Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.03.1947, Page 4

Alþýðumaðurinn - 18.03.1947, Page 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 18. marz 1947 Amtbókasafni Síðarí í fyrri grein minni fór ég nokkrum orðum um bókasöfn al- mennt. Skal nú vikið nánar að. hversu högum bókasafns vors Akureyringa er farið. Fyrst er bókakosturinn. Sakir þeirra hlunninda, er safnið nýt- ur, má segja, að hinn íslenzki bókakostur þess sé sæmilegur. Það á t. d. mjög sómasamlegt safn blaða og tímarita, og all- mikið af gömlum íslenzkum bók- um, þótt ekki sé þar um fullkom- ið safn að ræða. Af hinum nýrri bókum hefir að vísu margt farið forgörðum í notkun, af því að nægilega mörg eintök hafa ekki verið til, en við það má hlíta. Þegar litið er til hinna er- lendu bóka verður annað upp á teningnum. Nú um langt skeið hefir fullkomið handahóf ráðið því, hvað keypt hefir verið til safnsins af erlendum bókum. Vantar þar því mjög tilfinnan- lega handbækur og fræðibækur í flestum greinum, sbr. skýrslu bókavarðar í Degi 10. tbl. Er þar ,hvorttveggja, að fé til bókakaupa hefir verið af skornum skammti, og ekki fylgt nokkurri reglu um bókaval. Mjög hefir það og háð safninu, að engin fullkomin skrá er til um það. Spjaldskrá gömul er að vísu til, en henni hefir ekki verið haldið áfram nú um langt skeið. Þegar svo er, er erfitt að kaupa til safnsins. Miklir erfiðleikar hafa verið á því að fá bundnar bækur safns- ins hin síðari ár. Er því mikið af tímaritum og blöðum óbundið og um leið lítt aðgengilegt til notkunar. En þó að ýmislegt megi að bókakosti safnsins finna, er þó annað mál alvarlegra og það er húsnæðið. Um það er í stytztu máli að segja, að það er með öllu óviðunandi. í fyrsta lagi er það mjög óhéntugt að húsaskipan, þannig, að ókleift er að leyfa við- skiptamönnum safnsins umferð um það til að velja sér bækur, en sá háttur, mun víðast hafður í almenningssöfnum. Þá eru þrengslin óviðunandi. Allmikið af prentuðu máli, skýrslur og ýmislegt smávegis, verður að geyma í stöflum, óaðgengilegum með öllu, sakir rúmleysis, og varla verður þverfótað í safninu. grein. I Þá er lestrarsalur harla þröngur og óvistlegur. ótalið er þó hið allra versta og það er eldhætta sú, er yíir safninu vofir. Það er geymt í gömlu timburhúsi, sem jafnframt er búið í. Það er nokkurn veginn fullvíst, að ef eldur kæmi upp í því, yrði engu af safninu bjarg- að. En eins og áður er sagt er þar til svo gott safn íslenzkra, eldri bóka og blaða, að slíkt tjón yrði raunverulega óbætaniegt. Þá er afnotatími safnsins. Það er nú opið aðeins þrisvar í viku frá kl. 4—7 síðd. Ekki er mér kunnugt um, af hverjum ástæð- um tíminn er svo skammur, þar sem það fyrrum var opið 5 daga vikunnar, en sennilega er um sparnaðarráðstöfun að ræða. Er þetta vægast sagt harla lítill tími, ef um veruleg not lestrarsals væri að ræða, og fyrir allan þorra manna, sem gegna föstum störfum er þessi tími svo óhent- ugur, sem framast má verða. En hvað á að gera? Hið fyrsta, sem bæta þarf úr, er húsnæði. Nokkuð fé er þegar fyrir hendi til bókhlöðusmíði, svo að raunar væri ekkert til fyr- irstöðu að hefjast handa uin hana nú í vor. Mun það mál rætt nánar síðar. En jafnframt þarf að gjör- breyta starfsháttum safnsins. í fyrsta lagi þarf að sjá því fyrir bókaverði, sem ekki hefir starf- ið í hjáverkum, því að bóka- varzla og skrásetning er ærið starf einum manni, og mundi þó ekki veita af, að honum væri veitt aðstoð við afhendingu bóka. Gera þarf fullkomna skrá yfir safnið, og taka upp fastari háttu um val bóka. Gæti í því efni vel komið til greina að leita óska og tillagna þeirra, er safnið nota, og gætu bókavörður og bókasafns- nefnd haft hliðsjón af þeim. Þá þarf einnig að lengja þann tíma, sem safnið er opið. Að vísu má segja, að þótt þessu yrði kippt í lag, væri vandamálið mesta, húsnæðið, ó- leyst. Og breytingar þessar á starfsháttum kæmu ekki að not- um fyrr en í nýju húsi. Þess vegna verða allir bæjarbúar að leggjast á eitt um það að fá reista bókhlöðu sem fyrst, svo að Ak- ureyrarbær geti komið upp bóka- safni, er samsvarar kröfum íím- ans og væri sómi bæjarins. En eins og bókasafnið er nú, er það honum fremur til vanvirðu en sæmdar. Er slíkt sæmandi höf- uðstað Norðurlands? Eg hygg flestir verði á einu máli um, að svo er ekki. En þá er að hefjast handa, því fyrr því betur. Hafnarmálin. Framhald af 2. síffu. Svona hefir þá gangur málsins verið: 1. Bæjarstjóri neitai tilboði Emils Jónssonar, þá vitamála- stjóra, um að senda verkfræðing hingað og gera teikningar og á- ætlanir um hafnarmannvirkin á Tanganum. 2. Bæjarstjóri fær Finnboga Rút Þorvaldsson til þessa verks fyrir allt að 36 þús.(?) króna þóknun, í stað ókeypis frá Vita- málaskrifstofunni. 3. Byrjað er á verkinu, en því hætt í miðjum klíðum sökum þess, að „krana“ vantar til að hlaða garðinn. 4. Allt í einu er uppgötvað, að samþykki vitamálastjórnar vant- ar fyrir gerð hafnarinnar. 5. Það tekur bæjarstjóra að sögn 2 ár að fá það. 6. Þegar „krani“ er kominn í bæinn, reynist enn „flottara“ að bíða eftir einhverjum „tilfæring- um“, sem vitamálastjórnin á í pöntun. Og hver efast um, að bæjarstjóri vor verði fyrstur til að hneppa hnossið hingað? Það er von, að Dagur hamist við að verja svona vinnubrögð, enda óvíst, að ritstjórinn hafi sýnt meiri fimleika í öðru máli. Hitt er skylt að þakka, þegar blaðið birtir skynsamlegar og hógværar greinar um málið, eins og grein Marteins Sigurðssonar í síðasta tbl. var. En hvað fær hann leyfi til að gera meira? Er honum ekki ætlað það hlutverk eitt að stinga hinum óánægðu Framsóknarmönnum hér svefn- þorn, svo að þeim gleymist það, hver í raun og veru ber ábyrðina á því, að Akureyrarbœ var á nýjan leik bundinn myllusteinn um háls? Vetrarfrakka r dökkir, saumaðir á saumastofu vorri, eru til sem stendur. Kaupfél. Verkamanna Fiogsljs. Það sviplega slys varð s. 1. fimmtudag, að Grumman-flug- bátur, eign Loftleiða h.f., steypt- ist í sjóinn við Búðardal og fór- ust 4 menn. Alls voru í flugvélinni 7 far- þegar auk flugmannsins. Var flugvélin að hefja sig til íiugs, og var komin í uro 200 feta hæð, að ágizkan flugmannsins, þegar hún tók að hallast mikið og skipti það engum togum að hún steyptist í sjóinn og sökk. Komst flugmaðurinn og 4 farþeganna út, en einn varð ekki lífgaður, María Guðmundsdóttir frá Reykjavík. Hinir sem fórust voru Elísabet Guðmundsdóttir frá Búðardal, Magnús Sigurjónsson, einnig frá Búðardal og Einar Oddur Kristjánsson gullsmiður frá ísafirði. Ekki er vitað enn um meiðsl þeirra, sem af komust, en ekki munu þau lífshættuleg. Samkv. áliti flugmannsins mun annar hreyfill flugvélarinnar hafa bil- að, og það hafi orsakað slysið. Alþýðuflokks- konur! Verið er að undirbúa stofnun Kvenfélags Alþýðuflokksins hér á Akureyri. Verður félagið vænt- anlega stofnað í næstu viku. Þær konur, eldri og yngri, sem kynnu að hafa áhuga fyrir þessu máli, og undirbúningsnefndin hefir ekki tal af fyrir þenna tíma, eru beðnar að gefa sig fram sem fyrst við einhvern úr undirbún- ingsnefndinni, en í henni eru frú Þorbjörg Gísladóttir, Strandgötu 29, Jóhann Konráðsson, Hafnar- stræti 53, og Halldór Friðjóns- son, Lundargötu 5. Er þess vænst að Alþýðuflokkskonur í bænum gangi að stofnun félags síns með myndarskap og glæsilegri þátt- töku. Strigaskðr með gúmmíbotnum, ágætir leikfimisskór og til að ganga á á verkstæðum, fást í KaupféL Verkamanna

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.