Alþýðumaðurinn - 14.04.1953, Qupperneq 2
ALÞÝÐUMAÐURINN
ALÞÝÐUMAÐURINN
Útgefandi:
Alþýðujlokksjélag Akureyrar
Ritstjórí:
BRAGI SIGURJÓNSSON
Bjarkarstíg 7. Sími 1604.
VerS kr. 30.00 á ári.
Lausasala kr. 0.75 blaSið.
PrcntsmiBja Björns Jónssonar h.j.
tetaiilin í Rússlssdi
Bágt er fyrir aumingja komni-
ana að átta sig þessa dagana.
Fyrir nokkrum mánuðum lét
Stalin heitinn dæma hóp af lækn-
um' fyrir landráð. En varla er
karlanginn kólnaður í gröfinni
þegar eftirmenn hans lýsa því
yfir, að allur málatilbúnaður á
hendur læknunum hafi verið upp-
loginn, játningar þeirra verið
fengnar með pyndingum, og þeir
menn, sem staðið hafi að öllu
þessu, dæmdir verstu glæpamenn,
og er sennilegt, að þeir verði gerð
ir höfði styttri. Enda þótt hinn
síðari dómur sé allur sennilegri
en hinn fyrri, þá hefir þetta mál
opinberað alheimi þvílíkt hyl-
dýpi siðleysis og glæpastjórn
kommúnistanna í Rússlandi og
fylglríkjum þeirra hefir verið og
er. Það sýnir oss það sem raunar
allir vita, er kommúnista þekkja,
að engu þeirra orði né verki cr
unnt að treysta. En nú hefst vand-
inn fyrir aumingja línudansara
hér úti á íslandi. Eiga þeir nú að
þurfa að eta ofan í sig alla Stal-
ins-dýrkunina og jála að honum
hafi yfirsézt, eða ætla þeir að
gagnrýna gerðir stjórnar Malen-
kofs, og hrökkva þannig út af
línunni? Vér bíðum og sjáum
hvað setur.
éifii í sítirfeiMn
Miklar sagnir ganga hér í
bænum um væntanlegt íramboð
Lýðveldisflokksins á Akureyri í
vor. Eru tilnefndir ýmsir af fyrr-
verandi máttarstólpum Sjálfstæð-
is og Framsóknar.
Hvað sem hæft er í þessum
sögnum um einstaka frambjóð-
endur hins nýja flokks, þá er
víst, að stofnun hans hefir fyllt
hina gömlu afturhaldsflokka
skelfingu, enda má segja að upp-
lausnin aukist innan þeirra dag
frá degi. í vandræðafálmi sínu,
til að hylja þetta gaspra svo aftur-
haldsblöðin um einhvern voða-
klofning innan Alþýðuflokksins.
Sannast þar sem oftar, að mæla
börn sem vilja.
Enda þótt umbrotin séu meiri
í Sjálfstæðinu en Framsókn, þá
er kunnugt, að Þjóðvarnarflokk-
urinn sækir inn í raðir Fram-
sóknar, enda þótt hann taki mest
fylgi frá kommúnistum. Alþýðu-
flokkurinn er því einn af hinum
gömlu flokkum, sem gengur ó-
klofinn til kosninganna. — Þetta
vita hinir flokkarnir fullvel, og
Þriðjudagur 14. apríl 1953
\
Haraldur Guðxnundsson forsfjóri:
Mæðralaunin nema sömu upp-
hæðum og fjölskyldubætur og
koma í þeirra stað. Þau greiðast
hins vegar, þó að móðirin njóti
bamalífeyris og án tillits til tekna
móðurinnar eða efnahags. Upp
hæðir árlegra fjölskyldubóta og
mæðralauna eru á fyrsta verð
lagssvæði þessar:
Fyrir 2 börn kr. 628.00 (Grunnbætur kr. 400.00)
— 3 — — 1570.00 — —1000.00)
— 4 — — 3454.00 — — 2200.00)
— 5 — — 5338.00 — — 3400.00)
— 6 — — 7222.00 — — 4600.00)
— 7 — — 9106.00 — — 5800.00)
— 8 — —10990.00 — — 7000.00)
— 9 — —12874.00 — — 8200.00)
— 10 — —14758.00 — — 9400.00)
Mæðralaun vegna þriggja barna
eru því ekki nema 1570 krónur á
ári, en hækka úr því um 1884 kr.
vegna hvers barns umfram þrjú.
Til samanburðar skal þess get-
ið, að samkvæmt tillögmn milli-
þinganefndarinnar var gert ráð
fyrir, að mæðralaun yrðu: Fyrir
tvö börn kr. 2135, fyrir þrjú kr.
4270, fyrir fjögur eða fleiri kr.
6405, það er jafnt og fullum elli-
lífeyri.
Fjölskyldubælur greiðast, eins
og áður er sagt, án tillits íil þess,
hvort fyrirvinna hefir háar eða
lágar tekjur. Er þetta í samræmi
við löggjöf nágranna okkar á
Norðurlöndum og í Bretlandi, en
þar eru bætur jafnar fvrir hvert
barn og greiðast sums staðar þeg-
ar vegna fyrsta barns. f Sviþjóð
eru þær sænskar krónur 260 á
ári, það er ca. íslenzkar krónur
820 fyrir hvert barn, einnig fyrsta
barn.
Mæðralaun greiðast einnig án
tillits til tekna móðurinnar og
nema, eins og áður er sagt, 1884
krónum vegna hvers barns um-
fram þrjú. Þau koma til viðbótar
bamalífeyrinum þannig, að vegna
hvers barns umfram þrjú á ein-
stæð móðir, sem nýtur barnalíf-
eyris, rétt til að fá frá Trygginga-
stofnuninni 5652 krónur á ári,
auk 12.874 kr., sem greitt er sam-
tals vegna þriggja fyrstu barn-
anna. Þegar þess er gætt, að full-
ur lífeyrir gamalmennis, sem eng-
ar tekjur hefir, er aðeins 6405 kr.
á ári, og sú upphæð skerðist, ef
aðrar tekjur fara fram úr því
marki, verður því ekki neitað, að
áberandi ósamræmi er á þessum
bótaupphæðum. Enn fremur kem-
ur í Ijós, að einstæð móðir, sem
á mjög mörg börn, getur átt rétt
til bóta, mæðralauna og barnalíf-
eyris, sem samtals nema hærri
upphæð en venjulegar vinnutekj-
ur og fjölskyldubætur kvænts
manns, sem hefir fyrir jafn mörg-
um börnum að sjá.
Slíkt verður naumast talið
heppilegt.
Mér þykir rétt að vekja nú þeg-
ar alhygli á þessu ósamræmi, ann-
ars vegar milli bótaupphæðar
því reyna þeir að hylja það með
blekkingum, hversu ástatt er
innra með þeim.
Tryggingastofnunarinnar inn-
byrðis og hins vegar milli mögu-
legra bótaupphæða og venjulegra
tekna fullvinnandi manns.
Enginn má þó skilja þessi orð
mín svo, að ég ekki telji breyting-
ar þær, sem gerðar voru á trygg-
ingalögunum, til bóta. Þvert á
móti. Ég tel, að þar sé um að
ræða stórfelldar endurbætur og
mikilsverða aukningu á sviði
trygginganna. Hitt liggur í aug-
um uppi, að erfitt, ég vil segja
nærri ókleift, er að gera skyndi-
breylingar, í sambandi við að-
kallandi lausn á vinnudeilu, á
jafn stórum og margbroínum
lagabálki og tryggingalögin eru,
án þess að þær hljóti að leiða til
nokkurs misræmis.
Ég hygg mig mega fullyrða, að
ef tryggingaráð hefði verið spurt
um það, hvernig þeim 14—15
milljónum, sem samkvæmt hin-
um nýju lögum eru ætlaðar til
viðbótar-fjölskyldubóta og
mæðralauna, skyldi varið, þá
hefðu tillögur ráðs'ns orðið
nokkuð á annan veg. Mér þykir
líldegt, að það hefði talið eðli-
legra og hyggilegra að láta nokk-
urn hluta fjárins ganga til þess að
bæta jafnframt kjör gamalmenna
og öryrkja með nokkurri hækk-
un l'feyris.
Skal ég þá'með nokkrum orð-
um víkja að þeirri hlið málsins,
sem snýr að Tryggingastofnun-
inni og útgjaldaauka hennar
vegna laganna. Tryggingastofn-'
unin hefir nákvæma skrá yfir all-
ar fjölskyldur, þar sem börnin
eru fjögur eða fleiri, og lölu
þeirra barna, sem þar bætast við.
Iiins vegar liggja ekki fyrir
skýrslur um lölu fjölskyldna með
tvö og þrjú börn, og eru því áætl-
anir um tölu barna í þeim fjöl-
skyldum eingöngu byggðar á lík-
um. Nú njóta um 3000 fjölskvld-
ur fjölskyldubóta og bætast við
hjá þeim um 6000 börn, það er
annað og þriðja barn í hverri
fjölskyldu. Fjölskyldur með þrjú ^
börn eru áætlaðar um 3700, og
með tvö börn um 5500. Fjöldi
bama, sem viðbótarfjölskyldu-
bætur greiðast fyrir, verður því
alls 19—20 þúsund. Áætlað er,'
að viðbótarfjölskyldubætur vegna
þessara barna nemi á þessu ári
um eða yfir 12 milljónum króna.'
Samkvæmt skýrslum um einstæð-.
ar mæður, sem njóta barnalífeyr-
is frá Trygg.'ngastofnuninni, er
barnafjöldi þeirra, að frádregnu
fyrsta barni, um 1800 og áætluð
mæðralaun þeirra 1.5—2 millj.
króna. Mæðralaun og viðbóíar-
fjölskyldubætur eru því áætlaðar
samtals að minnsta kosti 14—15
milljónir króna á þessi ári.
Framlög til Tryggingastofnun-
arinnar og iðgjöld, önnur en
slysatryggingariðgj öld, voru áætl-
uð um 82 milljónir króna á ári,
áður en lögunuin var breytt. Til
þess að mæta útgj aldaaukning-
unni, var óhjákvæmilegt að
hækka tekjurnar um sömu upp-
hæð, en sú hækkun nemur um
17%. Var hækkunin ákveðin jöfn
á alla tekjuliði, iðgjöld og fram-
lög.
Þá er og rétt að benda á það,
að vísilöluuppbótin var á s.l. ári
miðuð við 148.75 stig (meðal-
'al). Fyrir janúar og febrúar þ.á.
var hún miðuð við 158 stig, en
verður í marz til maí miðuð við
157 stig. Sé gert ráð fyrir, að
uppbótin verði svipuð síðari
hluta ársins, hækka allar bóta-
greiðslur vegna aukinna uppbóta
um ca. 6% frá fyrra ári, eða alls
um nærfellt 5 millj. kr. Verður
því útgjaklaaukning stofnunar-
innar í heild um 19 milljónir kr.
vegna hinna nýju laga. Af upp-
hæð þessari á ríkissjóður að bera
um 6.2 milljónir. Sveitasjóðirnir
samtals um 3.8 milljónir og hinir
'ryggðu um 6.2 milljónir. Hækk-
ar því ársiðgjald kvænts manns á
fyrsta verðlagssvæði úr 577 kr.
upp í 714 krónur, eða um 137 kr.,
þar af vegna hinnar nýju löggjaf-
ar og fyrrnefnds samkomulags
ca. 120 krónur. Onnur iðgjöld
hækka tilsvarandi.
Því verður ekki neitað, að hér
er um verulega upphæð að ræða,
sem getur verið tilfinnanleg, sér-
staklega þegar um unglinga frá
16—21 árs er að ræða og tekju-
lítið fólk. En hjá þeirri heildar-
hækkim, sem áður er getið, varð
ekki komizt, þótt deila megi um,
hvern’g gjöldin eru á lögð. Og ég
þarf ekki að taka fram, hversu
áríðandi það er fyrir Trygginga-
stofnunina, að iðgjöldiii greiðist
fljótt og skilvíslega nú, þegar á
hana bætast þessi nýju útgjöld,
nærfellt 20 milljónir. Bótaréttur-
inn er, eins og allir vita, bmidinn
því skilyrði,að iðgjöld séu greidd
á tilsettum tíma.
En rétt er í þessu sambandi að
hafa það jafnf.amt í huga, að
vegna samkomulagsins um breyt-
ingar á vísitöluuppbótinni, greið-
ist lífeyrir og aðrar bætur nú með
uppbót. sem miðast við 157 stig,
en s. 1. ár var hún miðuð við
148.75 vísitöluslig. Hækka bætur
almennt því sem þessu nemur, t.d.
hækkar ellil feyririnn úr kr. 6070
á s.I. ári upp í kr. 6405 á þessu
ári, að óbreyttri vísitölu.
Ég tók það áður fram, að breyt-
:ngar þær, sem síðasta alþingk.
gerði á tryggingalögunum, væru
mjög mikilsverðar umbætur á
þeim. En jafnframt benti ég á
það, að svo gæli farið í einstök-
um tilfellum, að samanlagðar
bætur til einnar fjölskyldu gætu
orðið eins háar eða hærri en
venjulegar tekjur fullvmnandi
manns með jafnstóra fjölskyldu
að viðbættum þeim fjölskyldubót-
um, sem hann getur átt rétt til.
Slík dæmi eru auðvitað ákaflega
fá, svo fá, að þau hafa nær engin
áhrif á fjárhag trygginganna.
En þeim má ekki fjölga. Þau
mega helzt engin vera. Það er
óeðlilegt, hættulegt þjóðfélaginu
og tryggingunum, ef ákvæði eru
í tryggingalögunum, sem geta
gert það eftirsóknarverðara, fjár-
hagslega betra, að lifa á bótunum
frá tryggingunum, en að geta
starfað, unnið fyrir sér og sín-
um.
Við ákvörðun bótaupphæða, er
nauðsynlegt að hafa hliðsjón af
lífskjörum almennings, sem ber
tryggingarnar uppi með iðgjöld-
um og skattgreiðslum. Jafnframt
er nauðsynlegt, að samræmis sé
gætt innbyrðis við ákvörðun ein-
slakra bótategunda.
Það er heldur ekki æskilegt, að
lög'n séu þannig úr garði gerð,
að það geti verið févænlegra fyr-
ir konu að eiga börn og ala þau
upp utan hjónabands, en að búa
með eiginmanni og ala börnin
upp á sameigmlegu heimili þeirra
beggja.
Að lokum vil ég nota þetta
tækifæri til þess að þakka öllum
þeim, nær og fjær, sem unnið
hafa fyrir almannatryggingarnar
og sk'pt við þær, fyrir ágætt og
ánægj ulegt samstarf.
Hinn sívaxandi skihiingur alls
almennings á nauðsyn trygging-
anna, eðli þeirra og þýðingu fyr-
ir þjóðina í heild og hvern ein-
stakan, er mér og öllum þeim,
sem við tryggingarnar starfa,
mikið ánægjuefni.
DagrheiaiRÍlið PálmholA
tekur til starfa 1. júní n. k. Börnin eiga að vera á aldrinum
2%—5 ára. Þeir foreldrar, sem ætla að sækja um dvöl fyrir
börn sín í sumar, snúi sér til undirritaðra fyrir 15. maí n.k.,
sem gfefa allar upplýsingar.
KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR,
Spítalaveg 8 (sími 1038).
SOFFÍA JÓHANNESDÓTTIR
Eyrarveg 29 (sími 1878)
JÓNÍNA STEINÞÓRSDÓTTIR
Hrafnagilsstr. 12 (sími 1262).