Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.07.1945, Síða 3

Alþýðumaðurinn - 31.07.1945, Síða 3
Þriðjudaginn 31. Júlí 1945 .ALÞÝÐUMAÐURINN 3 ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: AlþýSujlokksjélag Akureyrar Ábyrgðarraaður: Erlingur Friðjónsson Blaðið kemur út á hverjura Þriðjudegi Af greiðslumaður: Jón Hinriksson, Eiðsvallagötu 9 Árgangurinn kostar kr. 10.00 Laueasöluverð 30 aurar Prtntsmiðja Björns Jónssonar h.j. TIL MINNIS Opinberar skrifstofur opnar: Baejarfógetaskrifstofan 10—12 og 1—3 Skrifstofur bæjarins 10—12 og 1—5 — byggingafulltrúa 11—12 —- framfærslufulltrúa 4%—5V£ — jarðræktarráðunauts 1—2 Skömmtunarskrifstofan 10—12 Vinnumiðlunarskrifstofan 2—5. Póststofan: Bréfastofan 10—6 Bögglastofan 10—12 og 1—5 Bankarnir opnir: Landsbankinn 1014—12 og l]/í>—3 Búnaðarbankinn 10'/i—12 og l’/á—3 Útvegsbankinn lOVa—12 og 1—4. Viðtalstími lækna: Héraðslæknirinn 10%—11% Sjúkrasamlagslæknirinn 11—12 Árni Guðmundsson 2—4 Jón Geirsson 11—12 og 1—3 Pétur Jónsson 11—12 og 5—6 Stefán Guðnason 12%—2 og 5—6 Helgi Skúlason, augnl. 10—12 og 6—7 Friðjón Jensson tannl. 10—12, 1—3 og 4-6 Gunnar Hallgrímss. tannl. 10-12 og l%-4 Berklavarnastöðin 2-4 á Þriðju- og Föstud. Sjúkrasamlagið 10—12 og 3—6. Kaupgjald og vísitala: Almennt kaup karla .... kr. 6,88 á klst. Almennt kaup kvenna .. kr. 4,26 á klst. Kaup ungl. 14—16 ara .. kr. 4.54 á klst. Vísitala framfærslukostnaðar 275 stig. Alþýðublaðið kostar 5 krónur á mánuði fyrir áskrif- endur. Hvert sérstakt blað 40 aura. Af- greiðslan í Lundargötu 5. Er selt á Ráð- hústorgi eftir komu hraðferðanna á kvöld- in. Er einnig sclt í Bókaversl. Gunnl. Tr. Jónssonar, Versl. Baldurshagi og Kaupfél. Verkamanna, nýlenduvörudeild. Alþýðumaðurinn er seldur í lausasölu í Versl. Baldurs- hagi og í Kaupfél. Verkamanna. — Af- greiðslan er í Eiðsvallagötu 9. Árroði hlað ungra jafnaðarmanna, er blað, sem allt ungt fólk þarf að kaupa og lesa. Ræðir áhugamál unga fólksins á prúðan og fræðilegan hátt, en af fullri einurð og hreinskilni. Blaðið keur út mánaðarlega að vetrin- um. Árroði fæst á afgr. Alþýðublaðsins hér, Lundargötu 5. Skutull, blað Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, fæst keypt á afgreiðslu Alþýðublaðsins hér í bænum. -— Skutull er vel ritað blað og fjölbreytt að efni. Hver sá, sem fylgj- ast vill með landsmálum, verður að lesa Skutul. Vestfirðingar hafa lengi staðið framarlega í baráttu þjóðarinnar fyrir auknu frelsi, umbótum í atvinnumálum hennar og heilbrigði í félagsmálum. — „Skutull“ er rödd Vestfirðinga á þessum vettvangi. Stórfelldar framkvæmdir í uppsiglingu á ísafirði Fyrir forgöngu bæjarstjórnar- meirihlutans er ákveðið að koma upp fiskvinnslustöð á „Neðsta“. Á hún að nýta allan fisk og fisk- úrgang. með nýtísku vélum. Verður þarna um að ræða hrað- frystihús, síldar- og fiskimjöls- verksmiðju, og lifrarbræðslu. Þá er ákveðið að fá lil bæjarins tvo nýtísku diesel-togara nú á næstunni. Fyrir utan þetta er verið að útvega til bæjarins 5 fiskiskip 20—80 sráál. lil við- bótar þeiin myndarlega fiski- skipaflota, senr Isfirðingar eiga fyrir. í öllu þessu er bæjarstjórnin aðal driffjöðrin og bæjarsjóð- ur leggur fram helming hluta- fjárins, en hinn hlutann leggur aðallega fram fólkið, sem kem- ur lil með að vinna við þessi at- vinnufyrirtæki. Það er dálítið annar svipur á r atvinnuframkvæmdunum á Isa- firði en hérna á Akureyri, þar sem bæjarstjórnin ætlaði að láta lítilháttar vísi að útgerð kafna í fæðingunni af því það vantaði 15—20 þúsundir króna til að fengið væri tilskilið hlutafé, og bæjarstjórnin er búin að velta vöngum yfir, bræða, vega, ræða um og rífast um, hvort heldur eigi að leggja tvo eða j)rjá smá- steina á ári í hafnarmannvirkin, sem hún —- sjálfsagt í breinasta ógáti — samþykkti einu sinni að láta byggja hérna á Tangan- um. Á ísafirði er Alþýðuflokkur- inn í meiri hluta í bæjarstjórn. Á Akureyri íhald Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Héðan og þaóan Smátt og smátt berast fréttir frá Isléndingum, sem dvöldu er- lendis styrjaldarárin. Eru frétt- ir af þeim yfirleitt góðar. Ný- lega hefir borist bréf frá Sig- valda Þorsteinssyni kaupmanni, sem flestir Akureyringar kann- ast við. Segir hann allt golt af sér og sínum. Hafði hann og fólk hans haft það golt yfir stríðsárin. Mun þetta gleðja hina mörgu vini og kunningja fólks hér í bænum. Enn veiðist lítið af síldinni. Helst hefir dálítið veiðst fyrir sunnan Langanes. Áttræður er í dag Júlíus Gunnlaugsson, bóndi í Hvassafelli. Eins og kunnugt er, hefir Júlíus um langt skeið verið einii af athafna mestu búhöldum Eyjafjarðar.— Bjó rausnarbúi í Hvassafelli yfir 40 ár, kom upp myndariegum barnahópi, búsaði og bætti jörð sína, og var yfirleitt fyrirfnynd- ar bóndi og sómi sinnar sveitar. Mun verða fjölmennt á heimili þessa bændaöldungs í dag. Þang að munu sækja, ekki •einungis hinir mörgu vandamenn og vin- ir Júlíusar, heldur og líka sam- sveitungar og Ifferaðsmenn, sem kunna að meta og virða hálfrar aldar nytjaslarf fyrirmyndar- bóndans. Þeir félagar, Valur Norð- dahl oð Jóhann Svarfdælingur höfðu þrjár kvöidskemmtanir hér í síðustu viku. Voru þær á- gætlega sóttar. Sýndi Valur ým- isleg töfrabrögð og meinlausar sjónhvei'fingar. Jóhann sýndi sig í ýmiskonar búningum. Handknattleiksmót Norðlend inga fór fram á Akureyri dag- ana 28. og 29. Júlí. Keppt var bæði í 1. flokki kvenna og karla. Þátttakendur voru frá Knattspyrnufélagi Ak- ureyrar, íþróttaféla ginu Þór Ak ureyri og íþróttafélaginu Völs- ungum Húsavík. I karlaflokki vann K. A. þór með 12 mörkum gegn 9. og urðu þar með Norðurlandsmeistarar. I kvennaflokki fóru leikar þannig: Völsungur vann Þór 5:0. K. A. og Þór jafntefli 2:2. K. A. vann Völsung 3:2. Þór hlaut 1 stig. Völsungur 2 og K. A. 3 stig og urðu Norð- urlandsmeistarar, Keppt var um haúdknatt- leiksbikar Norðlendinga, gefinn af Jóni Egils kaupmanni, Ak. Þetta er í fjórða sinn, sem keþpt er um grip þennan og hafa Völs- ungar unnið hann tvisvar og K. A. tvisvar. • ■■ j.... FjdrSnnpsambanð Norðlendinya var stofnað hér á Akureyri 14. þ. m. Stofnendur voru fulltrúar frá sýslu- og bæjarfélögum í Norðlendingafjórðungi. Sam- bandinu voru sett lög og nokkr- ar ályktanir samþykktar. I 2. gr. sambandslaganna er kveðið á um aðal verkefni þess og störf. Er hún svohljóðandi: „Höfuð markmið sambands- ins er, að sameina sýslu- og bæj- a r f élög Nor ðlen d i ngaf j ór ðu ngs um menningar- og hagsbótamál- efni hans og stuðla að því, að félögin komi fram sem heild út á við, bæði þbgar um sameigin- leg framfaramál er að ræða, og einnig til stuðnings velferðar- málum einstakra sýslu- og bæj- arfélaga, eftir því sem við verð- ur komið. Sérstaka áherslu vill samliandið leggja á, að vinna að varðveislu sögulegra minja inn- an fjórðungsins og annara þeirra tengsla milli fortíðar og nútíðar, sem hverri menningar- þjóð eru nauðsynleg.“ I fjórðungsráð til næstu þriggja ára voru kosnir: Páll Þo rleifsson prestur Skinnastað, Karl Kristjánss. oddviti Húsavík, Brynjólfur Sveinsson kennari Akureyri, og til vara: Snorri Sigfússon námsstjóri Akureyri, Guðbrandur ísberg sýslumaður Blönduósi og Þorsteinn Símon- arson bæjarfógeti Ólafsfirði. DÓMURINN Framhald af 2. síðu. svör ekki passað fullt eins vel handa Steingrími Aðalsteins- syni, eins og að segja verka- manni, sem unnið Iiafði milli 2B og 30 ár hjá vissum atvinnurek- endum, að hann skuli hætta því og taka upp eigin atvinnu, eða afsala sér að öðrum kosti „al- mennum réttindum,“ sem stjórn- arskráin veitir honum, og Fé- lagsdómur telur að ekki megi svifta Steihgrím Aðal- steinsson. Iíér er um svo algerlega lilið- stæð mál að ræða, þar sem öðr- um aðilanum er veitt allt, sem hann fer fram á og er talið að hann eigi rétl á samkvœmt „AL- MENNUM RÉTTI,“ en hinum er neitað um allt, sem liann hlýt- ur þó að hafa rétt til, ef sá fyrr- nefndi hefir það. Dómarar hljóta að vita það, að það er ekki vilji þeirra sjálfra, sem á að ráða dómum þeirra. Þeim er gefið vald til úr- skurðar í málum manna, en á þá er einnig lögð sú skylda að skera rétt úr þeim, og fara þar að lögum. Stjórnarskráin segir í þessum efnum, 61. gr. hennar: „Dómendur skulu í embættis- verkum sínum fara einungis eft- ir lögunum.“ Á þetta ákvæði sýnilega að tryggja það að ekki sé dæmt sitt á hvað eftir geðþótta þeirra, sem með dómsvaldið fara, og víða er í almennum hegningar- lögum settar slr^ngar reglur og þung viðurlög við því, ef dóm- ari fer eklci rélt með vald sitt. Það þykja og hin mestu fyrn og undur, þegar sami dómstóllinn dæmir ])veröfugt við síua fyrri dóma. Slíkir dómstólar verða ekki teknir alvarlega. Það verð- ur ekki litið á þá á annan veg en sem marklausar stofnanir. (Niðurlag).

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.