Alþýðumaðurinn

Eksemplar

Alþýðumaðurinn - 13.04.1937, Side 1

Alþýðumaðurinn - 13.04.1937, Side 1
Fanðurinn hafnaði í einn hljóði, að taka Verkamannaféiag Aknreyrar inn, sem heild Væntanlegur kauptaxti félagsins ræddur. Allir sammála um að kaupið verði hækkað Fundur Verklýðsfélags Akureyrar á Sunnudaginn var ágætlega sóttur, þrátt fyrir það þó borgarafundur- inn um rafveitumálið stæði yfir á sama tíma niðri í stóra sal Sam- komuhússins. — Fyrir fundinum lágu líka mikilsverð mál, sem fé- lagsfólkið fylgdist með af áhuga. í fundarbyrjun minntist formaður látins -félaga, Jóns Sigurðssonar, og risu fundarmenn úr sætum sín- um til heiðurs minningu hans. Þá var samþykkt að halda 1. Maí n. k. hátíðlegan og stjórninni falið að skipa 5 manna nefnd til að annast undirbúning dagsins. í þriðja lagi var fyrir tekið bréf frá Verkamannafélagi Akureyrar, þar sem boðið var að félagið gengi sem heild inn í Verklýðsfélagið. í sambandi við þetta var mikið rætt um verklýðsmál, en enginn lagði með þessari sameiningu. Var, að loknum umræðum, eftirfarandi ályktun frá stjórn félagsins, sam- þykkt með öllum atkvœðum. (Letur- br. gerðar hér.) »Út af erindi Verkamannafélags Akureyiar, dags. 2. Mars sl., tekur fundur Vetklýðsfélags Akureyrar, haldinn 11. Aprfl 1937, fram, að Verklýðsfélagið neitar því afdráttar- laust, og í eitt skifti fyrir öll, að taka Verkamannafélag Akureyrar »sem heild* inn í Verklýðsfélagið, þar sem þeir menn, sem mest eru á oddinum nú í Verkamannafélagi Akureyrar, eru flestir sömu menn- irnir og valdir voru að klofningi verklýðssamtakanna hér í bœ 1931 og 1932, og myndu, ef þeir næðu að komast inn í Verklýðsfélag Ak- ureyrar, Íiefja þegar sama klofnings- starfið og þá, enda fylgja allt ann- ari stefnu í verklýðsmálum en Al- þýðusambandið og Verklýðsfélag Akureyrar og eiga því enga sam- leið með því. Þá eru einnig í Verkamannafélagi Akureyrar.menn, sem tilheyra öðrum sérgreinum í starfi en Verklýðsfél. er aðallega fyrir, svo sem múrarar, vélstjórar, skósmiðir og fl. Hinnsvegar lýsir fundurinn yiir því, og leggur sérstaka áherslu á, að allir verkamenn, sjómenn og verkakonur, sem fylgja stefnu Al- þýðusambandsins í verklýðsmálum, og eru ekki í öðru verklýðsfélagi á staðnum, eru velkomin í Verklýðs- félag Akureyrar, uppfylli þau að öðru leyti þau skilyrði, sem !ög félagsins setja fyrir inngöngu í það«. — Sýnir hin einróma samþykkt þessarar ályktunar mætavel hvílíkt reginslúður bað er hjá kommúnist- um að fólkið í Verklýðsfélaginu vilji binda trúss við þá, og það sé formanni og stjórn félagins að kenna, að samfylkingarrellu þeirra hefir ekki verið áður ansað. Stjórn og kauptaxtanefnd lögðu fram tillögur um hækkun á kaup- taxta félagsins Var málið rætt og voru allir einhuga með hækkun kaupsins, en málið verður ekki endanlega útkljáð fyr en á næsta fundi, sem haldinn verður 25 þ.m. Fyrir Verklýðsfélaginu liggur nú mikið starf á næstunni. Verða fé- lagarnir allir sem einn, að taka höndum saman um að efla félagið að meðlimafjölda og starfi. Fundurinn á Sunnudaginn var, gefur hinar bestu vonir um þetta. Útvarpiö. í kvöld er venjuleg dtgskrá. — Á erindatíma annaö kvöld ílytur Guömundur Friöjónsson er- indi, sem hann nefnir: Sveitakon- an, móðir og amma vor allra. 21,25 er útvarpssagan. Á Fimmtudaginn er útvarpiö að mestu helgað Bjarna Sæmundssyni próf. sem er þá 70 ára, en 21,40 er erindi frá útlönd- um. — Á Föstudaginn er útvarp frá Alþingi. — Kl. 19,20 á Laugard. flytur Finnur Jónsson er- indi um starfsemi Síldarútvegsnefnd- ar og kl, 21 óákveöiö.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.