Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.08.1950, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 01.08.1950, Blaðsíða 2
8 ALPÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 1. ágúst 1950 Attnrhaldið í allri sinoi dírd. Allir eru sammála um, að síðan 1938 haíi aldrei jafn lélegt atvinnu- ár komið yfir akureyrska verka- menn og nú stendur yfir. í vetur gengu margir tugir manna alvinnulausir og ganga enn, þótt þeim fækkaði nokkuð þegar síldar- skipin fóru á veiðar. j Ekki er það þó svo, að ekki liggi j næg verkefni fyrir, sem kalla á hin- | ar starfandi hendur, ef sofandahátt- . ur og skortur á framsýni þeirra | manna, sem bærinn liefir valið til að sjá um framkvæmdir, slæðu ekki eins og vofur í vegi fyrir öllu fram- taki, ef á því skyldi bóla. Við höfum ekki færri en þrjá verkfræðinga, fjóra stórverksljóra og tvo til þrjá aðra minni til að stjórna þeim 25—30 verkamönn- um, sem bærinn hefir skrúfað sig til að hafa í vinnu síðan á vor- dögum, svo að ekki vantar höfuðin, bæði vitur og glæsileg, en hvað hafa þau að segja atvinnulausum verka- mönnum? Jú, svörin eru ú reiðum i höndum. Það vantar sprengiefni. Það vantar tjöru Það vantar sem- ent. Það vantar trjávið. Það vantar vatnsleiðslurör. Það vantar efni í raflagnir. Yfirleitt allt, sem þarf á að halda til sómasamlegs reksturs hæjarvinnunnar. Þar er yfirleitt ekkerl handbært nema möl og sand- ur frá „Möl og sandi h.f.“, enda er það óskabarn sumra forustumanna bæjarmálanna, þó bærinn sé látinn eiga meirihlula hlutafjárins til að geta komið tapinu að meirihluta á hann, þegar um hallarekstur er að ræða, en hærinn er aðalviðskipla- vinur fyrirtækisins eins og þeir, sem um göturnar ganga og aka reka sig oftlega á. Síðastliðinn sunnudag var óvenju mannmargt úti við nýju hafnar- mannvirkin á Tanganum. Fólkið lagði leið sína þangað úteftir til að sjá einn togara bæjarins kominn upp á lana. Og fólkið gladdist yfir þessum fágæta og óvenjulega lífs- votti í starfssögu Akureyrarbæjar. Auðvitað var þetta minnsti togari bæjarins. Þótt bæjarafturhaldinu hefði ekki tekizt að drepa í fæðing- unni þann stórhug af framtaksþrá bæjarbúa, sem bundnar eru við þessi mannvirki, hafði því þó tekizt að lama þau með því að kaupa til þess „járnarusl“, sem Reykvíkingar voru húnir að kasta frá sér, í stað þess að fá ný og fullkomnari tæki, sem væru nothæf með þarfir fram- tíðarinnar fyrir augum. Þess vegna þurfa stærri togararnir að leita hurt til aðgerða. En það var fleira en „Jörundur“- uppi á landi, sem fólkið sá þarna ytra. Það sá líka nienjarnar frá rétt einu fyrirtækinu með Steinsens- svipnum, sem rokið var í um hávet- urinn, þegar vilað var að tíðarfarið myndi stöðva framgang þess, og enginn .hefir litið við síðan. Gísli Kristjánsson er manna viljugastur og hélt að það ætti við hér á Akur- eyri að framkvæma það, sem hon- um var falið að gera. Hann lióaði því saman nokkrum mönnum og hóf undirbúning undir byggingu lillu dráttarbrautarinnar, enda var um aðkallandi verk að ræða. Þarna var grafin rás til undirbyggingar hraut- arinnar og útbúin fyrir steypuna. Og síðan ekki söguna meir, nema hvað bæjaryfirvöldin brugðust við liart og títt og sögðu Gísla upp starfi hans hjá bænum fyrir — að því er Á síðastliðnum vetri sendi ís- leiidingasagnaútgáfan frá sér nýja útgáfu af Eddunum. Eru Eddukvæð- in í tveimur hindum, en Snorra- Edda í einu. Enn fylgir fjórða hind- ið, sem eru Eddulyklar. Ilefir Guðni Jónsson magisler annazt útgáfu þessa. Ekki þarf að fjölyrða um hók- menntalegt gildi Eddanna, þær hafa um langan aldur verið viðurkennd- ar meðal frémstu verka heimsbók- menntanna. Engu að síður hafa þær, eða einkum Eddukvæðin, sem venju- lega eru nefnd Sæmundar-Edda, verið minna kunn íslenzkri alþýðu en allur þorri annarra fornrita vorra. IJversu lítið almenningur hef- ir lesið Sæmundar-Eddu, hefir staf- að af tveimur meginástæðum, í fyrsta lagi er kveðskapur að öllum jafnaði óaðgengilegri aflestrar en óbundið mál, einkum forn kveðskap- virtist — það eitt að gera þessi „skammheil" af sér, að láta grafa þessa rás. Nú er rásin fallin saman á pörtum og verkið ónýtt. Og fólk- ið tók líka eftir því, að skjólgarður- inn norðan við mannvirkið er að verða skörðóttur, því að honum hef- ir ekkert verið haldið við, hvað þá að hann hafi verið framlengdur eins og fyrir löngu hefir verið ákveðið. Og aðspurður gaf dráttarbrautar- stjórinn þær upplýsingar, að rásin inn í dokkina væri of grunn um tvö fet, til þess að fara þar inn með skip, sem dráttarbraulin réði þó við að taka á laud. Nú er litla dráltarbrautin ætluð til að taka upp smærri skip og því aðkallandi að fá hana gerða. Og efni í hana fyrirliggjandi. Mun hafnarnefnd hafa farið fram á það, að þetta yrði gert, en ekki bólar þar ytra á neinu, sem bendi í þá átt að þetla eigi að gera í sumar. En máske þarf hærinn að bæta nokkr- um verkfræðingum og verkstjórum við sig, og nokkuð fleiri tugir verka- manna að ganga atvinnulausir um hásumarið, til þess að ráðist verði í þessar feikna framkvæmdir, enda mundu þær verða til þeirrar „óham- ingju“ fyrir hæinn að auka atvinnu við dráttarbrautina, en þess má aft- urhaldið í bæjarstjórn ekki hugsa til, að því er virðist. ur, en þar við bætist og, að hin eina útgáfa Eddukvæðanna, sem gefin hefir verið út hér á landi, Útg. Finns Jónssonar í íslendinga sögu safni Sigurðar Kristjánssonar, var af út- gefanda gerð óþarflega óaðgengileg vegna fornlegrar stafsetningar og breytinga, til að fella kvæðin inn undir lýtalausar bragreglur. Skýring- ar voru einnig af skornum skammti, svo að öllu var til skila haldið, að menn fengju skilið kvæðin til nokk- urrar lilílar. Snorra-Edda eða goð- sagnahluti hennar hefir ætíð verið miklu aðgengilegri. í þessari nýju útgáfu, er ritháttur Eddukvæðanna færður nær nútíma- máli, svo að fyrir þá sök eina eru þau nú litlu óaðgengilegri aflestrar en nútímaskáldskapur, en við bætist og, að í Eddulyklunum er orðasafn, þar sem skýrð eru torskilin orð heggja Eddanna. En Eddulyklarnir hafa fleira að flytja. Þar er alllang- ur inngangur, þar sem í stuttu máli er gerð grein fyrir aldri, uppruna og heimkynnum kvæðanna í heild. Síðan er hvert einstakt kvæði rakið, gerymd þess í handritum, sagt frá efni þess, aldri, heimkynni og hrag- arhætti. Léttir þessi inngangur svo lestur kvæðanna, að með notkun orðasafnsins mega þau nú kallast léttur lestur hverjum fullorðnum manni. Og engan iðrar þess að lesa Eddukvæðin. Sá, sem einu sinni byrjar að kynnast þeim, hefir eign- azt þar förunaut, sem ekki bregzt honum, á hverju sem gengur um hókmenntasmekk eða bókmennta- tízku. Þá flytja lyklarnir einnig skrá yf- ir kenningar og heiti Snorra-Eddu og skýringar vísna þar, og að lok- um nafnaskrá yfir báðar Eddurnar. Eru lyklar þessir hið mesta þarfa- þing til að létta leslurinn og opna lesandanum aðgang að þessum dýr- mætu fjársjóðum fornhókmennta vorra. Það er á færi fræðimanna einna í þessum efnum að dæma um vísinda- gildi þessara lykla, en í leikmanns- augum eru þeir hin mesta hókarbót, og þeir eru gerðir fyrir almenna les- endur, svo að þeir fái notið þessara bóka. Eddurnar eru fjórði bókaflokkur- inn, sem Islendingasagnaúigáfan lætur frá sér fara. Áður eru kornnar íslendinga sögur, Sturlunga og Biskupa sögur og þrjú bindi Ridd- arasagna. Hefir útgáfan með þessu unnið hið mesta þjóðnytjastarf, því að öllum þessum bókum er það sam- eiginlegt, að þær eru handhægar, snotrar og laða lesandann að bókun- um, auk þess sem verði er mjög í hóf stillt. líáðgert mun vera að halda áfram útgáfu fleiri fornrita, þótt enn muni eigi vera ákveðið til fulls, hvað út verði gefið. En allt um það, með því sem þegar er komið á markaðinn, hefir íslendingasagna- útgáfan þegar tekið sess sem eitt hið þarfasta útgáfufyrirtæki landsins. Steindór Steindórsson jrá Hlöðum. Allsherjaratkvæðagreiðsla um uppsögn samninga fer frarn þessa dagana í Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar. — Er mikil nauðsyn á, að verkamenn taki allir þátt í atkvæðagreiðslunni og hrindi einhuga árás afturhaldsins á kjör þeirra. IJalldór Friðjónsson. Ný EddnUtgáta

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.