Alþýðumaðurinn - 09.09.1941, Side 2
2
A LPÝÐUM AÐURIN W
Þar sem smásálar-
háttnrinn ræður.
Vafalítið má fullyrða að Akureyr-
aibær sé sá sfaður á landi hér, og
þó víðar sé leitað, sem síst kann
að taka á móti þjóðhöfðingjum svo
skammlítið sé, Ef dæma ætti eftir
þeim fádæma búrahætti, sem fram
kemur við þau tækifæri, mætti ætla
að hér byggju einungis kurfar, sem
ekki þekktu siðaðra manna háttu.
Og verst er að þeir, sem þessum
ósköpum ráða, virðast standa í
þeirri meiningu að þeir séu »ans-
ans, ári miklir kar)ar«, góðir fyrir
sinn hatt, og fyrirtaks forsjá bæjar-
ins á þessu sviði, sem öðrum.
Minni kaupstaðir en Akureyri;
jafnvel smá sjávarþorp úti í fásinn-
inu, sýna miklu meiri menningar-
brag f viðtökum gesta, en hér á
sér stað, þó fyrst kasti tólfunum,
þegar þjóðhöfðingjar í opinberum
heimsóknum eiga í hlut.
Akureyringum er sjálfsagt ekki
úr minni liðinn enn feluleikurinn,
sem leikinn var þegar Kristján kon-
ungur X. og drottning hans komu
hingað síðast í opinbera heimsókn.
Maður hefði hugsað að stjórnar-
völd bæjarins hefðu haft hug á að
bæta fyrir það hneyksli í næsta
sinn er þjóðhöfðingi gisti bæinn í
opinberri heimsókn. En það virðist
altaf að fara í geitarhús að leita
ullar að ætla þeim, sem stjórna
þessum bæ, að sýna að þeir kunni
mannasiði.
Þetta kom all átakanlega í Ijós
þegar ríkisstjórinn kom hingað í
opinbera heimsókn fyrir nokkru.
Ríkisstjórinn er æðsti maður
landsins. Fer með það vald, sem
konungur fór með áður. Á heim-
sókn hans ber því að líta, sem
heimsókn þjóðhöfðincja, og haga
móttökum öllum eftir því. Þá hefði
það ekki átt að spilla fyiir, að
Akureyri var fyrsti bærinn — og
eini bærinn í ár — sem ríkisstjóri
heimsótti, eftir að það virðulega
embætti var stofnað í landinu.
Akureyri hafði því sérstakt tækifæri
og skyldu til að sýna myndarskap
í móttökunum, og gera bæjarbúum
þenna atburð minnisstæðan og
bæjarfélaginu til sóma.
En mótökunefndin virtist ekki
koma auga á neitt af þessu. Hún
sneið móttökurnar sem líkast því sem
þegar verið er að taka á móti t. d.
knattspyrnuflokkum og skemmta
þeim. Lengra komst hugarflug
nefndarinnar ekki.
Einföldustu mcttökurnar, sem
bænum hefði verið vansalítið að
hafa um hönd, hefðu mátt vera
eitthvað á þessa leið;
Séð hefði verið um að fánar
hefðu verið dregnir að hún daginn
sem ríkisstjóri kom, dagana sem
hann dvaldi hér og daginn sem
hann fór. Bæjarstjórn, starfsmenn
ríkis og bæjar, fulltrúar erlendra ríkja
og blaðamenn hefðu tekið á móti
ríkisstjóra, er' hann kom í bæinn,
og fagnað honum. Fagnað, til
heiðurs ríkisstjóra átti að hafa hér
í bænum — sambr. íslenska gest-
risni í heimahúsum — og sjá um
að ríkisstjóri kæmi opinberlega
fra.m, þar sem þeir fengju að sjá
hann og heyra, sem langaði tii að
sjá þenna æðsta mann landsins,
og fagna honum-
Þetta var alit sjálf'iagt þegar um
opinbera heimsókn var að ræða.
Að þetta var ekki gert, stafar trauðla
at öðru en molbúahætti bæjarstjórn-
ar og móttökunefndarinnar — skorti
á kunnáttu á mannasiðum.
En voru móttökurnar ekki veg-
legar ? Sjálfsagt finnst móttöku-
ne'ndinni það? En ætli þeir séu
teljandi fleiri? Eins og fyrri dag«-
inn var meginþátturinn sá að fela
allt sem vandlegast, bæði ríkisstjór-
ann siálfan og allf, sem fram fór í
sambandi við komu hans. Hefði
ríkisstjóri sjálfur ekki boðað nokkra
bæjarbúa á sinn fund, hefðu
trauðla fleiri en 40—50 mar.ns í
bænum séð hann. Móttökunefndin
varaðist, eins og heitan eld, að
láta blaðamenn eða fréttaritara
nokkuð vita um ferðir ríkisstjóra
eða móttökurnar. Ekkert var gert
til að setja hátíöasvip á bæinn í
sanrbandi við þessa heimsókn.
Daginn, sem ríkisstjóri kom, fóru
undir kvöld að tínast upp eitt og
eitt flagg á stangli, hér og þar um
bæinn, og tæpum klukkutíma áður,-
en gestirnir óku í bæiun, var bæjar^
verkstjórinn að streytast við að koma
fyrir nokkrum fánum meðfram göt-
unum, sem gestirnir áttu að aka
um. Auðsjáanlega allt of mikill
»spandans« að hafa fánana uppi t.
d. frá hádegi. Engin opinber mót-
taka fór fram þegar ríkisstjóri kom
að Menntaskólanum. Og út um
bæinn spurði fólkið: Kemur ríkis-
stjórinn í dag? Og um kvöldið
Kom ríkisstjórinn í dag? Ekki oaf
bærinn sérstakan hátiðarsvip dag-
ana, sem ríkisstjórinn dvaldi hér.
Engir fánar uppi, nema á Mennta-
skólanum. Ekki einu sinni á ráð--
húsi bæjarins eða hjá ræðismönnum
erlendra ríkja. Svo heppilega vildi
til að engin jarðarför fór fram í
bænum þessa daga, en helst kem-
ur fyrir að einstaka bæjarbúi flaggi
við þau tækifæri; líklega af því að
þá þarf ekki að draga fánann nema
í liálfa stöng.
(Meira)
Bœjarbúi.
Af gefnu tilefni
skal athygli verkamanna, sem vinna’
hjá breska setuliðinu. vakin á því,
að hver, sem hættir þar vinnu, á
að tilkynna það Vinnumiðlunarskrif-
stofunni; og enginn má láta annan
fara í sinn stað í vinnuna nema
með vitund og samþykki Vinnu--
miðlunarskrifstofunnar.