Alþýðumaðurinn - 22.12.1931, Blaðsíða 1
ALÞÝÐU
I. árg.
Akureyri, Þriðjudaginn 22. Des. 1931.
79/tbl.
Síldareinkasalan
afnumin.
Nl.
III.
Síldareinkaslan var lögð niður
til þess að jafnaðarmenn fengju
ekki tækifæri til að beita henni
til hagsbóta hinum vinnandi lýð
til lands og sjávar.
í nýútkomnum »Degi« hefír herra
lögm. Böðvar Bjarkan, formaður út-
flutningsnefndar Síldareinkasölunnar,
sannað með skýrum rökum og útreikn,
ingum, að bæði lagalega og siðferðis-
lega séð, hafi verið órétt og óþarft-
að gera Síldareinkasöluna gjaldþrota.
Petta kemur heim við álit meiri hluta
fulltrúanna á aðalfundi S. í. í f. m.,
og sjálfsagt er eftir að sanna þetta
enn betur.
Pótt »Alþm.« gangi ekki inn á
allar sannanir herra Bjarkans þá er á
þessu auðsætt að engin ástæða var til
að leggja einkasöluna niður, eða
fremja önnur hemdarverk á henni, fyr
en Alþingi hefði fjallað um málið.
Tímann fram til þings, mátti nota til
að selja síldarbyrgðir einkasölunnar,
og þar sem tilvera hennar áfram var
undir Alþingi komin, var engin hætta
á að stjórn einkasölunnar hefði á þess-
um tfma tekið á sig nokkrar skuld-
bindingar í viðbót við það, sem hún
var þegar búin, svo að hætta gæti
stafað af fyrir ríkissjóðinn, eða landið
í heild. Tunnuinnkaup og fyrirframsala
á sfld, fer vanalega ekki fram fyr en
seint á þingtíma, eða síðar.
Hefði ríkisstjórnm grunað forráða-
menn einkasölunnar um óreiðu í fjár-
málum eða annað óhæfilegt framferði
gagnvart fyrirtækinu, var innanhandar
að láta endurskoðendur reikninga henn-
ar koma til skjalanna og rannsaka
þetta, enda var það nauðsynlegt hvort
sem var, þar sem stjórnarskifti í einka-
sölunni stóðu fyrir dyrum.
Ríkisstjórnin gat því trygt ríkissjóð-
inn fyllilega yfir þann tíma, sem um
var að gera fram til þings.
En því var málið ekki leitt eftir
þessum leiðum?
Af því að jafnaðarmenn áttu. að
taka við stjórn Síldareinkasölunnar
ettir áramótin.
Frá öndverðu hafa stórútgerðarmenn
setið á svikráðum við einkasöluna,
mest vegna þess, að veikafólk hefir
átt þar fulltrúa. Eins og svo oft áð-
ur hefir verið getið um hér í blaðinu,
hafa þeir verið að bagsa með laga-
breytingar, sem veittu þeim yfirráðin
í einkasölunni, en enga áheyrn fengið
fyr en á síðasta þingi, að afturhaldið
í Framsokn g'ekk tif liðs við þá og
nýju Síldareinkasölulögin sem voru gef-
in út. Samkvæmt þeim átti íhaldið
og rikisstjórnin að ráða meiri hluta
útflutningsnefndar, átti að eiga 3 af
5 nefndarmönnum, hefðu útgerðar-
menn verið einhuga í sínum málum.
En af því að hagsmunir smœrri út-
gerðarmanna og þeirra stœrri, fara
alls ekki saman, gengu þeir til ko$n-
inga út af fyrir sig og breyttu þannig
hlutföllunum á aðalfundi einkasölunn-
ar, að stórútgerðarmenn og ríkisstjórn-
gátu ekki fengið nema tvo fulltrúa af
fimm í útflutningsnefndinni. Ofan á
þenna ósigur stærri útgerðarmanna
bættist svo það böl, sem aldrei yfir-
gefnr þá, og gerir þá ófæra til að
ráða í síldarsölumálunum, að þeir 5
menn, sem þeir áttu á aðalfundinum,
gátu á engan hátt komið sér saman
um einn fulltrúa í nefndina. Nýju
lögin gögnuðu þeim þvf ekki betur
en það, að þau sviftu þá öllum áhrif-
um ¦' útfluttningsnefndinni. Peir lágu
á sjálfs síns bragði, eins og svo oft
vill verða.
Þegar svo var komið, að jafnaðar-
menn voru búnir að ná yfirráðum yf-
ir einkasölunni, og þar með vissa
fengin fyrir þvi, að hún myndi verða
rekin með óskertan hag sjómanna og
verkalýðs í landi fyrir augum, fyltust
fjandar hins vinnandi lýðs þeirri heift,
sem knúði ríkisstjórnina til að vinna
nýðingsverk á einkasölunni, og þá um
leið, á stórum hluta verkalýðs þessa
lands. Petta var að vísu ekki nema
eitt af þeim þrælatökum auðvaldsins,
sem það er alþekt fyrir að beita verka-
lýð landanna, þegar starfið undir sauð-
argærunni hrekkur ekki lengur til.
Og ríkisstjórnin var nógu ístöðu-
laus og máttvana, til að láta nota sig
til þessara starfa.
Ems og hér hefir verið tekið fram,
bar enga nauðsyn til að leggja einka-
söluna niður, fyr en þá að Alþingi
hefði faliist á þá ákvörðun.
En hversvegna var það þá gert?
Aðstaða hatursmanna einkasölunnar
er vel skiljanleg, og ákefð þeirra, í
að fá hana lagða niður og tekna til
gjaldþrotaskifta nú þegar.
Fiárhagskröggur einkasölunnar er
eina átsæðan, sem þeir hafa til að
byggja kröfu sína um niðurlagningu
hennar á. A tímabilinu frá aðalfund-
inum og fram til þings, var vitanlegt
að bæði yrði unnið að viðreisn fjár-
hagsins af gömlu útfluttningsnefndinni
og ekki síður af þeirri nýju. Það
mátti því fyrirfram vita, að allar áslæð-
ur einkasölunnar mundu verða orðn-
ar stórum betri, er þing kæmi saman
og þar með fallin sú eina stoð und-
an kröfum þeirra, um dauða hennar.
— Og gjaldþrotaskifti þurfti að drífa á
einkasöluna, fella allar eignir hennar i
verði um helming, til þess, að hrakspár
störútgerðarmanna um fjárþrot hennar
skyldu rætast. —
Pegar allar þessar ástæður eru at-
hugaðar, gat hin nýkosna útflutnings-