Alþýðumaðurinn - 07.10.1947, Blaðsíða 3
I
Þriðjudaginn 7. okt. ]947
ALÞÝÐUMAÐURINN
s
KNATTSPYRNUMÓT
NORÐURLANDS
var háð hér á Akureyrí dagana 27.—
29. sept. sl.
Fjögur félög kepptu: K. A., K. S.,
Þór og Völsungur.
Þór varð Norðurlandsmeistari og
sigraði alla keppinauta sína: Völs-
ung með 3:0, K. A. með 4:0 og
K. S. með 2:1. — í fyrra varð K. S.
Norðurlandsmeistari.
Aagljsing nr. 91947
trá skömmtunarst/óra
Samkvæmt heimild í 14. gr. reglugerðar um vöruskömmt-
unun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, frá
23. sept. 1947, hefir viðskiptanefndin samþykkt eftirfarandi
sérstakar reglur um veitingu innkaupaleyfa fyrir skömmt-
unarvörum til iðnfyrirtækja, veitingahúsa og annarra, sem
líkt stendur á um, og ekki er skyld að krefjast skömmtunar-
reita vegna sölu sinnar vegna þess, að veitingarnar eða iðn-
framleiðs.an er ekki skömmtunarskyld vara:
1. Þar sem vafi er talinn á því, hvort eða að hve miklu leyti
vara sé skömmtunarskyld, sker skömmtunarstjóri úr. —
Úrskurði hans má þó áfrýja til viðskiptanefndar.
2. Skömmtunarskrifstofu rík'.sins skal heimilt að veita fyr-
irtækjum þessum innkaupsleyfi fyrir skömmtunarvörum
* til starfsemi sinnar í hlutfalli við notkun þeirra á þessum
vörum á árinu 1946, eða öðru tímabili eftir heimild
skömmtunarstjóra, enda færi þau á það sönnur, er
skömmtunarstjóri tekur gi.dar, hver sú notkun hefir
raunverulega verið. Hlutfall þetta ákveður viðskiptanefnd
fyrir einn almanaksmánuð í senn, fyrirfram fyrir hvern
mánuð, og veitast innkaupaleyfi þessi fyrirfram fyrir einn
mánuð í senn.
3. Iðnfyrirtæki, veitingaiiús og aðrir þeir, er semþykkt
þessi tekur til, geta því aðeins fengið innkaupaleyfi fyrir
skömmtunarvönjm til starfsemi sinnar, að þau irafi ver-
ið starfandi sem slík hinn 17. ágúst 1947. Skömmtunar-
skrifstofunni er þó heimilt að veita undanþágu frá þessu
ákvæði, ef fyrir liggur álitsgjörð og meðmæli bæjarstjórn-
ar eða hreppsnefndar, enda komi samþykki viðskipta-
nefndar til.
4. Ef aðili, sem fengið hefir innkaupaleyfi samkvæmt sam-
þykkt þessari, hættir starfsemi sinni eða breytir henni á
annan veg, að skömmtunarvörurnar séu notaðar á annan
hátt en áður var, þegar innkaupaleyfi er veitt, skal hann
skyldur að tilkynna það skömmtunarskrifstofú ríkisins og
leita samþykkis hennar, ef um breytta notkun skömmt-
unarvaranna er að ræða.
5. Ef eigandaskipti verða að fyrirtæki, sem samþykkt þessi
tekur til, má veita ninum nýja eiganda þess innkaupaleyfi
eftir sömu reglum og hinum fyrri eiganda, enda starí i
fyrirtækið á sama hátt og áður var, og innan sama bæjar
eða hrepps. Sé hinum nýja eiganda veitt innkaupsleyfi,
falla leyfisveitingar til fyrri eiganda niður frá sama tíma.
6. Óheimilt er að nota skömmtunarvörur þær, sem innkaups-
leyfi verða veitt fyrir samkvæmt þessari samþykkt, ti
annarrár framleiðslu (eða veitingasölu) en þeirrar, er
leyfishafi hefir sjálfuf með höndum. Sala og eða afhend-
ing leyfanna eða varanna sjálfra til annarra er því ó-
heimil. Brot gegn þessu ákvæði sviptir hinn brotlega aðila
rétti til að fá ný innkaupa.eyfi samkvæmt samþykkt þess-
ari.
Reykjavík, 25. sept. 1947
SKÖMMTUNARSTJÓRINN.
ALÞÝÐUMAÐURINN
Utgefandi:
AlþýÖuflokkaféla* Akurtyrar
Ritstjóri:
BRAGI SIGURJÓNSSON.
AfgreiðslumaSur:
Sig. Eyvald, Bjarkarstíg 5
Árganfuriun lcoatar kr. 10.00
Laasaaöluverð 30 aurar
ÁagiýsiDg nr.lí 1947
frá skómmtunarstjóra
Samkvæmt heimild í 14. gr. reglugerðar um vöruskömmt-
un, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, frá 23.
sept. 1947, hefir viðskiptanefndin samþykkt eftirfarancji sér-
stakar reglur um veitingu fyrirframinnkaupaleyfa fyrir
sköfnmtunarvörum til iðnfyrirtækja, sem nota þurfa slíkar
vörur sem hráefni að einhverju eða öllu leyti til framleiðslu
á hálfunnum eða fullunnum skömmtunarskyldum vörum.
1. Þar sem vafi er talinn á því, hvort eða að hve miklu leyti
vara sé skömmtunarskyld, sker skömmtunarstjóri úr. —
Úrskurði hans má þó áfrýja til viðskiptanefndar.
2. Skömmtunarstjóri ákveður hversu mikið (miðað við
magn eða verðmæti, eftir því sem við á) skuli afhenda
innlendum framleiðanda skömmtunarskyldra vara af
reitum skömmtunarseðla fyrir tilteknu magni eða verð-
mæti slíkra vara þegar hann afhendir þær. Jafn mikið af
reitum skömmtunarseðla skal notandi afhenda, þegar
hann kaupir slíkar vörur hjá smásala.
3. Þegar skömmtunarstjóri hefir ákveðið hljutfallið milli
reita af skömmtunarseðlum og magns eða verðmætis
skömmtunarkyldra vara, sem framleiddar eru innanlands,
samkv. 2. lið, er honum heimilt að veita iðnfyrirtækjum
þeim, sem samþykkt þessi tekur til, fyrirfram-innkaupa-
leyfi fyrir skömmtunarvörum til starfsemi sinnar, í hlut-
falli við notkun þeirra á þessum vörum á árinu 1946, enda
færi þau á það sönnur, er skömmtunarstjóri tekur gildar,
hver sú notkun hefir raunverulega verið. HlutfaJ þetta á-
kveður viðskiptanefndin, og veitast innkáupaleyfi þessi
fyrirfram í fyrsta skipti með hliðsjón af birgðum viðkom-
andi fyrirtækis af skömmtunarvörum eða efni í þær, og
síðan með hliðsjón af skiluðum reitum af skömmtunar-
seðlum eða öðrum slíkum innkaupaheimildum.
4. Iðnfyrirtæki og aðrir þeir, sem samþykkt þessi tekur til,
geta því aðeins fengið innkaupaleyfi fyrir skömmtunar-
vörum til starfsemi sinnar, að þau hafi verið starfandi
sem slík hinn 17. ágúst 1947. Skömmtunarskrifstofunni
er þó heimilt að veita undanþágu frá þessu ákvæði, ef fyrir
liggur áJtsgjörð og meðmæli bæjarstjórnar eða hreppsnefnd-
ar, enda komi samþykki viðskiptanefndár.
5. Ef aðili, sem fengið hefir innkaupaleyfi samkvæmt sam-
þykkt þessari, hættir starfsemi sinni eða breytir henni á
þann veg að skömmtunarvörurnar séu notaðar' á annan
hátt en áður var, þegar innkaupaleyfið var veitt, skal
hann skyldur að tilkynna það skömmtunarskrifstofu rík-
isins, og leita samþykkis hennar ef um breytta notkun
skömmtunarvaranna er að ræða.
6. Ef eigandaskipti verða að fyrirtæki, sem samþykkt þessi
tekur til, má veita hinum nýja eiganda þess innkaupaleyfi
eftir sömu reglum og hinum fyrri eiganda, enda starfi
fyrirtækið á sama hátt og áður var og innan sama bæjar
eða hrepps. Sé hinum nýja eiganda veitt innkaupaleyfi,
falla leyfisveitingar tif fyrri eiganda niður frá sama tíma.
annarrar framleiðslu en þeirrar, er leyfishafi hefir sjálf-
7. Óheimilt er að nota skömmtunarvörur þær, sem innkaupa-
leyfi verða veitt fyrir samkvæmt þessari samþykkt til
annarrar framleiðslu en þeirrar, er leyfishafi hefir sjálf-
ur með höndum. Sala og eða afhending leyfanna eða
varánna sjáJfra til annara er því óheimil. Brot gegn þessu
ákvæði sviptir hinn brotlega aðila rétti til að fá ný inn-
kaupaleyfi samkvæmt samþykkt þessari.
Reykjav ík, 25 september 1947.
SKÖMMTl NARSTJÓRINN.