Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 18.03.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 18.03.1933, Blaðsíða 2
2 alÞýðumaðurinn legum ástæðum í stórum'meirihluta, án nokkurrar sérstakr^r kröfu þar um. — Móti útilokun frá vinnu var því ekki að berjast. Ástæðurnar til uppþotsins við Novu eru ekkert annað en ólátafýsn manna, sem verið er að »ha)da við efnið«, sem kallað er. Og uppþotið er ein hringavitleysa frá upphafi til enda. Verkbann er gert við skip, sem greitt er fullt taxtakaup viö. — Þessi einsdæma vitleysa á sér hvergi líka. Allir aðrir en þessir uppþotsmenn mundu hafa látið skipa öllum vörunum í land úr Novu, og stöðvaö þá tunnusmíðið, ef eitthvað hefði verið við það unnið. Bæjar- stjórninni er hótað öllu illu, jafnvel barsmíöum. Þetta hefir auðvitað þau einu áhrif, að hún hlustar ekki á uppþotsmennina, Alla þessa vit- leysu sjá ýmsir af þeim mönnum, sem í fyrstu létu dragast út í upp- þotið. Rjddir þeirra um skynsam- lega úrlausn málsins eru kæfðar niöur með enn víðtækari æsingum og vitleysu. Saraþykt er að »taka« Dettifoss, og svo skipin hvert af öðru.' Alstaðar á »samfylkingin« að ráða. — »Við tökum bæinn á einni viku«, kallar Jóhann Kúld til nokk- urra stráka út á götu »Já, og hengjum helvítis höfðingjana*, bæta þeir ungu, »stéttvísu« við. »Við, verkalýðurinn eigum aö ráða«, segja smástrákar, sem verið hafa inni hjá verkbannsvörðunum, — og sleikja sleikipínnana í ákafa og æsingi. Og afgreiðslumaður »Verkamannsins«, heilsulaus aumingi, sem ekkert má vinna og ekkert getur unnið, skjögr- ar um göturnar í stagbættum vinnu »galla«, með vinnuvetlinga á hönd- um til að »presentera« hinn þjak- aða verkalýð, sem nú hefir vaknað til meövitundar um rétt sinn »og krefst hans«. Aðra daga gengur þessi maður klæddur á burgeisa vísn. — Hér ’ hefir nú verið lýst uppþot- inu, og sannað að til þess ei stofn- að að nauðsynjalausu og af vanhugs- un. — Eftir er að athuga afleið ingarnar. — Eins og getið var f síðasta blaði, eru læti, eins og uppþot þetta við Novu, ekki til neins annars en að vekja andúð gegn verkalýðnum og kröfum hans. Ró að hægt sé með æsingum, blekkingum og ósannindum, að blinda nokkrum hluta verkalýðsins sýn um tíma, áttar hann sig von bráðar aftur. Ressar aðfarir reyn- ast því allt annað en haldgóðar inn- an verklýðshreyfingarinnar, og borg- urunum gefa þær ástæðu til að »tryggja« sig gegn þessu. Þessa dagana eru verklýðsfélögin um allt land að mótmæla stofnun ríkislögreglu. Hvernig er nú að- staða þessara félaga gerð, þegar uppþot er gert af verklýðsfélagi, og án alls tilefnis eða árásar. Og uppþotinu er gefinn sá svipur, að borgararnir sjá fulla ástæðu til að kalla á lögregluvernd. Rað þarf ekki að lýsa því böli, sem af stofn- un ríkislögreglu myndileiða. Verka- lýðurinn gerir sér hugmynd þar um. Ress vegna mótmæla félögin. Upp- þotið við Novu — hvað þá ef það heldur áfram — eyðileggur öll þessi mótmæli félaganna. Kommúnistar þykjast vinna íyrir verkalýðinn, og allt vilja fyrir hann gera. Nú sjáum við viljann, og hvernig þeir vinna fyrir hann. Vinna, sem greitt er fullt taxta- kaup við, er stöðvuð. 40 manns á að svifta 8 — 11 króna dagkaupi, sem greitt er út vikulega — um 2ja mánaða tíma. Efni, sem sjó- mennirnir hér út með firðinum höfðu pantað, til að gera upp veið- arfæri sín fyrir vorið, á að sendast burt. Nótabrúksmennirnir í bæn- um fá ekki í land efni til að gera að nótum sínum. Sé ekki hægt að gera við næturnar, veiðist síldin ekki. Veiðist síldin ekki, fæst held- ur ekki fiskurinn. Smiðirnir bíða eftir trjávið og sementi, sem er í Novu. Trjáviðurinn fæst ekki í land. Reir geta ekki unnið fyrir efnisleysi. Þetta eru afleiðingar af upp- þoti kommúnistanna. Og þær koma allar niður á verkalýðnum. Svotna vinna kommúnistar fyrir verkalýðinn. Þetta Novu uppþot gefur verka- lýð þessa bæjar ærið umhugsunar- efni. — 3?ó farið sé í gegnum alla starf- sögu Verkamannafélags Akureyrar. frá 1906- 1930, finst hvergi dæmi þess, að uppþot hafi verið gerð af hálfu verkamanna. En starfsagan sýnir og sannar annað. Hún sýnir óslitna keðju af sigrum, sem unnir voru fyrir verkalýðinn með skyn• semi — festu og friðsamlegri sam- heldni í málum. Verkamannafélag Akureyrar var líka fram á síðustu ár, eitt af mestu fyrirmyndar verklýðsfélögum lands- ins. Starfsaðferðir þess frá þeim árum eru sígildar, til sigurs verka- lýðnum. Verkalýðnum á Akureyri ber því að taka upp og viðhafa sömu starfs- háttu, og þá er honum varanlegur sigur vís í framtíðinni. Hann á að snúa frá uppþotsmönn- unum, sem vinna á móti hagsmunum verkalýösins, og í lið með þeim mönnum, sem vinna á heilbrigðum grundvelli verklýðsmálanna. Yfirlýsing frá Verkakvennafél. Siglufjarðar. Fundur, haldinn i Verkakvennafél. Siglufjarðar, Miðvikudaginn 18. Mars 1933, lýsir andstygð sinni á skrifum, sem birt hafa verið í blöð- unum »Verkamaðurinn« og »Nýja konan«, í garð Verkakvennafélags Siglufjarðar og einstakra meðlima þess, jafnframt sem það lýsir yfir því, að hvorki það, né meðlimir þess, muni nokkurn tíma svara slíkum skrifum, sem einungis eru rituð til að sundra hinum vinnandi lýö. - Félagið heitir því á allar verka- konur, hvar sem þær eru á laudinu, að taka höndum saman, og starfa, án æsinga að uppbyggingu verklýðs- samtakanna, og láta ekki skriffinna þá, sem slíkar greinar rita, leiða sig af réttri braut. Stfórnin.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.