Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 18.04.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 18.04.1933, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn Eins og almenningi er kunnugf, er ríkislögreglan afkvæmi kommún- ista. Eftir ólæti kommúnistanna á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík, Q. Nóv. í vetur, var ríkislögreglubákn- ið sett á laggirnar. Pegar komm- únistarnir hér hótuðu því í Novu- deilunni að fara að misþyrma ein- hverjum ótilteknum mótstöðumönn- um sínum í bænum, heimtaði meiri hluti bæjarstjórnar hér, að sett væri á laggirnar varalið til öryggis friðsömu fólki í bænum. Ríkisher- inn í Reykjavík og varalögreglan á Akureyri eru því hrein afkvæmi kommúnistanna og vitfirringslát- anna í þeim. Fasisminn er á sama hátt þeirra afkvæmi. Pað er vitan- legt síðan kommúnistarnir sköpuðu ríkislögregluna í Reykjavík og vara- lögregluna hér, hefir talsvert mikið borið á því að samherjar kommún- istanna, svartasta íhaldið á þessum stöðum, hefir farið að dreyma um að nota mætti ríkisherinn til valda- töku fyrir sig. Alveg á sama hátt og kommúnistarnir hafa ætlað að berjast til valda með ofbeldi og vitfirringslegu framferði. Pegar kommúnista vesalingarnir, sem eru ekki nema í hæsta lagi einnþrítug- asti hluti landsmanna, sjá það að íhaldið getur lagt þá að velli með litlafingrinum, ef það notar til þess eigin afkvæmi kommúnistanna, rík- isherinn og þann fasista-hug, sem þeir hafa skapað hjá íhaldinu, þá koma þeir til Alþýðusambandsins og biðja það að vernda sig fyrir rfkisher og fasisma, — uppvakning- um, sem kommúnistarnir hafa vak- ið upp sjálfir. Sjálfsagt vilja þeir ekki hætta götu-uppþotum, vitfirr- ingslegum ólátum á opinberum fundum, hótunum um misþyrming- ar og öðrum slíkum bjánalátum.— Meðan þeir ekki leggja slíkt niður er engin leið að bjarga þeim und- an bareflum ríkishers eða yfirgangi fasismans. En hvenær sem komm- únistarnir hafa vit á að haga sér eins og siðaðir menn, er ríkisherinn hér á landi sjálfdauður og fasisminn máttlaus. Pað er kominn tími tíl fyrir komm- únistana að íhuga þessi mál, ef uppvakningar þeirra eru farnir að ásækja þá þeim til meins. R 9 D •bilar bestír. I 4 , ' • • l Sími 260 | iKKoaiar oo niiKKioiur nýkomnar. Kanpfélag Verkamanna. Skæðadrífa. Unglingaskór Ásælni Halldórs. Hin pólitiska stjarna kommúnistanna í tunnuverksmiðjunni (Tr. E.) segir frá því í síðasta »Verkam.« að Halld. Friðjónsson hafi komið fram með þá tillögu (á fundi er atvinnubótanefnd hélt með verkamönnum) að tekið yrði af krónu útborgun til verkamannanna og bætt við kaup beykiranna í verk- smiðjunni. Petta er venjutegur komra- únistasannleikur. H. F. gerði þá fyrir- spurn til atvinnubótanefndar og verka- mannnanna, hveinig yrði með kaup beykiranna? Hvort ætti að draga af verkamönnunum til að greiða beykir- unum, þar sem þeim áður hefði verið greitt hærra kaup en algengum verka- mönnum? Atvinnubótanefnd upplýsti að beykirum yrði greitt 10 aurum hærra á tímann, en öðrnm verka- mönnum i verksmiðjunni, og var fyrirspurninni |>ar með svarað. Gerði H. F. enga athugasemd við þetta, þótt kaup þetta sé hlutfallslega 10X lægra en beykirum hefir áður verið greitt i tunnuverksmiðjunni. Annars hefir verið kýmt að þessari frásögn »Verkam.« ura sérdrœgni H. F. í fjármálum. Kunnugir vita hve sér- drægur hann hefir ætíð verið í fjár- málum. Enda safnað auði um dagana,. Ekki frásagnar vert. »Verkam.« sem út kom á Laugar- daginn, sagði ekkert frá samþykt norsku samninganna. Hefir líklega ekki fundist þetta snerla svo mikið norðlenskan verkalýð, að vert væri að geta þess arna. »Verkam.« gefur sig ekki að smámunum! Ungfrú Anna Tryggvadóttir og Guðmundur Gunnarsson trésmiður opinberuðu trúlofun sína á Laugar- dagskvöldið var. með hrágúmmí botnúm nýkomnir. Kaupfélag Verkamanna. Munið eftir basar kvenfélagsins »Hlíf< á sumar- daginn fyrsta 20. þ.m. í Skjald- borg kl. 2 e. h. — Margir vel unnir munir, Nefndin. Sífelt kaffið sinnið kætir. sé það eins og vera ber, kryddað G. S. kaffi- bætir kaffið ávalt bragð- gott er. G. S. kaffibætir býður bestu lausn á vanda þeim, hvernig hugur, hóg- vær, blíður halöi sér í þessum heim, Fæst í næstu búð! Tíl Ipiffll 3ía herber£Ía íbúð og 111 löiyu eldhús, með aögangi: að baði. Upplýsingar í síma 274. — Dr bæ og bygð. Á sumardaginn fyrsta hefir kven- félagiö Hllf basar í Skjaldborg, kl. 2 e.h. — Verða þar margir ágætir munir á boðstólum. Hjónaband: Ungfrú Anna Stefáns- dóttir og Hallfreð Sigtryggsson voru gefin saman í hjónaband á Laugar- daginn var.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.