Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.03.1935, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 05.03.1935, Síða 1
arg. Akureyri, I’riðjudaginn 5. Mars 1935. 9. tbl. Aöalfundur Verklýðsfélags Akureyrar var haldinn á Sunnudaginn. Sóttu hann 123 félagsmenn. Fjórir karlar og tvær konur gengu í féíagið á fundinum og ein kona gékk úr fé- laginu. í félaginu eru nú 157 karlar og 57 konur, eða alls 214 manns. — Félagssjóður er kr. 292,09, og Sjúkrasjóður kr. 767,40, eða eignir félagsins alls kr. 1059,49, og verður það að teljast góð eign eftir tvö frumbýlingsár félagsins. Einnighefir félagið í sínum vörslum kr. 748,06, sem það hefir safnað á árinu í Björgunarskútusjóð Norðurlands. Líka safnaði félagið, meðal félags- fólksins, kr. 575,00, handa fólki í verklýðsfélögunum á Dalvík og í Hrísey, sem fyrir skaða varð í jarð- skjálítunum s. I. vor. Kom fólkinu þessi hjálp, þó minni væri en æski iegt hefði verið, mjög vel, því hún var fyrsta peningahjálpin, sem það 4ékk. — Formaður gaf ýtarlega skýrslu um störf félagsins á árinu. Haldnir voru 12 félagsfundir, sem æfinlega voru ágætlega sóttir. Einnig hafði félagið ársskemtun og samkomu 1. Maí. Félagið send' 1 fulltrúa á aukaþing Alþýðusambandsins og 2 fulltrúa á aðalþing þess á árinu. — Kauptaxti félagsins var hinn ráð- andi kauptaxti í bænum, og fékkst hækkun á tímakaupi kvenna úr 70 aurum upp í 75 aura á klukku- stund, og við uppskipun á blaut- fiski var kvennakaupið hækkað uppí 85 aura á klst. Einnig setti félagið kauptaxta fyrir bev’ -a sem farið var eftir, en þessir enn höfðu ekki haft ákveðinn taxta áður, og kaup þeirra töluvert misjifnt. Fé- lagið kom því í gegn allverulegri kauphækkun á srinu. Á árinu mynduðu félagskonurnar sérstaka starfsdeild í félaginu. Hefir deildin starfað ágætlega. Gekst hún fyrir krónuveltu á s- I, hausti tii á- góða fyrir björgunarskútusjóðinn. Fyrir jólin efi di hún til skemmti- samkomu tii fjársöfnunar handa fá- tækum, og nú hafa félagskonurnar tilbúinn basar, sem halda á nú í vikunni til ágóða fyrir Bjö'gunar- skútusjóðinn. Virðist áhugi féJags- kvennanna vera hinn besti, og fram- kvæmdirnar í samræmi við hann. Ættu verkakonur að fjölmenna inn í félagið á næstunni og styrkja deildina í hinu þarfa og óeigin- giarna starfi hennar. Þá gat formaður baráttu félags- ins fyrir aukinni útgerð í bænum — togaraútgerð — og stofnun síld- arbræðsluverksmiðju hér á tang- anum, auk starfs þess fyrir aukinni atvinnubótavinnu að vetrinum, enda hefði aldrei verið unnið fyrir eins mikið fé í atvinnubótavinnu og nú í vetur. Þá skýrði hann frá því að nú í för sinni til Reykjavíkur í s. 1. mánuði hefði hann samið frumvarp til laga um síldarbræðsluverksmiðju á Akureyri, sem Alþýðuflokksþing- mennirnir mundu flytja á yfirstand- andi þingi. í sambandi við atvinnu- málin í bænum gat formaður þess, að rannsókn hefði leitt í ljós, að síldar- og fiskverkun hefði verið það minni í bænum s. 1. ár, að næmi um 200 þús. krónum. í mink- andi vinnuiaunum frá því er var árin á undan. Sæist best á þessu hvílík vá væri fyrir dyrum ef þessu héldi áfram. mm nyja-bio mm Þriðjudagskvöld kl. 9. Æfintýrið í dýragarðinum. Sýnd í síðasta sinn. Alþýðu- sýning. Niðursett verð! Börn fá ekki aðgang. Miðvikudagskvöld kl, 9 Hennar hátign afgreiðslustúlkan Þýzk tal- og 'hljómmj-nd í 10 þáttum. — Aðalhlutverkin leika; Liane Haid, Willy Forst og Paul Kemp. í stjórn voru kosnir: Erlirigur Friðjónsson formaður. Svanlaugur Jónasson gjaldkeri. Ólafur Magnússon ritari. Haraldur Þorvaldsaon og Helga Jónsdóttir meðsljórnendur. í varastjórn voru kosnir: Halldór Friðjónsson varaform- Sig. H. Austmar varagjaldkeri. Marteinn Sigurðsson vararitari. Jón Voprii Stefánsson og Aðal- steinn Stefánsson varameðstj. Endurskoðendur félagsreikninganna voru kosnir: Gestur Bjarnason, Jön Austfjörð og Helgi Kolbeinsson til vara. í dómnefnd voru kosnir: Páll Magnússon, Jón Austfjörð, Sig. H. Austmar,

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.