Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.08.1951, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 21.08.1951, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUMAÐURINN 3 Þriðj udagur 21. ágúst 1951 Gripið á kýlum * Smyglmálið. Eitthvert mest umtalaða málið hér í bænum nú er „smyglmálið á Húsavík“, sem kallað er. Er það virkilega satt, spyr fólk, og sé það satt, hví gerist þá ekkert í því, en sé þetta upplost eitt, hví er því þá ekki hnekkt opinber- Iega? Alþýðumaðurinn kann ekki riein deili á „smyglmálinu“, en vill hins vegar taka undir það rrieð almeriningi, að þetta mál ber að upplýsa sem fyrst. Alkunnir borgarar hér í bæ eru bendlaðir við mál þetta í orð- ræðum fólks, og má öllum vera ljóst, hve niðurlægjandi slíkt er og sjálfsagt fyrir saklausa menn að fá sig hreinsaða af áburðin- um. Söinuleiðis er eitt stærsta fyrir- tæki landsins bendlað við málið, og virðist sú hliðin ekki sízt snúa að almenningi að fá það upplýst, hvort fyrirtæki þetta er virkilega lagzt svo lágt, að það sé farið að smygla sterkum vínum og áfengu öli um landið. „Forið þið ollir til helvítis!" Þessa kveðju áttu bæjarfulltrú- arnir blessaðir hjá einum um- sækjandanum um gæzluvarðar- stöðuna við almenningssalerni bæjarins. „Nú fæ ég ekkert að gera, hvernig sem ég reyni að fá atvinnu. Þið fáið mig og mína á bæinn í haust! Kolin hækka, mat- vælin hækka, fatnaðurinn hækk- ar, og tryggingagjöldin hækka. Já, vel á minnzt! Tryggingarnar áttu að verða fólki til blessunar, en eru ekkert orðnar nema dráps- klyfjar á fólkinu, safna og safna í sjóði og lána þá svo út, en mergsj úga ahnenning! “ „Allar tryggingar þurfa að eiga varasjóði,“ reyni ég að segja. „Hvernig færi, ef allir sjóðir Almannatrygginganna væru þrotnir og inntektirnar héldu áfram að vera lægri en út- greiðslurnar eins og í fyrra og í ár?“ bæti ég við. „Þú hlýtur líka að sjá, að frá sjónarmiði Trygg- inganna er ekki verra að þær ráði því en bankarnir, hvar sjóðirnir eru ávaxtaðir.“ „Það veit ég ekki,“ svaraði um- sækjandinn, „ég veit bara að allt er vitlaust og ég skal aldrei kjósa neinn ykkar aftur og engan. Far- ið þið allir til helvítis í bæjar- stjórninni!" Náttúrlega varð ég hræðilega lúpulegur. Ef ég skyldi nú ekki ná kosningu næst! En svo datt mér í hug, að þetta gæti nú ann- ars verið nógu frumleg úrlausn á vandamálum bæjarins og bæj- arbúa, að við skiptumst á um það bæjarfulltrúarnir kjörtímabilið út að dvelja á „neðri byggðinni“. Geti það einhverju breytt til bóta, er alveg sjálfsagt að við tökum þetta að okkur! S 0 K K A R teknir til viðgerða í Laxa- götu 3 (syðri dyrj. Sími 1266. Unnur JóhannsdóttiV. Nýja Bíó í kvöld kl. 9: HANDAN V I Ð M Ú R I N N (III GH WALL) Aðalhlutverk: Roberl Taylor, A udrey Totter Herberl Marshall — Bönnuð yngri en 16 ára. — ÆSKA 0 G ÁSTI R (Deligthfully Dangerous) Fjörug og spennandi amerísk dans- og söngvamynd. Aðalhlutverk leika: Jane Poivell, Ralph Bellamy og Constance Moore Ú t v e g u m GÚMMÍSTIMPLA Prentsmiðja Björns Jónssonar h. f. Xýkomið Útlend sokkabandabelti °g brjóstahaldarar — margar gerðir — Kaupfélag Verkamanna Wýkomið Tvisttau og sirz, margar gerðir og litir. Gerfisilki, margar gerðir og litir. Borðdúkadregill Léreft einlit Flónel, ýmsir litir. Hólsbindi Leistar, kvenna og barna. Peysur, margar teg. o. m. fl. Kaupfélag Verkamanna — Vefnaðarvörudeild — Xýkomið Barnaskór 3 gerðir. Strigaskór kvenna hvítir og bláir. Kaupfélag Verkamanna — Vefnaðarvörudeild — «$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$©« Mýkomið Matarstell Testell Mjólkurbrúsar 3ja, 4ra og 5 lítra. Hitabrúsar á kr. 23,50 stk. Hrærivéiar Barnatúttur og snuð Diskar Hamarsköft Axa rsköft Sleggjusköft Þykktarmól Beygitengur Olíukönnur Flatningshnífar Kaupfélag Verkamanna — Nýlenduvörudeild — - Sagógrjón Kaupfélag Verkamanna — Vefnaðarvörudeild — — Nýlenduvörudeild Tilkynniiig Samkvæmt samþykkt hafnarnefndar fá þeir skipaeigend- ur, sem skulda hafnarsjóði Akureyrar áfallin hafnargjöld eigi skipakvíarpláss fyrir skip sín, fyrr en gjöldin hafa verið greidd. Þetta tilkynnist hér með hlutaðeigendum. Akureyri, 18. ágúst 1951. Bæjorstjóri. Maðurinn minn og faðir okkar, Snæbjörn Magnússon, vélsmiður, andaðist að heimili sínu, Eiðsvallagötu 13, laugardaginn 18. þ. m. Jarðarförin ákveðin síðar. Svanborg Jónasdóttir. Steján Snœbjörnsson. Oltó Snœbjörnsson. Magnús Snœbjörnsson. Tilkyimiiftg; fró Húsmæðraskóla Akureyrar. Þær stúlkur, sem óska eftir skólavist í Húsmæðraskóla Akureyrar í vetur, sendi umsóknir sínar sem fyrst til for- stöðukonunnar. • Skólinn tekur til starfa 15. september næstkomandi. Valgerður Árnadóttir forstöðukona. Tilkjiiiiiiiig um vísitölu framfærslukostnaðar og kaupgreiðsluvísitölu Kauplagsnefnd hefir reiknað út vísitölu framfærslukostn- aðar í Reykjavík hinn 1. ágúst s. 1. og reyndist hún 144 stig, miðað við grunntöluna 100 hinn 1. marz 1950. Kauplagsnefnd hefur ennfremur reiknað út kaupgreiðslu- vísitölu fyrir ágúst með tilliti til ákvæða 3. mgr. 6. gr. laga nr. 22/1950, og reyndist hún vera 139 stig. Reykjavík, 16. ágúst 1951. Viðskiptamólaróðuneytið. Frd Barndskdlonum Barnaskóli Akureyrar tekur til starfa laugardaginn 1. sept. kl. 10 árd. Mæti þá öll börn, sem voru í 1. og 2. bekk s. 1. vetur, svo og öll börn fædd árið 1944. A sama tíma hefst sundnámskeið við sundlaug bæjarins fyrir öll 11, 12 og 13 ára börn, sem ekki hafa lokið sundprófi. Kennarafundur föstudaginn 31. ágúst kl. 4 síðd. Skólastjóri. Auglýsing um innsiglingu útvarpstækja Samkvæmt ákvæðum 34. og 35. greina reglugerðar Ríkis- útvarpsins hef ég í dag mælt svo fyrir við alla innheimtu- menn að þeim sé, að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, heimilt og skylt að taka viðtæki þeirra manna, er eigi greiða afnotagjöld sín af útvarpi, úr notkun og setja þau undir innsigli. Athygli skal vakin á því, að viðtæki verða því aðeins tekin undan innsigli, að útvarpsnotandi hafi greitt afnotagjald sitt að fullu auk innsiglunargjalds, er nemur 10% af afnotagjald- inu. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Skrifstofu Ríkisútvarpsins, 17. ágúst 1951. Útvarpsstjórinn.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.