Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 24.12.1948, Blaðsíða 4
hyggju og veraldarvafsturs, sem oftast hindrar v'óxt hans og viðgang. — Jólin eru hátíð Ijóss og gleði. — En þess gerist æ meiri þörf að minna á, að jólaboðskapurinn um fæðingu hans, sem varð — og er enn Ijós heimsins, má eigi kafna eða gleymast — vegna ytra skrauts og hégómlegrar gleði. — Þetta er einnig hátíð friðarins í mannheimi. Jólagleðin þarf því einnig að koma af sálarfriði góðr- ar samvizku, vegna þess að við höfum reynt að stuðla að því, að aðrir geti átt sem gleðilegastar stundir þessa daga. — Við rninnumst þá orða Mattliíasar: „Láí mig horfa á litlu kertin þín, Ijósin gömlu sé ég þarna mín. Ég er aftur jólaborðin við, ég á enn minn gamla sálarfrið.“ Ein fegursta hugsjón manna er sú, að einhvern tíma lifi þeir saman í fullkomn- um friði og bræðralagi. Stundum virðist það fásinna að hugsa sér, að þessi draumur verði að veruleika. En um hver jól langar okkur til þess að vona og trúa á það feg- ursta og bezta í þessum efnum, því að þá starfar trúin í kærleika, þá finnum við til samábyrgðar, finnum að kjör og líðan ná- ungans snertir okkur líka. Við viljum, að öllum geti liðið vel og okkur er léttara en oft endranœr að fórna einhverju — eða miklu, til þess að svo geti orðið. Við finn- um að hamingja lífsins fylgir meir auð- œfum hjartans en gullsins. — Það er sælla að gefa en þiggja. Sumir segja, og það jafnt læsir sem ólæs- ir. að heill og þroski mannkynsins sé ekki háður sambandi okkar við æðri forsjón — Ijós kristindómsins þurfi ekki að lýsa og sé jafnvel þröskuldur á vegi framfara mann- kynsins. Slíkir menn skeyta lítt um kristin- dóm og kirkju. En trúarþörf þeirra blundar — og ég hygg, að á jólum finni þeir, margir hverjir, að enginn er sjálfum sér nógur. Hið barnslega trúnaðartraust vaknar á ný. Efnishyggja og vantrú geta um stundar- sakir breitt grimmilegan vetrarliam yfir lífsbaráttu og andlegt líf manna, en treyst- um því, og vinnum að því, að birta og ylur frá æðri kærleikssól vérði sigursælla í bar- áttunni og eyði hvers konar kulda og mein- semdum. Leggjum, hvert fyrir sig, okkar skerf fram til þess að greiða þykknið frá þeirri birtu, sem er að skýjabaki — á einn eða annan hátt — í eigin sál og annars staðar. I skammdegi og erfiðleikum lífsins, þarf hver maður að eiga sitt jólakerti, sem hann kveikir á — og gleðst af — eins og barn. Við þurfum öll að varðveita jólakyndil trú- arinnar, láta hann lýsa okkur í skammdegi og langdegi — gleði og sorg — björtu sem dimmu. Lífsreynsla milljónanna á liðnum öldum sannar, að Jesús Kristur, jólabarnið frá Betlehem, var og er enn skærasta Ijós heimsins, og hver, sem fylgir honum, mun hafa Ijós lífsins. Reynum að eiga og varðveita hina barns- legu hrifningu, trúnaðartraust og hjartans auðlegð. Þá lifum við heilaga hátíð Krists- hugarfarsins — eða kærleikans, miskunn seminnar og gleðinnar. Við fögnum jóla hátíðinni, ekki í ytra mikillæti, heldur segjum með skáldinu: „Gerðu mig aftur sem áður ég var, alvaldi guð, þegar móðir mig bar. Gefðu mér aftur hin gull-legu tár, gefðu þau verði ekki hagl eða snjár.“ ÞORMÓÐUR SIGURÐSSON: íiiUl 2 JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS 1948

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.