Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 01.04.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 01.04.1933, Blaðsíða 2
2 alÞýðumaðurinn sem hún gangi lengst. Kristján Sigurðsson mótmælti þessu, þar sem tillögu Óskars hefði ekki verið lýst fyr en umræðum var slitið, — enda þótt flutningsmaður hennar hefði tekið til máls undir umræð- um. Fjöldi annara félaga tók í sama streng. Form. hélt því fram, að tillagan hefði verið fram komin fyrir löngu, en féll þó frá því, en sagðist þá taka sína tillögu upp aftur. Var því mótmælt að fundar- sköp yrðu brotin á þennan hátt, og sagði form. þá að sér væri »and- skotans sama*, og féll frá tillög- unni í annað sinn. En nú kemur nýr þáttur í sögu fundarins. Póroddur Guðmunds- son skipar formanni að lýsa því yfir að hann muni greiða tillögu Kristjáns atkvæði sitt. Þetta hreif. Tillaga Kristjáns var borin upp og samþykt með öllum greiddum atkvæðum, 190 : 3, sem ekki munu hafa skilið þessa stefnubreytingu kommúnistaforkólfanna eða fellt sig við hana. Aðrar tillögur voru ekki bornar undir atkvæði. Hvers vegna runnu kommúnistar frá sínum tillögum og ræðum, og það svo greinilega, að Þóroddur og Aðalbjörn greiða atkvæði þvert ofan í eigin ræður og G. Jóhannss. gegn ejgin tillögu? Þannig munu margir spyrja og ekki að ástæðu- lausu. — Ég hygg að ástæðurnar séu þessar: Þeim er orðið það ljóst, að mikill meiri hluti fundarmanna er þeim andstæður í þessu máli.— Þóroddur reiknar sem svo, að þeim muni affarasælla að fylgja meiri hlutanum við atkvæðagreiðsluna, af því stjórn félagsins er í þeirra höndum, þess vegna greiðir hann atkvæði í mótsögn við ræðu sfna, og skipar Gunnari að gera slíkt hið sama, svo þeirra flokksmenn sjái hvernig þeir eigi að greiða at- kvæði! Þetta er mjög f samræmi við upptekna hætti þeirra í félaginu, þar sem þeir hundsa nú algerlega íínar eigin kröfur, sem þeir gerðu meðan Alþýðuflokksmenn stjórn- nðu, en stjórna nú á ýmsa Iund í samræmi við stjórnarhætti fyrir- rennara sinna, þótt slái út í fyrir þeim öðru hvoru. En hér er ekki rúm til að fara út í þá sálma. Annar höfuðþáttur þessa máls er samningagerð stjórnarinnar við af- greiðslu og skipstjóra. Þrátt fyrir þá aðstöðu, sem kom- múnistarnir tóku við atkvæða- greiðsluna, hefir þeim ekki verið Ijúft að beygja sig fyrir meiri hlut- anum fremur en fyrr, því nú taka þeir til sinna ráða. Þeir falsa samningana, hundsa samþyktir félagsins, sem þeir höfðu sjálfir fylgt, og setja þau ákvæði inn, að vörunum skuli hvergi skip- að í land. — Munu þeir hafa þóst gera félög- unum á Akureyri eigi all-lítinn greiða með þessu. En sá greiði verður allhæpinn, þegar þess er gætt, að samninginn er mjög auð- velt að ógilda af aðilurn, vegna þess að hann er bygður á öðrum grundvelli en til var ætlast með félagssamþyktinni. Auk þess mjög vafasamt, hvort hagkvæmara var fyrir lausn deilunnar að vörurnar yrðu fluttar af landi burt eða geymdar innilokaðar á afgreiðslu Bergenska hér, t.d. í Reykjavík. — En þannig er farið verklýðsmála- speki »forystu!iðsins«, er lætur stjórnast af ofstopadutlungum, án allrar skynsamlegrar athugunar á aðstæðunum. Ætti nú öllum að vera skiljan- legt, hvers vegna tillagan var ekki birt í »Verkamanninum«, heldur samningurinn falsaði. Þessi sögu- þáttur um kommúnistastjórnina og framkomu þeirra í Verkamannafél. Siglufjarðar, er að mörgu hinn lær- dómsríkasti. Af því þeir halda stjórnartaum- unum í félaginu, þora þeir ekki að ganga í berhögg við við vilja fé- lagsmanna með atkvæðagreiðslu í samræmi við orð sín, heldur af- neita sjálfum sér og grípa síðan til þess óyndisúrræðis að falsa samn- ingana, og ónýta með því samþykt félagsins, ef Bergenska hefði farið út í að nota sér þessa fölsun. Þessi sérstaka ráðstöfun einkenn- ir starfshætti þeirra, opinberar inn- rætið, að launvíg skuli notuð, ef á þá hallar í opinberum bardaga. Síðan leita þeir um-styrk annara félaga til þess að framfylgja þess- ari fölsku stjórnarsamþykt. Senda síðan Héðni Valdimars- syni skeyti í því skyni, að fá Vm,- fél. »Dagsbrún« eða Alþýðusam- bandið til að taka upp hanskann fyrir Verkamannafél. Akureyrar. — Félagið, sem brotið hefir sig út úr sambandinu, kloíið sig frá samtaka- heild íslenska verkalýðsins með þeirri þvermóðsku, lagabrotum og einstrengingshætti, sem einkennir allt klofningsstarf kommúnista- Verkamenn! Hafið gát á þessum vágestum í íslensku verklýðshreyf- ingunni! Þessum flugumönnum, sem ekki þora að cpinbera sig á félagsfundum, þar sem þeir sitja í stjórn, heldur laumast að baki félaga sinna, og semja þvert ofan í félags- samþyktir. Varið ykkur á úlfinum, sem bregður yfir sig sauðargærunnni,— kommúnistunum í stjórn Verkam.- fél. Siglufjarðar. Hingað til hafa þeir ekki hlaupið í felur á þennan hátt, en þetta er aðeins ein ný sönnun fyrir starfs- háttum þeirra og skoðun. Þeir telja að tilgangurinn helgi meðalið. — Þeir hugsa ekki um afleiðingarn- ar fyrir verkalýðinn, aðeins ef þeir telja sig vinna í anda flokksins — í þágu flokksins. En þeir misreikna sig. Verka- lýðurinn lærir að þekkja þá, og mun þurka þá burt úr sögu sinni. 25. Mars 1933. G. B. B. Síra Sigurður Gíslason er kominn til bæjarins og dvelur hér nokkra daga. Er hann á ferð um Norður- land og flytur fyrirlestra um »Talis- man«-slysið og atburði í sambandí við það. Hann mun flytja einn eða fleiri fyrirlestra í næstu viku, og verður þess nánar getið í Þriðju- dagsblaðinu. Leikfélagið sýnir »Hinrik og Per- nilla* og »Fröken Júlía* annaö kv.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.