Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 26.05.1931, Blaðsíða 2

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 26.05.1931, Blaðsíða 2
2 ▼nnJTJTGATA ACÞTÐUBLAÐSINS Dr. Wegener varð útí. -.. ■ 18. maí. Hundasleðaleiðangur, er gerður var út til að leita að dr. Wegener og fjórum félögum hans, fann þrjá þeirra á lífi og vel á sig komna inni á jöklinum. En dr. Wegener var þar ekki. Hafði hann lagt af stað með einum fé- laga isínum, Grænlendingnum Easmus, og ekkert til þeirra spurst síðan, og er talið víst, nð þeir hafi farist af bjargar- skorti eða orðið úti. Munu þeir Wegener og Rasmus hafa ætlað að reyna að komast til bygða, þar sem Wegener mun hafa vit- að, að vistirnar voru ekki nógar handa þeim öllum yfir veturinn, og hefir því heldur viljað leggja út í tvísýnuna.. Er þetta mjög í samræmi við það, sem Jón frá Laug hefir haldið fram. F>ess má geta, að Grcenlendingurinn Ras- mus var hið mesta karlimenni. Ekki verður séð af fregninni, sem hingað hefir borist um þetta, hva'ðan för þessi á hundasleöum hefir verið farin, en teljast verður liklegt, að leiðangur þessi sé frá aðalbækistöð Wegenersleiðang- ursins, sem er við jökulröndina. Menn þeir, er björguðust, voru dr. Georgi, dr. Löwe og dr. Sorge. Einn þessara manna, dr. Georgi, er vei kunnur hér í Reykjavík og á hér rnarga vini. Mátti oft sjá hann hér í Laugun- um, þegar hann dvaldi hér. Dr. Wegener var heimskunnur vísindamaður og höfundur hinn- ar svo nefndu Landaflutninga- kenningar. En samkvæmt henni er Island að færast vestur á bóg- inn og færist að meðaltali nokkra cm. á dag eða um 14 metra á ári. Ekki nemur þetta þó meiru en því, að ísland hefði sam- kvæmt þessu átt frá landnámstíð að flytjast álíka vegalengd eins og héðan og upp að Kolviðar- hóli. Lík dr. Wegeners fundið. Berlín, 20. maí. LfP.—FB. ,Acht-Uhr-Blatt“ birtir þá fregn. að lik Wegeners prófessors hafi fundist á Grænlandsjökli. Hefir Wegener orðið þar úti. Kaupmannahöfn: Staðfesting hefir fengist á því frá Grænlandi. að það er rétt, að lík Wegeners hefir fundist. Enn fremur að ver- iö sé að flytja það til bygða, en eigi getið um hvert. Ekki er heldur getið urn hvort lik Grænlending^ins, er með hon- um var, hefir fundist. Pað var 8. maí, að hundasleða- leiðangurinn, er gerður haföi ver- ið út frá vesturrönd íssins, komst inn að ísmiðjustöðinni, og um sama Leyti komst annar mótor- sleðinn þangað. Leið þeim Ge- orgi, Sorge og Löwe þar sæmi- lega, og vissu þeir ekki frekar en dr. Weiken og aðrir komumenn, hvort Wegener væri á lífi, e* hann hafði skilið við þá fyrir rneira en 6 mánuðum. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu er ísmiðjustöðF in á miðjum GrænLandsjökli, eða viðlíka langt frá jökulrönd- inni og úr Reykjavík austur á Langanes. Stöð sú er í 3000 metra hæð (meira en þreföld hæð Esj- unnar). Aðalstöð leiðangursins er á vesturbrún jökulsins, um 100 km. frá Umanakþorpi. Hafa þar verið i vetur 12 eða 13 nmnns. Einn þeirra er Guðmundur Gísla- son (frá Eyrarbakka). Aðalstarf Jóns frá Laug, er í gær lagði af stað til Grænlands, verður að koma vistum upp Quaqamaruj úo( Kama rú júk)-skríð- jökulinn upp á meginísinn, til viðurværis leiðangursmönnum, er munu dvelja þar til hausts. Norðurfararskip ferst. Norska selveiðaskipið „Ishavet", sem stundað hefir vei&i á þessu vori norður af Hvítahafinu, var 11. apríl búið að fá 3000 seli og bræða af þeim 60 smálestir af spiki. En þenna dag rak á norð- austan veður og kom þá ákaft skrúf í ísinn, og kom stórt gat á skipið á bakborða í hásetaklefan- um, og féll þar inn sjór kolbiár. En brátt lyfti ísinn skipinu svo hátt, að ekki kom meiri sjór inn í bili. Reyndu skipverjar að bjarga úr skipinu yfir á ísinn og tókst það að nokkru leyti, og bjuggu þéir um sig á isnum. Var þar all-svalt, því 15 stiga 1 frost var. Daginn eftir greiddist úr ísnum, en ekki þó úr jökunum, sem voru kringum „Ishavet". Kom annað selveiðaskip nú á vettvang, sem var „Hjelmen" frá Tromsö, en ekki gat það hjálp- að neitt þarna, og þegar greidd- ist úr isnum kringum „Ishavet“ sökk það og um leið fór mestur hluti af því, sem búið var að bjarga úr skipinu, i sjóinn, en skipverjar björguöust yfir í „Hjelmen*. Var það skip eftir þetta nærri mánuð í ísnum, en kom til Tromsö 7. maí með skip- brotsmennina. Kyrstaða og atvinnuleysi eða verklegar framkvæmdir. Áætlnnarskekkjan mikla afhjúpnð. í nefndaráliti Haralds Guð- mundssonar á síðasta alþingi gegn niðurskurði verklegra fram- kvæmda ríkisins næsta ár segir svo (sjá enn fremur á næstu síðu): „Til þess að gefa nokkra hug- mynd um, hversu stór sá hópur er, sem á atvinnu sína undir því, að eigi verði feldar niður verk- legar framkvæmdir, skal hér bent á nokkrar framkvæmdir síðustu ára: Þessi stórhýsi hafa verið reist eða fullgerð: Laugarvatnsskóli, Reykjaskóli, Reykholtsskóli, landsspitali, . landssímastöð, út- varpsstöð, ArnarhváLl, þjóðleik- húskjallari, síldarbræðslustöð, vinnuhælið. Við þessar byggingar hafa þús- undir haft vinnu. Nú er þeim sagt að fara. Til nýbygginga vita, hafnar- gerða, bryggjugerða, lendingar- bóta o. þ. h. hefir á síðustu þi'emur árum verið varið úr rik- issjóði yfir 1200 þús. krónum eða yfir 400 þús. kr. á ári. Á móti þessum fjárhæðum hefir verið Lagt stórfé annars staðar frá. Hundruð manna hafa haft at- vinnu við þetta. Nú á að vísa þeim öllum burt. Til nýrra símalagninga og við- bóta og viðhalds símanna hefir þessi sömu ár verið varið yfir 1800 þús kr., eða yfir 600 þús. krónur hvert árið. Það var at- vinna fyrir mörg hundruð manna. Nú er hún af þeim tekin. Stórfé hefir verið Lagt til fram- kvæmda í Flóanum, auk sjálfr- ar áveitunnar. Vegir hafa verið gerðir, tvö mjólkurbú reist o. fl. o. fl. Nú er þar ekki atvinnu að fá. Til vegamála hefir ríkissjóður á þessum þremur árum lagt um 5 Vs millj. króna. Árið 1929 unnu verkamenn yfir 130 þús. dags- verk við þau störf. Árið 1930 hefir dagsverkatalan líklega veí- ið 140—150 þús. a. m. k., eða sem svarar óslitinni 6 mánaða vinnu fyrir 1000 manns. Á þvl ári var varið til vegamála um 2 rnillj. og 60 þús. kr., þar af helm- ingnum án þingheimildar. Öllum þeim fjölda verkamanna, sem unnið hafa að þessum störfum, langflestir fyrir óhæfileg sultar- laun, á nú að vísa burt, samtim- is því sem atvinnurekendur draga úr atvinnurekstrinum. Slíkt væri hin mesta óhæfa. Og engin þörf knýr til þessara ráðstafana; síður en svo. Tekjuá- ætlun stjórnar og meiri hlutans er svo „varleg“, að bersýnilegt er, að hún er alt of lág, ef ekki er gert ráð fyrir, að alt fari hér í kalda kol.“ Þá bendir H. G. á, að í fjár- lagafrumvarpinu áætlaði stjórn- in „tolla- og skatta-tekjur ársins 1932 að eins 8,7 millj. króna. Er það nærri 4 millj. lægra en þess- ar tekjur urðu síðastliðið ár, samkv. yfirliti stjórnarinnar, og 31/4 millj. króna lægra en meðaÞ upphæð þriggja síðustu ára." Samkv. tillögum H. G. áttu þess- ir tekjuliðir að hækka um 1 7*= millj., og voru þeir þó nærri 2 millj. undir meðallagi. Tekjur af ríkisstofnunum áætl- aði stjórnin 925 þús. kr. lægri en árið 1930 og 405 þús. kr. lægri en meðaltekjur þriggja síð- ustu ára. En reynslan hefir sýnt, að tekjur pósts og síma fara jafnt og ört vaxandi. Samkv. til- lögum H. G. voru þessar tekjur' þó áætlaðar 180 þús. kr. lægri en meðalupphæðin og 600 þús. lægri en 1930. — Þannig var áætlun H. G. sérlega gætileg. Á upp- hæðunum munar þó svona geysi- miklu frá áætlun stjórnarinnar. Með því að leiðrétta þannig tekjuáætlunina sannaði H. G., að skrafið um það, að ekki yrði komist hjá því að skera niður verklegar framkvæmdir ríkisins, var að eins ósvífin blekkingartil- raun, — bandalagsblekking í- haldsflokkanna beggja við þjóð- ina. H. G. lagði einnig til, að skóla- gjöídin væru feld niður, en kon- ungsmatan væri hins vegar greidd í 60 þús. íslenzkum kr.,. en ekki i 60 þús. clönskum kr. eins og stjómin vildi vera láta og bæði íhöldin með henni, en gengismunurinn á kóngsmötunnf slagaði næstum upp í það, sem skólagjöldin voru áætluð. Fátæka nemendur og aðstand- endur þeirra munar um minna en 150 kr. árlegan skatt á nám- ið. Kóngsmötuna ber hins vegar að sjálfsögðu ekki að greiða eft- ir erlendu gengi fremur en aðr- ar upphæðir í íslenzkum lögum. Næst verður skýrt frá tillög- um H. G. um fjárveitingar til verklegra framkvæmda á árinu 1932. Þegar lík ðr. Weoeners fanst. Khöfn, 21. maí. U. P. FB. Leit- armenn fundu lík dr. Wegeners um 120 mílur frá vesturströnd- inni. Sáu þeir á skíði hans upp úr snjónum. Líkið var vafið feldi til flutnings. Ætla menn, að dr. Wegener hafi látist af hjartabil- un. Engin skjöl fundust á hon- um og ætla menn því, að félagi hans, Grænlendingurinn Rasrnus, hafi haldið áfram eftir and- Lát hans, en enn er ekkert nán- ara komið í ljós um afdrif hans.

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.