Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.04.1949, Qupperneq 3

Alþýðumaðurinn - 26.04.1949, Qupperneq 3
Þriðjudaginn 26. apríl 1949 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 P~-"-........... ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: AiþýSuflokksfélag Akureyrar Ritstjóri: BRAGI SIGURJÓNSSON Bjarkastíg 7. Sími 604. Ver8 15.00 kr. á óri. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. með því að sá óskadraumur þeirra verður aldrei að veru- leika. Við sósíalistar deilum um leiðir og athafnir í ýmsum mik- ilvægum málum, en við höfum allir eitt sameiginlegt markmið, og að því munum við sameinað- ir vinna. Það markmið er að koma á lýðræðissósíalismanum á Islandi. Og í stað þess að hopa af hólmi fyrir stóryrtu skvaldri andstæðinganna og þótt þeir láti Leitis-Gróu ríða við ein- teyming þindarlaust til hvei's byggðs bóls á íslandi smjatt- andi helztu slefsögurnar og kyrjandi kjarnmestu slagorðin, svo sem „sósíalfasismi“ og „að- stoöarihald", munum við samt hefja sókn. Og sú sókn mun fyrr eða síðar leiða til sigurs. Við munum ekki freistast til að láta grjótkast ráða úrslitum í þeirri baráttu, heldur munum við skír skota til dómgreindar hvers og eins. Hvað er framundan? Það er á valdi þjóðarinnar sjálfrar að ákveða það. Við lýð- ræðissósíalistar vitum hvað við viljum. Sigurjón Jóhannsson. Ráðskonur Línustúlkur Símastúlku Eldri konu vantar 1. eða 14. maí n. k. Vinnumiðlunarskrifstofan. Ný bókaverzlun hefir verið cpnuð í húsi prentsmiðju Björns lónssonar h. f. Heitir verzlunin Bókaverzlun Björns Árnasonar. * Ársþing t. B. A. Framhalds- fundur í kvöld kl. 8 e. h. í Iþróttahúsinu. LÁNVEITINGAR tK BYGGINGASJÓÐI BÆJABINS. Eins og getið hefir verið um áður hér í blaðinu, samþykkti bæjarstjórn Akureyrár að verja á þessu ári um 200 þús. kr. úr cyggingasjóði bæjarins til lána handa efnaminni borgurum sem voru að byggja yfir sig, en skorti lánsfé til að ljúka húsum sínum Auglýst hefir verið eftir um- sóknum um lán þessþ og hafa margar umsóknir borizt. Á bæjarráðsfundi 24. marz s.l. lagði bæjarráð til, að 15 þús. kr. lán yrði veitt þessum mönn- um: 1. Antoni Sigurjónssyni, Hjalteyrargötu 1. 2. Helga H. Haraldssyni, Hafnarstræti 66. 3. Ólafi Guðmundssyni, Naustum. 4. Óskari Stefánssyni, Ránargötu 6. 5. Sigurði Jónssyni, Norðurgötu 10 og Birni Jónssyni^ Hafnarstræti 23 6. Sigurjóni Jónssyni, Norðurgötu 1. ,7. Rósberg Snædal, Klapparstíg 7. 8. Þorsteini Sigurðssyni, Byggðaveg 109. Þá lagði bæjarráð til að eftir- töldum mönnum yrði veitt 10 þús. kr. lán úr sjóðnum: 1. Sigfúsi Axfjörð, Ægisgötu 31 2. Björgvin Elíassyni, Aðalstræti 13 3. Eggert Ólafssynþ Lækjargötu 18. 4. Gunnari Friðrikssyni, Aðalstræti 13. 5. Jóhannesi Jósefssyni, Aðalstræti 13. 6. Magnúsi Sveinssyni, Hafnarstræti 35. 7. Maríu Kristjánsdóttir, Tóvélahúsi.. 8. Snorra Áskelssyni og Áskeli Snorrasyni, Þingvallastræti 10 Bæjarstjórn hefir nú sam- þykkt þessar tillögur bæjarráðs. —x— Auglýsið í Alþýðumannimim! Almennnr tnndur á Fundurinn liófst með því að Lúðrasveit Akureyrar lék sálma und- ir stjórn Jakobs Tryggvasonar. — Fundinn setti form. eldri deildar, Gunnlaugur Kristinsson. Tvö sunnu- dagaskólabörn kveiktu á kertum kirkjunnar en á meðan las Jón Þor- steinsson kennari upp sálminn- Sig- urhátíð sæl og blíð. Síðan var stutt bæn, en að því búnu sunginn söngur- inn: Hver á sér fegra föðurland. — - Jóhann Konráðsson söng lag Þórar- ins Guðmundsspnar við texta Kristj- áns frá Ðjúpalæk. Ritningarlestur páskaboðskaparins önnuðust Sigríð- ur Jónsdóttir, Gunnlaugur Kristins- son og Jón Bjarman. Æskulýðskór- inn söng undir stjórn Jakobs Tryggvasonar, en við hljóðfærið var Máni Sigurjónsson. Aðalræðuna flutti vígslubiskupinn séra Friðrik J. Rafnar, en auk hans töluðu Jón .. .f — 11 - " .... ÁVARP frá Æskulýðsfélagi í Akureyrarkirkju. Eins og getið var um á almenna Æskulýðsfundinum s.l. páskadags- kvöld er þegar hafin smíði á tveim- ur kappróðrarbátum fyrir félagið. Við höfum ráðizt í þessa fram- kvæmd vegna þess, að á s. I. vori stunduðu margir félagsdrengir kapp- róður með svo góðum árangri, að ákveðið er, að íþrótt þessi verði varanlegur þáttur í starfsemi félags- ins. Þar sem félagið er ungt, og félag- ar að mestu leyti skólafólk á unga aldri, þá eru fjárráð þess af skorn- um skammti. Félagið treystir því á liðsinni bæjarbúa til þess að styrkja þá framkvæmd, sem við höfum iagt í. Þegar hafa kærkomnar gjafir bor- izt félaginu til viðbótar við þær sem áður er getið. Adam Magnússon húsasmíðameistari færði félaginu kr. 400.00, Kvenfélag Alþýðúflokksins gaf kr. 1000.00, ónefnd kona kr. 300.00, Svavar Jóhannesson kr. 50.00 og Kristinn Antonsson bekkjastjóri Sunnudagaskólans gaf kr. 50.00. — Fyrir þessar gjafir viljum við þakka af alhug og flytjum gefendum okkar beztu kveðjur og framtíðaróskir. æskolýðs- páskadag Bjarman, Guðlaugur Helgason og Júlí Þorsteinsson. Samleik á píanó önnuðust bræðurnir Hörður og Har- aldur Sigurgeirssynir. Karlakór Akureyrar söng undir stjórn Askels Jónssonar. Fyrsta lag kórsins var eftir söngstj órann, en textinn við annað lagið eftir einn kórfélagann Daníel Kristinsson. Ein- söngvari kórsins var Jóhann Kon- ráðsson. Kristinn Þorsteinsson og Jóhann voru einsöngvarar fundarins. Sungu þeir að lokum ásamt Jóni Þorsteinssyni hinn vinsæla og fagra söng: Vökurn og biðjum. Eftir að fundargestir höfðu sameinast í bæn- inni: Faðir vor, var þj óðsöngurinn sunginn. Þetta er fjölmennasti æskulýðs- fundurinn sem haldinn hefir verið, og var hann mjög áhrifaríkur. Gagntræðaskóli Akureyrar hélt opinbera kvöldskemmtun í ■Samkomuhúsi bæjarins síðasta vetrardag. Skemmtunin var haldin til ágóða fyrir ferðasjóð skólans, en eins og bæjarbúum er kunnugt er það venjan, að út skrifaðir gagnfræðingar fari í skemmtiferðalag að loknu prófi. Hafa þær ferðir oftast verið hin ar ánægjulegustu. Nemendur og kennarar skólans sáu um öll skemmtiatriði á kvöldskemmt- uninni: Ræðu, söng og leikfimi- sýningu, en að lokum var dans- að. Skemmtunin var fjölsótt og fór hið bezta fram. TilRytming Húsvörð vantar í Verklýðs- húsið Strandgötu 7, Akur- eyri, karl eða konu, um miðjan maí n. k. Húsnefndin. Prestarnir í bænum, íormenn fé- lagsins Gunnlaugur Knstinsson og Jón Bjarmán munu veita gjöfunum viðtöku. Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.