Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.12.1947, Page 3

Alþýðumaðurinn - 09.12.1947, Page 3
Þriðjudagur 9. desember 1947 ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýtufloklctfilat Akurtyrar Ritstjóri: DRAGI SIGURJÓNSSON. Afgreiffslumaður: Sig. Eyvald, Bjarkarstíg 5 Árgangurinn kostor kr. 10.00 LansasöluTerS 30 auror r Asetningur eða gleymska? í næstsíðasta tbl. Vm. gerðist maður nokkur, sem Alþm. hafði á- stæðu til að ætla lieiðarlegan and- stæðing, til þess að gagnrýna frá- sagnir blaðsins af aukaþitigi Alþýðu- sambands íslands. Var þéttings- drýldni í manni þessurn, ávítaði hann bart órökstuddar fullyrðingar, sem hann taldi Alþm. fara með, og brá honum um 100 prósent ósannindi. Því miður varð manni þessum á að staðhæfa margt án þess að rökstyðja og fara með 100 prósent ósannindi án þess að, depla augunum (hvað annars sutnir flokksmenn hans gera alltaf), en Alþrn. virti þelta honum annaðhvort til sakleysisbarnaskapar eða ofsatrúar og svaraði honum eft- ir því. í síðasta Vm. fer maður þessi enn á stúfana og er nú reiður yfir því, hvernig hann hefir verið króaður upp í horn og orðið uppvís að því, sem hann hafði deilt harðast á Al- þm. fyrir. En nú virðist sakleysið gleymt eða maðurinn er furðu minn-, islaus á fyrri skrif sín, því að hann verður herfilega tvísaga, annað hvorl til að klóra sig fram úr skömm, eða þá að liann hefir frá upphafi vega ekkert vitað um það efni, sem hann tók sér fyrir hendur að fræða les- endur um. í fyrri grein segir þessi röksnill- ingur Vm. orðrétt: „Ekki er mér kunnugt um nema einn fulltrúa, sem farinn var af þingi, þegar atkvæða- greiðsla fór fram“, en í seinni grein- inni segir aftur: „Ekki hefi ég lield- ur mótmælt því, að 30 fulltrúar eða jafnvel fleiri hafi verið fjarverandi, er atkvæðagreiðsla fór fram“. Þetta virðist næstum samboðið stærri spámönnunum! í fyrri grein sinni segir þessi mað- ur enn fremur: „að tölusettu liðirnir 1—9 í báð- um nefndarálitum (séu) efnislega al- ALÞÝÐUMASURINN 3 HÖFUM OPNAÐ Málningarvinnustoíu VIÐ GEISLAGÖTU (áður Söluskálinn). Málum húsgögn, skilti og hverskonar rnuni. Opið fyrst um sinn milli kl. 5-6 e. h. Jón A. Jónsson. Þórir Jónsson. Auglýsing Nr- 24 1947 frá Skommtunarstjóra Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. september 1947, um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og af- hendingu vara, hefir viðskiptanefnd ákveðið að stofnauki no. 15 af núgildandi skömmtunarseðli skuli gilda sem lögleg inn kaupaheimild frá og með deginum í dag og fram til 1. janúar 1948 fyrir hvoru tveggja 250 g. brennt kajfi (300 g. óbrennt) og 500 g. sykur. Smásöluverzlanir, sem á þessum tíma hafa afhent hvort tveggja, kaffi og sykur, út á stofnauka nr. 15, geta, eftir 1. janúar 1948, fengið hjá bæjarstjórum og oddvitum, sérstakar innkaupaheimildir fyrir þessum vörum, hvorri í sínu lagi, í skiptum fyrir stofnauka nr. 15. Viðbótaskammtar þessir eru veittir sérstaklega vegna í hönd farandi jólahátíðar, og geta ekki skoðast sem Bækkun á hin- um almennu kaffi- og sykur-skömmtum. Reykjavík, 3. desember 1947. Skömmfunarsfjóri. - Auglýsið í Alþýðumanninum - veg samhljóða — —. Aðeins upp- hafið á tillögum meirihlutans og niðurlffgið á tillögum minnihlutans (sé) frál)rugðið,. (og) að framsögu- maður minnihl. lýsti því yfir, að hann gæti veÞ felll sig við tillögur meirihlutans, eftir að upphafið væri fellt niður“. En í seinni greininni segir hann: „Fréttaritarinn (greinarhöf. Alþm.) vill enn halda sig við alkvæðatölurn- ar í aðalatriðum, segir, að þau al- riði, sem ágreiningur var um, hafi verið samþ. með 118 alkv. gegn 57. Það er nú svo, aðeins fqrmálinn fyr- ir tillögum meirihlutans var sam- þykktur með þessum atkvœðatölum ------en mér skilst, að ágreiningur hafi verið um öll atriðin“. (Leturbr. Alþm.). Maður, sem telur sig geta haldið einu fram í dag og öðru á morgun og þó verið tekinn alvarlega, er ekki fær til rökræðna, og sér Alþm. því ekki ástæðu til að elta ólar við fleiri .staðleysur hans og þvælling. Allt, sem Alþm. sagði um Aukaþingið stendur óhaggað: Það er kvatt saman til að nota það sem pólitíska hjálparvél í skútu stjórnarandstöðunnar, þar eð öll gola var úr seglunum. Ályktanir þær, sem hin kommún- istiska stjórn Sambandsins lét meiri- hluta þingsins samþykkja voru smíð- aðar í flokkssmiðju kommúnista. Alþýðusambandi Suðurlands var neitað um upptöku í A. S. I. af því að þar var ekki kommúnistisk stjórn við stýri, og kommúnistar neyltu fundarstjórnaraðstöðu sinnar til að leyfa- sínum mönnum lengri ræðu- tíma og bera tillögur undir atkvæði, þegar „heppilega“ stóð á. Þetta getur enginn reiður ritsnill- ingur hrakið í Vm., enda þótt hann beiti staðhæfingum -|- uppgerðarsak- leysi -f- ofsatrú -j- ósanningum tvísögn. SJÚKRASAMLÖGIN STARFA NÆSTA ÁR_____________ Tryggingaráð hefir lagt til við ríkisstjórnina, að sjúkrasamlög skuli starfrækl áfram næsta ár, þar eð ýmsum skilyrðum sé ekki enn hægt að fullnægja viðvíkjandi heilsu- gæzlu og heilsuvernd, eins og hún er fyrirhuguð eftir Almannatrygg- ingalögunum. Einnig hafa eigi náðst samningar við Læknafélagið um framkvæmdina. Er nú komið fram á Alþingi stjórn arfrumvarp um nokkrar breytingar á Almannatr.lögunum og eru þær þessar: 1. Sjúkrasamlög starfi óbreytt næsta ár. 2. Tryggingarstofnunin greiði sjúkrasamlagsiðgjöld þeirra, sem eldri eru en 67 ára. 3. Framlag ríkis móti framlagi sveitar- og bæjarfélaga hækki til sjúkrasamlaga. 4. Slysatryggingagjöld séu greidd eftir tveim verðlagssvæðum eins og önnur iðgjöld til Alm.tr. Fullvíst má telja, að þessar breyt- ingar verði samþykktar. Hvalfjörður enn fullur af síld. Engin þurrð virðist enn á síld í Hvalfirði, og munu nú hátt í 400 þús. mál liafa veiðzt þar. Miklum erfiðleikum er bundið að hagnýta veiði þessa, svo að vel sé, en þó hefir margt og mikið verið til þess gert, m. a. allmikill skipastóll tekinn til síldarflutninga norður til Siglufjarðar og hefir þó ekki við. S. 1. sunnudagskvöld voru um 90 skip sögð bíða affermingar á Reykja víkurhöfn, og höfðu um 70 þús. mál innanborðs. Sögðu sjónarvottar, að fjórföld röð hlaðinna síldarskipa lægju við hafnarbakkann. Landssamband íslerizkra útvegs- manna hefir séð um síldarflutning- ana norður, og hefir nú beitt sér fyrir því, að hægt yrði að taka síld í geymslu í Reykjavík. Hefir verið gerð mikil gryfja uppi við Sjómanna skólann og var talið, að með slíku móti mætti taka við allt að 150 þús. málum síldar til geymslu í Reykja- vík. Var útgerðarmönnum boðið 22 kr. ábyrgðarverð fyrir málið til slíkr- ar geymslu komið á bíl við skips- hlið, en. engir höfðu þegið þau boð á sunnudagskvöld. Kváðust fremur vilja sjálfir flytja síldina norður. Fer ekki hjá því, að augu manna hljóti að opriast fyrir því, að knýj- andi nauðsyn er orðin á, að ríkið eignist fljótandi síldarverksmiðju, eina eða fleiri. ~ ' A'--

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.