Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 13.03.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 13.03.1933, Blaðsíða 2
2 alÞýðumaðurinn ar af þeim. Stjórn Verkam.fél. verð- ur að líða þá raun, að sjá verka- mennina vinna. Sjá þessa 40 verka- menn hverfa af götunum inn að verki, sem gefur þeim meiri pen- inga í hönd en nokkur önnur vinna á þessum tíma. Nova siglir óhindr- uð leiðar sinnar, hvað mikið sem það brennur í be'num verldýðs- málaglæpamannanna í Verkam.féi. að hún skuli hafa orðið völd að því, að hægt verður að borga 10 aurum meira út á hverja tunnu, en fyrst var gert ráð fyrir. Tunnu- smíðinu verður svo haganlega fyrir komið, að verkamennirnir fá þegar 90—110 aura á tímann, og álitlega uppbót síðar. Að þessu munu allir góðir Akur- eyringar vinna. Þeir munu ergu láta sig skifta það, þótt svikararnir í stjórn Verka- mannafél. kveljist þeim kvölum, er þeir hafa skapað sér sjálfir. Því mun engu skeytt, þótt félag, sem kýs sér slíka menn til forystu- manna, gliðni í sundur og lognist út af. Slík félög eiga engan til- verurétt í siðaðra manna þjóðfé- lagi. — Kommúnistarnir á Siglufirði. Á Siglufirði hafa kommúnistar byggt tunnuverksmiðju, sem kostar um 50 þús- kr., og ætluðu þeir að fá sér tunnuefni í vetur til þess að framkvæma tunnugerð í stórum stíl, en það Iánaðist þeim ekki. — Hefir því verksmiðja þeirra staðið nær aðgerðalaus það sem af er. — Allt þetta hafa kommúnistarnir gert á eigin ramleik, að öðru en því að bærinn hefir ábyrgst lán fyrir þá.— En kostnað allan af byggingu verk- smiðjunnar og áhættuna af rekstri hennar, kaupum á efni og sölu á tunnum, bera þeir sem eigendur verksmiðjunnar. Ef t.d- halli verð- ur á sölu á tunnum, kemur hann fram í því, að kommúnistarnir, sem vinna á verksmiðjunni, fá ekki fullt kaup, eins og t. d. varð hjá Þorst. Þorsteinssyni og Steingrími Aðal- steinssyni við slátrunina í haust og Steinþóri Guðmundssyni og Sig- fúsi Baldvinssyni við síldarverkun- ina í fyrra sumar, þegar mikið vant- aði á að verkamennirnir fengju taxtakaup yfir há-sumarið. Svona ætluðu kommúnistarnir á Siglufirði að skaffa sér atvinnu yfir vetrar- tímann, þótt því fylgdi nokkur áhætta og ætla að greiða 80 aura á tímann við tunnusmíðið. Hér á Akureyri haga kommúnist- amir sér nokkuð á annan veg en félagar þeirra á Siglufirði. Bæjar- stjórnin hér kaupir efni til tunnu- gerðar og tekur alla áhættu af verkamönnurium hvað þetta snertir. Verkamönnum er greitt vikulega kaup, sem svarar Iágmarksmánaðar- kauptaxta, svo eiga þeir að fá all- an hagnað, sem verða kann á sölu tunnanna, og líkur eru fyrir tals- verðum hagnaði á sölu þeirra. Hér á Akureyri ætla kommún- istarnir að rifna yfir þessum kjör- um, á sama tíma og félagar þeirra á Siglufirði mega horfa á verksmiðju sína standa aðgerðalausa, af því þeim hefir ekki lánast að fá tunnu- efni, sem gæfi þeim atvinnu yfir vetrartímann. Lesari góður! sýnist þér ekki að kommúnistarnir hér séu mestu ræfl- ar í samanburði við félaga þeirra á Siglufirði? XXX. Satt og logið. Eins og sást f síðasta blaði hefir Einar Olgeirsson ritað þriggja dálka reiðilestur í «Verklbl.« nýskeð, út af stofnun Verklýðsfélags Akureyrar. Ríða þar hver ósannindin öðrum, eins og von er til. Félag, sem eittsinn átti að stofna hér undir nafninu »And- vari«, kallar Einar Andvöku, 200 fé- lögum er bætt við félagstölu gömlu verklýðsfélaganna hér. Fólkið á að hafa verið gint inn í Verklýðfél. Ak. með atvinnuloforðum, eða þá verið neytt til þess. Óg þessu líkt er alt í greininni. Þó er þar ein klausa, sem er að mestu sönn. Hún hljóðar svo: »Verkamannafélagið er eitt elsta og stærsta verklýðsfélag landsins, stofnað 1906 og hefir frá upphafi tekið drjúg- an þátt í verklýðshreyfingunni ísleusku. Var það fyrst allra verklýðsfélaga til að koma fulltrúum sósíalista í bæjar- stjórn (1915). Það styrkti blaðið «Dags- brún«, er það hóf göngu sína, og hefir stutt útgáfu eina verklýðsblaðsins á Norðurlandi »Verkamannsins«, flest þau 15 ár, sem hann hefir komið út«. Það er víst eitt af kaldhæðni ör- laganna, að þegar Einar Olgeirsson þarf að hæla Verkamannafélagi Akur- eyrar, verður hann að snúa sér til þeirra tíma, er þeir menn réðu öllu í Verkamannafél. sem nú hafa stofnað Verklýðsfélag Akureyrar, og E O. er að reyna að hafa æruna af. Það er satt, Verkamannafélag Akur- eyrar var myndarfélag á þeim tímum, og gerði mikið, verkalýðnum til gagns og sóma. Það var annar svipur á því þá en s.l. ár, þegar stjórn félags- ins var að semja við atvir.nurekendur um kauplækkun yfir hásumarið og hjálpa stjórn »Einingar« til að lækka kaup fiskverkunarstúlknanna um meir en helming við fiskþvott. S.l. ár var líka áhrifa af iðju Einars Olgeirssonar í verklýðsmálum farið verulega að gæta í verklýðsfélögunum hér. Verklýðs- félag Akureyrar mun viðhafa sömu starfsháttu og voru ríkjandi í Vrr.fél. Ak. á þeim góðu árum, sem E. O. vitnar í. Á árunum þegar »Verkamað- urinn« var eina blað verkalýðsins á staðnum, en ekki saursnepill verklýðs- svikara og angurgapa, eins og hann er nú. Það sem því nú liggur fyrir verkalýð í Akureyrarbæ er að auka og efla Verklýðslélag Akureyrar á alla lund, svo verklýðssamtökin hér ávinni sér sama, góöa álitið og þau áttu að fagna, áður en Einars-stefnunnar fór að gæta í verklýðsmálum. Sem svar við álygum Einars og níði um verkalýðinn hér, eiga félagar Verk- lýðsfélags Akureyrar að koma með marga nýja félaga á hvern fund félagsins, svo það, sem allra fyrst, nái því að verða ems voldugt og sterkt eins og V. M. F. A. áður var. AuylýsiS í Apýíumauninum Ábyrgðarmaður Erlingur Friðiónsson. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.