Alþýðumaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Alþýðumaðurinn - 15.05.1934, Qupperneq 3

Alþýðumaðurinn - 15.05.1934, Qupperneq 3
alPýðí;ma0tj®mn 3 Vinum og vandamönnum tilkynnist að móðir okkar, Flísabet Sigurðar- dóttir, andaðist þ. 8. þ. m. Jarðar- förin fer fram Föstudaginn 18, þ. m. frá heimili hinnar látnu, »Laxamýri« hér í bæ, og hefst kl. 1 með hús- kveðju. Steinunn Fióventsdóttir. Sigurlína Fló/entsdóttir. vinnunnar, en vill ekki vera skyld- ugur að framkvæma hana. Pað er ekki nema von að hálft Norðurland sé sett á annan endann út af þessu ! Verklýðsmál. Kaupdeiiunni á Blönduósi lauk á Föstudaginn, eins og getið var i síðasta blaði. Sarokvæmt samning- unum bækkar dagvinna við skip úr kr. 0,95 í kr. 1,15 í dagvinnu, og úr kr. 1,20 í kr. 1,65 í eftir-, nætur- og helgidagavinnu. Eir.nig skyldar af- greiðslan á Blönduósi sig til að hafa uppskipunarbátana og önnur uppskip- unaráhöld í betra standi en verið hefir, og verkamenn fái skýli við höfnina til að matast og hafast við í þegar unn- ið er. Almennt kaup verður eins og um semst með Alþýðusambandinu og rikisstjórninni í opinberri vinnu í sýslunni. Á Laugardaginn gaf »Verk- lýðsblaðið« út fregnmiða í Reykjavík, þar sem álygum og svívirðingum var ausið yfir verkamennina á Blönduósi og stjórn Alþýðusambandsins. Svaraði stjórn Verkamannafélagsins þessu sam- dægurs með eftirfaraudi skeyti til Al- þýðublaðsins: íAlþýðusambandið hefir frá byrjun deilunnar aðstoðað verklýðsfélagið öfl- uglega á allan hátt. Algert afgreiðslu- bann var á Blönduósi, og sömuleiðis var afgreiðslubann á Blönduóssvörum, sem reyna átti að koma í land á öðr- um höfnum. Síðast var stöðvuð af- greiðsla timburskipsins Dagny. Deilan hefir unnist, og sigurinn er einungis að þakka Alþýðusambandinu■ 25,%" kauphækkun hefir fengist, algerð for- ganga verklýðsfélaga til vinnu hefir verið viðurkend, og fl. hagsmunabæt- ur og öryggisráðstafanir fyrir verka- menn hafa náðst. Að fylstu kröfur um almenna kauphækkun hafa ekki náðst, er eingöngu að kenna Verklýðsfélagi Austur-Húnvetninga, ef um nokkra sök er að ræða. Við mótmælum ósann- indum kommúnista um endalok deil- unnar og um samningana, og við mótmælum því sem staðlausum þvætt- ingi, að Alþýðusambandið hafi staðið á bak við þá lúalegu, pólitísku her- .'erð sýslunefndar, að fá verklýðsfélaga til að vinna og fara úr félaginu, og hótunum hennar um að gera að öðr- um kosti ráðstafanir til að verkamenn fái ekki neina vinnu í framtíðinni hér í sýslu. Að nafninu til er V. A. H. í Verklýðssambandi Norðurlands. Eini kommúnistinn í stjórn félagsins hefir staðið í sambandi við VSN meðan deilan hefir staðið, án afskifta stjórnar eða féiagsins, enda hefir VSN ekk- ert aðstoðað í deilunni■ Erindreki VSN sat fund verklýðsfélagsins fyrir fáum dögum og reyndi að koma ó- hug og vantrausti inn hjá félags- mönnum um sigur í deilunni vegna þess að Alþýðusambandið hefði for- ustuna á hendi. Þessi ábyrgðarlausa staðhæfing, meðan á deilunni stóð, var stórhættuleg, þótt þetta hefði hins- vegar engin veruleg áhrif á félags- menn, en mikii hætta getur stafað af slíkri bardagaaðferð. í stjórn Verklýðsfélags Austur-Húnv.: Halldór Albertsson Lúðvík Blöndal Guðmundur Agnarsson Árni Sigurðsson Þorv. Þórarinsson.* Eins og sést á skeyti þessu, sem Alþýðum. hefir verið beðinn að birta orðrétt, var sagt í fregnmiða »Verk- lýðsbl.* að Alþýðusambandið hefði staðið á bak við sýslunefndina, er hún reyndi að sundra verklýðsfélaginu og eyðileggja deiluna. Verður þess líklega ekki lengi að bíða að verklýðs- félagið á Blönduósi segi sig úr VSN enda getur það ekki samrýmst að eitt og sama félag sé i Alþýöusam- bandinu og VSN, þar sem hið síðar- talda gerir alt sem í þess valdi stend- ur til að eyðileggja verklýðsfélögin og alt uppbyggingar- og samtakastarf Alþýðusambandsins á Norðurlandi. Óvitaæði kommúnista. Sóma og velferð verkalyðsins mis- þyrmt til að geðjast nokkrum æs- ingaffflum kommúnistaflokksins, sem leigð eru af íhaldinu lil að gera ó- spektir f landinu, svo það fái á- stæðu til að heimta aukna ríkis- lögreglu og einræðislöggjðf til að berja niður heilbrigð samtök verka- lýðsins og félagsskap. Atburðir undanfarinna daga eru ýmsum góðum mönnum og konum áhyggjuefni, og mörgum gengur erfiðlega að átta sig á því, hvað, í raun og vetu, hefir verið að gerasi. Flestum hefir þó skiiist það: Að uppþot kommúnista eru fram- in að ástæðulausu. Að þó þess sé krafist af verka- mönnum vestur á Borðeyri að þeir geri skyldu sína eins og verkamenn annarstaðar á landinu, getur það ekki verið ástæða til uppþota og ofbeldisverka á Akureyri, Húsavík eða Siglufirði Að verkamennirnir hafa einir skaða og skömm af uppþotunum. Að kommúnisíar eru orðnir at- hlægi allrar þjóðar fyrir það að hafa undanfarna daga verið að rífa alt það niður, sem þeir hafa þótst vera að gera »fyrir verkalýðinn* í allan vetur. Að nú minnast þeir ekki á »vinnu handa 100 manns*. Að nú leggja þeir fáu menn þeirra, sem hafa vinnu, hana niður, og reyna að fá aðra til að gera slíkt hið sama- Að nú eru gleymd »hungruðu börnin*, »útslitnu mæðurnar*, »þjök- uðu öreigarnir«, vinnuleysið og eymdin.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.