ir forðum í aðrar heimsálfur til þess að gera það, sem aðrir feng- ust ekki til að gera. /ar í stað og í þriðja lagi myndi saltfisksverðið batna þegar létt yrði þannig á saltfisksmarkaðin- um. Síðar myndi þessi samvinna um fisksöluna óefað leiða til meira samstarfs og skipulagning- ar á bátaútveginum, m. a. vænt- anlega til sameiginlegra kaupa á nauðsynjum til bátaútgerðar, og af markaðsbótum þeim, sem Hér er stefnt að, eru miklar líkur til að leiða myndi ýmsan nýjan iðn- að í landinu, til að géra vör- una fjölbreyttari. Ihaldsmenn mistu 5 sæti, en kommúnistar 3. Jafnaðarmenn em þá í algerðum meiri hlúta i Stokkhókni, Osló og* Kaupmannahöfn. — Ihaldið ræb- ur enn í Reykjavík. bankanum en þær kr. 40 000,00, er fyrirspurnin hljóðar um, þeg- ar reikningar félagsins voru end- urskoðaðir 22. jan. þ. á. og hefir vaxið síðan, samkvæmt \dðtöku- skírteini Landsbankans og spari- sjóðsbók, er við höfum yfirfarið í dag. Rvík, 21. marz 1931. Jón Gudnason. Sig. Þorkelsson., endurskoðendur Sjómannafélags Reykjavíkur. Togari strandar. Togari strandaði nýlega á Með- allandsfjörum, austan Kúðafljóts. Togarinn er enskur og heitir „Lord Beaconsfield". Siðusta m^nnirnir komust á land íur tog- aranum kl. 9 að morgni, en tog- arinn strandaði um nótt. Varðskipið „Óðinn" var við björgunina og kom með togarann- hingað í gær. ÚtfíufiMiUsfgME* á nýiiiiSKs fiski. M 21./3. JafDaðarmannameirihlnti í StokkhMmi.

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.