Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 22.06.1932, Page 3
VIKUÚTGÁFAN
3
Pólitísk
starfsveiting.
Rógur ihaldsins
um Útvegsbankann.
Guðmundur Skarphéðinsson á
Siglufirði hefir verið fulltrúi
verklýðsins í sfjórn sildarverk-
smiðju ríkisins á Siglufirði, en
nýja landsstjórnin hefir látið
fyrsta verk sitt vera að víkja
honum úr stjórninni og setja iinn
í staðinn Guðmund Hlíðdal lands-
símastjóra.
í stjórn síldareinkasölunnar
voru þrír menn og sinn frá hverj-
um ffokki. Voru það Þormóður
Eyjólfsson . (Framisóknarmaður),
Sveinn Benediktsson (íhaidsmað-
ur) og Guðmundur Skarphéðiins-
son (Alþýðuflokksmaður). Þar
sem kunnugt er, að Guðmundur
Skarphéðinsson hefir rækt starf
sitt við verksmiiðjuna ágaetlega,
og þar sem hann er búsettur á
Siglufirði, virðist hér vera um
pólitíska starfsveitingu að ræða.
Að hafa tvo rnenn í verksmiðju-
stjórninni hér suður á landi virð-
ist líka með öllu ófært; það er
•jafnvel slæmt að einn þeirra
skuli vera það. Og að setja Guð-
mund Hlíðdal landssímastjóra í
stjórn síldarverksmiðjunnar virð-
iist alveg fráleitt, þar eð hann
mun hafa nægilegt verkefni fyrir
höndum, án þess að við hann sé
bætt óskyldum verkum, enda orka
afskifti hans af síldarverksmdiðju
rílúsins fram að þessu nokkuð
tvímælis, og mætti víkja siðar
að því.
Alþýðusambandið hefir ákveð-
ið að gera fyrirspurn til ríkis-
stjórnarinnar um, hverju þessi
mannaskifti sæti.
Kauplækkunartilraunin
í síldarverksmiðju ríkisins
Guðmundur
formaður verkaniannafélags Siglu-
fjarðar, kom til Siglufjarðar á
laugardagsk\'öldið. Dagana þar á
undan hafði stjórn síldarbræðslu-
verksmiðju ríkisins gengið um
milli verkamannanna, sem vinna í
verksmiðjunni, til þess að reyna
aö fá þá til að ganga að kaup-
lækkun og skerðingu ýmis konar
hlunninda. Þá um kvöldið var
svo . haldinn fjölmennur fundur
i verklýðsfélagi Siglufjarðar.
Komu þeir á fundinn, Sveinn
Benediktsson og Þormóður Eyj-
ólfsson, stjórnendur verksmiðj-
unnar. Voru þeir með ýmsar til-
lögur um kauplækkun. Meðal
annars var Sveinn með tillögu
um að breyta algerlega grundvelli
eftirvinnunnar, lengja dagvinnu-
tíniann, afnenia kaffitima o. s.
frv. Ekki bar tillögum þeirra
Sveins og Þormóðs sarnan, og var
Sveinn talsvert „róttækari“ i
kauplækkunarkröfunum. En
fundamnenn höfnúðu öllum
slikum kauplækkunartillögum,
1 svo sem skýrt var frá 5 síðasta
blaði.
Goos-verksmiðjan hefir gengið
að kröfum verkamanna og borg-
ar samkvæmt taxta félagsins að
öllu leyti. Búist er við, aö Krossa-
nesverksmiðjan og verksmiðja Dr.
Pauls verðá reknar í sumiar.
Er það. nú greinilega komið í
ljós, til hvers fulltrúa verkalýös-
ins, Guðmundi Skarphéðinssyni,
var bolað úr stjórn verksmiöj-
unnar. Það var undirbúningur
kauplækkunarárásarinnar, sem nú
hefir verið gerð.
--- 21. júní.
Sveini bar ekki saman um skiln-
ing á tilboði sínu til værka-
mannafélagsins. Eftir skilniigi
Þormóðs mun lækkunin nema alls
4296 krónum á vikukaupi virkra
daga miðað við 50 menn 5 2
, • . *
manuði, en eftir skilningi Sveins
Benediktssonar 25 þúsund krón-
um, eða nær 25% lækkun,
og þá eftir hans skilningi alveg
svift burt grundvelli kauptaxt-
ans, sem er 9 stunda dagvinna,
sérstakt kaup í eftirvinnu og
helgidagavinnu. Tilboði stjórnar-
innar var neitað af verkamanna-
félaginu. Verkamienn verksmiðj-
unnar höfðu rætt með sér til-
lögur stjórnarinnar um kauplækk-
un á tveimur fundum og fallist
á að stytta sunnudagshelgina um
12 tíma, en nú er það uppvíst,
að verksmiðjustjórnin fékk nefnd
\erksmiðjuverkamannanna til að
koma ekki fram með þetta álit
sitt á verkamannafélagsfundinum.
Kauplækkunartilraun síjórnarinn-
ar spyrst hér illa fyrir, ekki sízt
af því, að önnur verksimiiðja
Goos, sem ætlar að reka síldar-
bræðslu, borgar taxta félagsins,
og sömuleiðis af því, að mönn-
um finst nóg að útgerðinni sé
gefið af almennu fé 135 þúsund,
ef gefnir eru eftir vextir og af-
borgun, þó ekki sé seilst eftir
5—10 þúsund kxónum af verka-
fólki verksmiðjunnar, því hér er
hún rneð öllu skattfrjáls, og eru
það mörg þúsund kr. til útgerð-
arinnar á kostnað annara gjald-
enda hér.
Fréttaritarinn.
Skarphéðinsson,
Skeyti til Alþýðublaðsins í gær
frá Siglufirði: Út af fréttaskeyti
ríkisverksmiðjustjórnarinnar er
rétt að geta þess, ab stjórnar-
nefndarmönnunum Þormóði og
FB. 17. júní.
Með bréfum þeim, er hér eru
prentuð á eftir, teljum vér að
hnekt sé árásum þeim, er Út-
vegsbankinn hefir orðið fyrir í
(vetur í opinberum blöðum út af
fiskvíxlaviðskiftum vorum viö
Landsbanka íslands á síðastliðnu
ári.
Reykjavík, 15. júní 1932.
Útvegísbanki Islands h. f.
Jón Ólafsson.
Jón Baldvinmon.
I.
Rvik, 15. júní 1932.
Landsbanki Istands,
Reykjavík.
Á árinu 1931 höfum vér end-
urselt yður víxla, er trygðir voru
með 1. veðrétti í fiski:
frá aðalbankan-
um í Reykja-
vík kr. 2 657 848,54
frá útibúum vorum — 989 980,00
Samtals kr. 3 647 828,54
og vér höfum nú greitt yður
þessa fjárhæð að fullu.
Enn fremur hafið þér endur-
keypt af oss fiskvíxla, er trygð-
ir voru með
2. veðrétti í fiski
fyrir alls kr. 173 445,00
þar af er yður nú
greitt — 34,709,79
en eftir standa,
oss ógreitt kr. 138 735,21
Andvirði endurseldra fisik-
víxla frá aðalbankanum f Reykja-
vík höfum vér jafnaðarlega gieitt
inn á víxlana hjá yður daginn
eftir að vér tókum á móti
greiðslu, en frá útbúunum hefir
greiðsla eigi farið fram til yðar,
fyr en vér höfum fengið skýrslu
frá útbúunum um það, hvaða
víxla skuli greiða með þeirri fjár-
hæð, er til vor hefir verið greidd.
Hefir þetta oft tekið nokkurn
tíma. Um síðastliðin áramót stóð
þó nokkuð lengur en vant vár
fé ógreitt inni hjá oss, en á sama
tíma lögðum vér fram fé svo
skifti hundruðum þúsunda til
verkunar á fiski, er yður vaT
yeðsettur fyrir endurseldum víxl-
um, en andvirði þessa fiskjar
gekk til gneiðslu víxlanna jafn-
óðum og fiskurinn seldist, og
hafa þeir nú verið greiddir að
fullu.
Að gefnu tilefni vildum vér
mælast til þess, að þér staðfestið
í bréfi, að yður hafi verið greiddir
endurseldir fiskvíxlar frá árinu.
1931, eins og segir í bréfi þessu.
Virðingarfylst.
Útvegsbanki íslands h. f.
Jón Ólafsson.
Jón Baldvinsson.
II.
Reykjavík, 15. júní 1932.
Útvegsbanki Islands h. f.
Reykjavík.
Með skírskotun til heiðraðs
bréfs yðar, dags. í dag, þá vott-
ast hér meö, samkvæmt beiðni
yðar, að vér höfum á árinu 1931
keypt af yður víxla, trygða með
veði í fiski, samtals að upphæð
kr. 3 821 273,54.
Enn fremur vottast, að af víxl-
urn þessum eru ógreiddar kr.
138 735,21, og eru þeir víxlar
trygðir með 2. veðrétti í fiskL
Virðingárfylst.
Landsbanki íslands.
Magnús Sigurdsson.
J. Maríasson.
Þegar bærinn Iða brann.
Viðtal við bóndann par.
Einar Signrfinnsson.
17. júní.
í gærdag kom Einar Sdgur-
finnsson bóndi í Iðu iinn Í skrif-
stofu blaðsins, og sagðist honum
svo frá um brunann á Iðu:
Það var mánudaginn 6. þ. m.
í kringum kl. 4, að vart varð við
eld í vegg undir þakskeggi á
vesturhúsinu, en bærinn var tvö
hús sambygð. Ég var rétt nýfar-
inn að heiman er vart varð við
eldinn, en fólkið náði þegar í
stað í mig, og var ég kominn
heim eftir 10 mínútur, en þá var
eldurinn orðinn svo magnaður,
að ekkert var hægt að gera meira
til björgunar, því bæði húsin
stóðu í björtu báli. Var þá búið
að bjarga út úr baðstofunni rúm-
fatnaði og fleiru og litlu einu úr
stofunni, en hitt fórst alt I eldin-
um', allur fatnáður, öll matvæli,
eldhús- og borð-áhöld, smdða-
verkfæri, er ég átti, og ýmiislegt
fieira. Var þetta alt óvátrygt, en
bærdnn var vátrygður fyrir 1500
krónur. LMegast er að elduTÍnn
hafi orðið með þeim hætti, að
neisti hafi fokið úr reykháf í
þurt torf undir þakskegginiu.
Hefirðu ekki orðið fyrir mikl-
um skaða?
Jú, mjög miklum. Ég var hú-
inn að draga að mér sumarforða
af matvælum, og bæ er ekki
hægt að koma upp fyrir minna
en helmingi hærri upphæð en vá-
tryggingin nemur, þó alt sé þar
skorið við nögl.
Gagnbylting í Ghile.
Santiago, 17. júní. UP.-FB.
Gagnbylting var hafin í gæn
kveldi til þess að koma ráðstjórn-
inni, sem mynduð var á dögun-
um, frá völdum. Foringi bylt-
ingamanna er Curz hershöfðingi,
og er hann studdur af Davela. —
Ráðstjórnin lagði á flótta og leit-
aði hælis í Monedahöllinni. Höfðu
gagnbyltingarmenn sitt frám, og
gaf ráðstjórnin sig þeim á vald.
18. júní: Nýja stjóimin Chile
Irefir lýst yfir hernaðarástandi í
landinu.