Alþýðumaðurinn - 26.02.1952, Side 4
A L Þ Ý Ð U M A ö U R I N N
Þriðjudagur 26. íebrúar 1952
ALÞÝÐUMAÐURINN
Utgefandi:
Alþýðuflokksfélag Akureyrar
Ritstjóri:
Bragi Sigurjónsson, Bjarkarstíg 7.
Síini 1604.
Verð kr. 20.00 á ári.
Brentsmiðja Björns Jónssonar h.f.
——---------------
Það valcf'i almenna
furðu hér í bæ, að blað-
ið Dagur, sem út kom í
fyrri viku á 70 ára of-
mæli elzta kaupfélags-
ins og 50 ára afmælis-
degi SÍS, hafði ekki eitf
orð að segja um þessar
stofnanir, frekar en
þetta væri bara blaðið
Islendingur.
Eitthvað hefði nú
mataróstin jarmað inni-
lega, hefði það verið
„Kaupfélagið okkar",
sem afmælið hefði ótt.
ÖRFÁ ORÐ
TIL SAFNAÐARINS
Kœri saftiaðarvinur!
Næstkomandi niiðvikudagskvöld
hefjast enn einu sinni föstuguðs-
Jtjónustur í kirkjukapellunni. Nú
fer sá tíini í hönd, að kristið fólk
minnist þess, að Meistarinn gekk
götu þjáningantta.
Það er kallað á oss til þess að
fylgja honum á þessari göngu, þó
aldrei væri nema til þess að þakka
fyrir, hvað hann lagði á sig vor
vegna.
En á síðastliðnum vetri voru
svo fáir, sent íundu hvöt hjá sér
til þess að hlýða þessu kalli, að
kontið hefir til mála, að leggja
þessa guðsþjónustu niður. Má við
svo húið standa? Er Akureyrar-
söfnuður svo heillum horfinn, að
hann vilji ekki laka þátl í sínum
eigin föstuguðsþjónustmn? Eða
hvernig á að skilja þetta afskipla-
leysi ?
Ég vona, að þú, kæri safnaðar-
vinur, herir gæfu til þess að láta
þig ekki vanta í hópinn, eða sért
óhlýðinn við trúna, þegar hún
væntir þess af þér að þú komir.
„Gátuð þið ekki vakað með mér
eina stund?“ var einu sinni spurt.
Þannig hlýtur Meistarinn að
spyrja enn í dag. — Þeir, sem
koma, eru vinsamlegast heðnir
um að hafa með sér Passíusálm-
ana.
Pélur Sigurgeirsson.
Almenn fjársöfnun til þess hér á Akureyri n. k.
sunnudag, og leifað verður fil allra hreppa í nær-
liggjandi sýslum. Margar hendur vinna stórvirki,
ef aifiir eru samtaka. í j t
Avarp til Norðlendinga.
H.n nýja sjúIjrahússbyggSng
Norðlendingafjórðungs er nú kom
in svo langt á veg, að vonir standa
til, að hún verði tekin í notkun
seint á þessu ári.
Öllum má þegar ljóst vera, hví-
lík nauðsyn er á, að hægt verði
að flytja sjúklingana, og starfsem-
!na fyrir þá, úr hinum gömlu,
þröngu og algjörlega ófullnægj-
andi vistarverum, í hið nýja veg-
lega hús, sem risið er ofar á brekk
unni hér á Akurevri.
En til þess að svo niegi verða,
vantar mikið fjármagn. Þess
vegna þarf nýtt og sameinað átak
allra, sem geta veitt aðstoð sína,
svo að voiiir manna megi rætast
í þessu máli.
Margar veglegar og stórar fórn
r hafa þegar verið færðar, bæði
af einstaklingum og félögum. Er
ávarpi þessu ekki beint lil þeirra
fyrst og fremst, heldur hinna,
sem enn kunna að eiga eftir að
koma með sinn skerf.
Vér lítum svo á, að blessun
Fylgi því, að fá tækifæri til þess
að leggja stein í þá byggingu,
;em um ár og aldir á eftir að ala
'inn fyrir hinum sjúku og særðu.
’etta tækifæri er nú í höndum
'orum. Hjálpin er brýn, svo að
’ullgera megi hið nýja sjúkra-
ms. Takinarkið er. að það taki
il starfa, áður en þetta ár er á
nda runnið. Það tekst, ef sérhver
:f oss gerir skyldu sína.
Fjárhagsörðugleikar mega því
■kk i tefja framgang þessa aðkall-
ndi máls meira en orðið er. Fram
ig vort fer auðvitað eftir því, sem
íverjum finnSt réttast, en vér
lendum á, að ef hver vinnandi
íaður legði það af mörkuin, er
varaði dagkaupi af mánaðarlaun
un sínum, myndu vonir manna
:kki bregðast varðandi það, sem
’ftir á að vinnast, í hinni nýju
byggingu.
A yYkureyri mun verða efnt
il almennrar fjársöfnunar sunnu
daginn 2. marz.
Sveitastjórnir og félög í Norð-
’endingafjórðungi eru beðin að
'iafa forgöngu urn fjársöfnun,
hver á sínum stað.
Akureyri 22. jebr. 1952
Guðm. Karl Pétursson,
yfirlæknir.
Friðrik J. Rafnar,
vígsluúiskup.
Pétur Sigurgeirsson,
sóknarprestur.
Gunnar Jónsson,
spítalaráðsmaður.
í bygginganefnd Sjúkrahússins:
Jakob Frímannsson,
Steján Ag. Kristjánsson,
Guðmundur Magnússon,
Óslcar Gíslason.
Sigurður M. Helgason,
forin. Alþýðuflokksfél. Akureyrar.
Jóhann Frímann,
form. Fratnsóknarfél. Akureyrar.
Karl Friðriksson,
form. Sjálfslæðisflokks Akureyrar.
Sigurður Róbertsson,
form. Sósíalistaflokks Akureyrar.
Jón Jngimarsson,
form. Iðju, Akureyri.
Vigjús IJ. Jónsson,
fornt. fðntekendafél. Akttreyrar.
Bjarni Ilalldórsson,
fornt. Starfsmannafél. Akureyrar.
Vigjús L. Friðriksson,
form. lðnaðarmannafél. Akureyrar.
Jón Pétursson,
form. Bílstjórafél. Akttreyrar.
Gísli Konráðsson,
ritari Utgerðarmannafél. Akureyrar.
Steján Reykjalín,
fornt. Byggingameislarafél. Akureyrar.
Björn Jónsson,
form. Verkantannafél. Akureyrarkaupst.
Tómas Björnsson,
form. Verzlunarmannafél. Akttreyrar.
Jóhann Þorkelsson,
varaform. Læknafél. Akureyrar.
Jón M. Árnason,
fortn. Vélstjórafél. Akureyrar.
IJorsteinn Slefánsson,
form. Skipstjórafél. Akureyrar.
Elísabel Eiríksdóllir,
form. Verkakvennafél. Eining.
Lórenz IJalldórsson,
varaform. Sjómannafél. Akureyrar.
Magnús Albertsson,
varaform. Trésmiðafél. Akureyrar.
Sverrir Ragnars,
form. Vinnuveitendafél. Akttreyrar.
Alþýðuflokksfélögin
á Akureyri
héldd spila- og skemmtifmid i
Túngötu 2 s.l. föstudagskvöld. •
Spiluð var félagsvist og tvenn
verðlaun vejtt. Að spilmium lokn-
um var setzt að kaffidrykkju og
Bragi Sigurjónsson las upp frum-
samin kvæði. Fullt hús var og
skemmlu menn sér ágætlega.
A rshátíð íþróttafélags-
ins Þór verður haldin að
Hótel Norðurlandi laug-
ardaginn 1. marz n. k. —
Aðgangseyrir kr. 30.00. Félagar, fjöl-
ntennið. Aðgöngumiðai seldir á sama
stað á föstudagskvöld kl. 8—10 og á
Steinn Steinsen, j langardaginn frá kl. 5—7 e. h.
— Sf leiítvaifginm —
Skautamót
Akureyrar
Skautamót Akureyrar 1952 fór
fram á flæðunum sunnan við bæ-
inn dagana 23. og 24. þ. m.
Helztu úrslit urðu þessi:
* R 3» it m» «3 rt tí tó íö é C* Á a oiú U fV S
300 m. hl. drengja innan 14 ára.
1. Gylfi Kristjánsson 53.2 sek.
2. Kristján Arnason 56.2 —
3. Sigfús Erlingsson 57.1 —
500 /7i. hl, Jcvenna.
1. Edda Indriðadóttir 79.3 —
2. Hólntfríður Ólafsdóttir 87.4 —
500 m. hl. drengja 14—16 ártt.
1. Guðlaugur Baldursson 59.0 ,—
2. tngólfur Ármannsson 76.5 —
500 m. hl. Jcarla.
1. Þorvaldur Snæbjörnsson 51.8 —
2. Hjalti Þorsteinsson 52.3 —
3. Björn Baldursson 55.7 —
1500 m. hl. kvenna.
I. Edda Indriðadóttir 4.24.9 mín.
2. Hólmfríður Ólafsdóttir 4.47.2 —
Í500 m. hl. drengja 14—16 ára
1. Guðlaugur Baldursson 3.48.9 —
2: Ingólfur Ármannsson 4.00.0 —
1500 m. hl. karla.
1. Þorvaldur Snæbjörnsson 3.37.6 —
2. Björn Baldursson 3.40.6 —
3. Hjalli Þorsteinsson 3.47.6 —
3000 m. hl. kvenna.
1. Edda Indriðadóttir 7.34.5 —
(ísl. met.)
í þessu hlaupi hljóp Edda
ein og bætti sitt fyrra met. Þar
sem á þessari vegalengd hefir
ekki verið keppt á íslandsmóti,
er þetta hlaup Eddu óstaðfest ls-
landsmet.
3000 //!. hl. drengja 14—16 ára.
1. Guðlaugur Baldursson 6.58.5 —
2. Ingólfur Ármannsson 7.21.0 —
3000 m. hl. karla.
1. Björn Baldursson 6.12.0 —
I Ak. met.)
2. Hjalti Þorsteinsson 6.19.6 —
3. Þorvaldur Snæbjörnsson 6.34.4 —
5000 m. hl, drengja 14—16 ára.
1. Ingólfur Ármannsson 14.31.2 —
2. Guðlaugur Baldursson 14.52.9 —
5000 m. hl. karla.
1. Björn Baldursson 13.29.0 —
I. Þorvaldur Snæbjörnss. 14.07.1 -
Stigakeppni.
1. Björn Baldursson 272.133 stig. (Ak-
ureyrarmeistari í skautahlaupi 1952)
2. Þorvaldur Snæbjörnss. 274.776 stig.
Allir þessir keppendur eru úr
Skaulafélagi Akureyrar.
Fyrri daginn var veður ágætl
og ísinn sæmilegur. Um nóttina
snjóaði og varð að sópa af svell-
nu áður en keppni hófst. Veður
var óhagstætl og erfitt að hlaupa
i brautinni. Náðu því engir góð-
um tíma og sýningar á listhlaupi
'jg.íshockey urðu að falla niður.
Skautafélag Akureyrar sá um
mótið.
Islenzkum stúdenti
veittar 3200 norsk-
ar krónur.
Samkvæmt tilkynningu frá
norska sendiráðinu í Reykjavík,
hafa Norðmenn ákveðið að veita
íslenzkum stúdent slyrk, að fjár-
hæð 3200 norskar krónur, íil há-
skólanáms í Noregi næsta vetur.
Koma einkum til greina slúdent-
ar, er nema viíja norska tungu,
sögu Noregs, norska þjóðmenn-
ngar- og þjóðminjafræði, dýra-
fræði, grasa- og jarðfræði Nor-
egs, kynna sér norsk réttarfar og
bókmenntir.
Styrkþegi skal dvelja við nám
í Noregi a. m. k. 8 mánuði á tíma-
bilinu frá 1. september til maí-
loka.
Þeir, sem kynnu að hafa hug á
að hljóta þenna styrk, eiga að
senda umsóknir til menntamála-
ráðuneytisins fyrir 1. apríl n. k..
ásamt afriti af prófskírteini og
meðmælum, ef til eru.
h lDBO RGfiR
i - BÍÓ
I kvöld kl. 9.
Brúður hefrtdarinnar.
Áhrifamikil söguleg' jnynd.
Aðalhlutverk:
Paulelle Goddard. John Lund.
Bönnuð yngri en 16 ára.
ÖKUSLYS
Síðastliðinn föstudag var Sig-
tryggur Jónsson, Aðalstiæti 20
hér í bæ, roskinn maður, á leið
suður Hafnarstræti og gekk á
austurkanti. Þegar hann var á
móts við húsið nr. 20 kom fólks-
bifreið á eftir honum, og þegar
hun kom á hlið við hann niun
honum hafa skrikað fótur og mun
hafa lent ulan í bifreiðinni og féll
í götuna. Maðurinn féll í rot og
var strax fluttur í spítalann og
lagður þar inn, en hann mun nú
xarinn þaðan eða um það bil að
fara. Ekki munu jneiðsli þessi
talin alvarleg en Sigtryggur fékk
heilahrisling.
Sveshjur
kr. 11,35 kg.
nýkomnar.
Vöruhússð h.f.