Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.07.1944, Síða 3

Alþýðumaðurinn - 04.07.1944, Síða 3
AtjfrCtimaftiring 3 Kauptaxti Verklýðsfélags Akureyrar frá 1. Júlí 1944. Kaup karlmanna, almenn dagvinna . kr. 6,70 Kaup drengja 14—16 ára dagv. — 4,42 Skipavinna karlmanna dagvinna — 6,97 Kol, salt. seraent og grjótv,, dagv., . — 7,77 Slúun á síld í dagvinnu(.... — 8,84 Kaup dixilmanna í dagvinnu — 7,50 Lempun á kolum í skipi, dagv., — 11,79 Mánaðarkaup karlmanna kr. 1440,50. KAUP KVENNA: Uagvinna almean og fiskvinna . kr. 4,02 Síldarvinna kvenna, dagvinna . — 4,90 A ofanskráð kaup greiöist 50^ hækkun fyrir eftir- vinnu, en ÍOO^ hækkun fyrir nætur- og helgidaga- vinnu. Hreingerning á íshúsum og skipum, pönnun og önn- ur íshúsvinna greiðist eins og síldarvinna. Vinni konur þá vinnu, sem venia er að karlmenn vinni, þá skalL greiða þeim sama kaup og karlmönnum. Fiskþvottur skal unninn í akkorði og greiðist meí kr. 5,08 fyrir hver 100 kg. af himnuteknum fiski og kr. 4,08 fyrir 100 kg. af óhimnuteknum fiski. Vísast að öðru leyti ttt samnings um kaup og kjör verkafólks, milli Vinnuveitendafélags Akureyrar og Verklýðsfélags Akureyrar, frá 30. Sept, 1942 um þaö> sem ekki er tekið fram hér, en samningurinn hefir inni aö halda, nema 10. gr. samningsins, sem fallin er úr gildi með framkvæmd laga um orlof. Gildir samn- ingurinn nú sem taxti fyrir félagsfólkið. Akureyri 30. Júni 1944. Fyrir Verklýðsfélag Akureyrar. Erlingur Friðjónsson• Til vonaskarðsins á bláfjöilum firaga horfði hann og vænti sér "íírlausnar á þeim leiðnm um þau efni er fræðibækurnar veittu eng- in svör við. Um það undraskarð ivissi andi skáklsins ótal emstigi, sem aðeins eru fær þeim, er verið befir hugsjón sinni og list trör, til síðuslu stundar. F. H. Berg. Skrá yfir gjaldendur nárnsbcka- gjalds í Akureyrarkaupstað árið 1944 liggur frarhmi, al- menningi til sýnis, á skrif- stofu bæjarstjóra dagana 5.— 19. jiíií n. k. að báðurn dögnm meðtöldum, Kærum ut af skránni ber að skila á skrifstofu bæjarstjóra innan Joka framlagningar- frestsins. ^Aknreyri, 3. Júlí 1944 Bæjarstjóxinn. Merk bðk. „Hver er maberinn?" Æfiágrip 3735 /slendinga. Nýlega er koinin út bókin, »Iíver er maðurinn?«, sem Bryn- leifur Tobiasson menntaskóila- kennari hefir unnið að undanfar- ið. tJtgefandi er Guðnmndur Gam- alíelsson. I bók þessari eru örstutt æviágrip 37.35 manna. Af þeim eru um 1380 látnir, en um 2355 enn á lífi. 1 bók þessari er ekki getið ann- arra en þeirra, sem á lífi voru 1. Febrúar 1904j en þann dag hófst innlend ráðherrastjórn á Islandi. Segist höfundur bókarinnar vona, að hún »hjáJpi dálítið bæði samtíð og' franitíð að vita sæmilega glögg deili á þeim mönnum, sem gerðu garðinn frægan á íslandi á fyrstu 40 árum heimastjórnarinnnar«. Þessi bök hefir verið nokkur ár í smíðum, enda ekki fljótlegt að viða að efni í hana og raða því niður á aðgengilegan hátt. Helir bókar, sem þessarar verið lengt vænst, og Jeikur ekki á tveini tungum um það.að bókarhöfundur og útgefandi hafa unnið þarft verk og merkt með útgáfu hennar. Mun hún verða handbðlc fræði- manna, er stundir Iíða, um leið og hún foix)ar mörgum frá að gleym- ast algerlega -— mönnúm, sem ekki hafa borið hátt í ys og önn samtíðar sinnar, en þó verið giJdir þegnar þjóðarinnar, sem unnið hafá til að lifa að nokkru Jengur en títt er rnn þá, sem hljótt er um í lifanda lífi. Bókin er í tveim stórum bind- um um 800 blaðsíður að stærð, prentuð á góðan pappír og vandað til útgáfunnar á alJaai hátt. Hjónabönd: Ungfm MargréÉ Bjarnadóttir, kennari og Guðm< Bárðarson vélstj. frá fsafirði, Ungfm Ragna Ragnars og Kart GrönvoJd, bankam. Ungfrú Guð- rún Aspar og Jóhann Kristinsson bílstjóri. Ungfrú Anna Aspar og Bernótus Olafsson, vélstjóri frfi Skagaströnd.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.