Alþýðumaðurinn

Útgáva

Alþýðumaðurinn - 08.12.1931, Síða 2

Alþýðumaðurinn - 08.12.1931, Síða 2
2 AL Í>ÝÐUM AÐURINN En það sem best sýnir þýðingar- leysi allra tillaganna, sem heildar, og ber þess ljósast vitni hvílíkt rót- leysi og vanhugsun er í þeim öll- um, er það, að undirstöðurnar und- ir þær vantar algerlega. Kommún- istarnir ætlast tit að Síldareinkasalan framkvæmi alt þetta án þess að hafa nokkurt fé milli handa. Það hefir altaf hamlað Síldareinkasöl- unni hve lítið rekstursfé hún hefir haft til umráða, og nú er hún í hengjandi skuldum. Ofan. á þetfa ætlast kommúnistarnir til að hún greiði öllum hæsta kaup og greiði það löngu áður en framleiðsla hvers árs er seld og greidd. En til alls þessa ætla þeir Síldareinkasöl- unni enga peninga, því þeir gerðu enga tillögu um að Síldareinkasöl- unni sé séð fyrir rekstursfé. Rússnesku kommúnistarnir voru það hyggnir, að þeir útveguðu sér fé áður en þeír byrjuðu á fram- kvæmdum. Þeir tóku stórlán er- lendis, og urðu að vinna það til, að slá af kröfum sínum til allsherj- ar þjóðnýtingar framleiðslunnar til að komast yfir »hinn þétta leir«, svo hægt væri að reka framkvæmd- irnar á tryggum grundvelli. íslensku kommúnistarnir stíga alveg yfir svona smáatriði. Þeirra vegir liggja víst ofar vegum rússnesku jábræðr- anna. Rússnesku kommúnistarnir starfa líka og afkasta, en þeir ís- lensku eru í verklýðsfélögunum, ekki til að byggja upp og starfa, heldur til að vekja sundrungu og virðingarleysi fyrir verklýðsfélögun- um. Við það starf eru allar þeirra tillögur miðaðar, og þessvegna á verkalýðurinn að fella þær, eða þegja í hel. Frá þeim, kommúnistunum íslensku, koma aldrei tillögur, sem verða verkalýðnum að gagni eða sóma. ,Um þær meinlausustu er hægt að segja, að þær séu þýðingarlaus- ar. Betri dóm geta þær ekki hlotið. Á Laugardagskvöldið var haldinn fundur í Sjómannafélagi Reykjavík- ur til að ræða um Síldareinkasöl- una og framtíðarhorfur síldarútgerð- arinnar. Engar ályktanir voru gerð- ar á fundinum. Brpjólfur eði Stalio. Undanfarið hefir farið fram skemti- leg deila milli »A|þbl.« annarsvegar og »Verk.bl-« hinsvegar um ákvæðis- vinnu (akkorð). Kommunistarnir halda því fram að ákvæðisvinna eigi ekki að eiga sér stað, og níða Alþýðuflokkinn og verkalýðsfélögin yfirleitt, niður fyrir allar hellur af því ekki skuli allur verkalýður vinna fyrir ákveðið kaup. Nú er það svo, að ákvæðisvinna færist altaf meir og meir í vöxt í Rússlandi, móðurlandi kommúnism- ans, svo að íslensku kommúnist- arnir eru komnir hér á öndverðan meið við skoðanabræður sína í Rússlandi. Til gamans er birt hér smágrein úr »Alþbl.« um þetla efni. »1 því tölublaði »Verkalýðsblaðs- ins«, er kom út fyrir helgina, má sjá, að enn geisar deilan um á- kvæðisvinnuna milli Brynjólfs, for- manns Kommúnistaflokks íslands, og Stalins, formanns Kommúnista- flokks Rússlands. Eins og marga rekur minni til, lýstu þeir Brynjólfur, Einar Olgeirs- son og aðrir foringjar sprenginga- manna verklýðssamtakanna því yfir í fyrra (og létu síðan á þrykk út ganga í stefnuskrá sinni), að þeir mundu ætíð og ávalt berjast móti ákæðisvinnu, en Stalin hefir annað- hvort ekki verið búinn að heyra hvað Brynjólfur vlldi, eða þáað hann blátt áfram metur að engu skoðan- ir Brynjólfs, því í sumar leiddi hann í lög ákvæðisvinnu í Rúss- landi. í þessari tilvitnuðu grein »Verk- lýðsbiaðsins« er sagt, að ákvæðis- vinnan (í auðvaldsþjóðfélagi) »eyði vinnukrafti verkamannsins á skemri tírna* [en tímavinnan] og »Með á- kvæðisvinnunni eykst vinnuhraðinn, hinu líkamlega vinnuþreki verka- mannsins er slitið fljótt og Ioks er honum kastað á gaddinn.* En dá- lítið síðar í greininni er sagt frá því, að í Rússlandi fari ákvæðis- vinnulaunin stighækkandi, þannig að íyrir fyrsta þriðjung (fram yfir JARÐARFÖR Sigurðar Þorsteins- sonar, bílstjóra, fer fram, að öllu forfallalausu, Föstudaginn 11 þ. m. og hefst með húskveðju á heimili hins látna, Grundargötu 5, kl. 1 e.h. Akureyri 8. Des. 1931. Aðstandendur, meðalvinnu) sé borguð 20X hækk- un, fyrir annan þriðjung 50X og fyrir þriðja þriðjunginn 100X. Allir hljóta að sjá, að þetta borgunar- fyrirkomulag hlýtur að vera geysi- leg hvöt fyrir verkamanninn til þess að leggja að sér og nota vinnuþrek sitt í fylsta mæli, hvort heldur er f auðvaldsríki eða jafnaðarstefnuríki, hvort heldur er á gamla íslandi eða austur í Garðaríki, svo hér er ekki nema um tvent að ræða: Annaðhvort er það tóm vitleysa, sem Brynjólfur heldur fram um skaðsemi ákvæðisvinnunnar, eða að Stalin er sá vinnuböðull, að slíta vinnuþreki rússneska verka- lýðsins á skömmum tíma. Hvort þykir mönnum nú senni- legra? Hvor skyldi nú vera betri Brúnn eða Rrauður, Brynjólfur eða Stalin? Allir vita að það er verka- lýðurinn sjálfur, sem ræður í Rúss- landi. og getur nokkrurn dottið í hug, að Stalin, sem áhrifamesti trú- naðarmaður verkalýðsins þar, gefi út skipanir, sem eru verkalýðnum til bölvunar? Nei, engum dylst, að hér hefir Brynjólfur gasprað út í loftið eins og hann er vanur, og virðist hon- um jafn tamt að láta öll rök koma öfugt eins og kettinum að koma niður á fæturna.« Gengi eftirtaldra mynta var i bönkum £ skráð þannig: Sterlingspund 22,15 Dollar 6,6560 Pýskt mark 1,5909 Peseta 5629 Sænsk króna 1,2390 Norsk króna 1,2268 Dönsk króna 1,22SÖ Gullverð ísl. krónu 5 500 t

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.