Alþýðumaðurinn - 07.12.1954, Page 4
Bffikur
Ágúst H. Bjarnuson:
Saga mannsandans V.
Vesturlönd.
Iteykjavík 1954. Hlaðbúð.
Með bindi þessu lýkur hinni
nýju útgáfu þessa mikla og merki-
lega ritverks. Höfundi entist ekki
aldur né heilsa til þess að endur-
semja hvorki þetta síðasta bindi,
né Nítjándu öldina, og hefir þvl
verið horfið að því ráði, að láta
hér staðar numið.
í Ves'urlöndum er í megin-
drátlum rakin heimspeki og trú-
arbragðasaga Evrópuþjóðanna
frá upphafi Endurreisnartimabils-
ins á 14. öld til loka 13. aldar.
Hins vegar vannst höfundi ekki
tími lil að skrifa um skólaspekina
né áhrlf Araba á vestræna menn-
ingu, svo að nokkur eyða verður
í söguna milli 4. og 5. bindis.
Þar sem bindi þetta er að mestu
endurpren'un fyrri útgáfu, er hér
ekki um neinar nýjungar að
ræða, en hins vegar fjallar það
um svo slórfelld umbrotatímabil
í sögu niannsandans, að efni þess
er ávallt ferskt fyrir lesandann-
Bókin ber alla kosti hinna fyrri
binda, ljósa frásögn og efnis-
mikla, og lausa við óþarfa útúr-
dúra. Hér sem í fyrri bindunum
er höfundur dómvís á, hvað eru
aðalatriði og gefur því lesandan-
um helldarsýn yfir hið merkilega
efni, þótt oft verði að stikla á
stóru. Hinu verður ekki neitað, að
öll fyrri bindin nutu mjög góðs
af endurskoðun höfundar bæði
um framsetning og efnisval, og
mundi svo einnig hafa orðið um
þetta, ef höfundi hefði til enzt, og
má kanna það.
Saga mannsandans er tvímæla-
laust eitt allra merkasta ritverk-
ið, sem gefið hefir verið út á ís-
lenzku á síðari árum. Allt verkið
er þrungið fróðleik, og það þeim
fróðleik, sem alltaf er sífrjór,
sögunni um glímu mannsandans
við hin dýpstu rök tilverunnar.
Af þeim sökum er ritið mennt-
andi í orðsins fyllstu merkingu,
og, það er og verður s'gilt, óháð
stefnubreytingum og strauma-
köstum tímanna.
Með þessu ritverki reisti höf-
undur sér minnisvarða, sem seint
mun fyrnast, og þótt hann hefði
eigi annað ritað, væri Saga
mannsandans ærið nóg til að
geyma minningu hans.
En hver tekur nú upp merkið
og lýkur verkinu: 19. og 20. öld-
inni?
Útgefandinn Hlaðbúð á miklar
þakkir skilið fyrir ú'gáfu þessa
merkisrits, ekki sízt nú þegar ailt
er að kafna í léttvægu og ómerki-
legu ritarusli-
Sigurbjórn Einarsson:
Trúarbrögð mannkyns.
Reykjavík 1954. Utgefandi ísafoldar-
prcntsmiðja. ,
í riti þessu rekur Sigurbjörn
Einarsson, prófessor, megindrætt-
ina í ýmsum helztu trúarbrögð-
um mannkynsins að fornu og
Þriðjudagur 7. desember 1954
nýju, öðrum en Gyðingatrú og
krtstindómi.
Fyrst er stutt yfirlit um trúar-
brögð frumstæðia þjóða, en síð-
an eru rakin trúarbrögð menning-
arþjóða fornaldar frá Egyptum tii
líómverja. Síðan seg.r irá Aust-
urlandaþjóðum og loks frá
Búddhadómi og Múhameðstrú.
Eins og sjá má af þessu yfirliti
er hér um fjölbreytt eíni og
merkilegt að ræða. Hef.r fátt ver-
ið um þessi efni ritað á íslenzku
annað en hið ágæla rit Ágústs H.
Bjarnasonar: Saga mannsandans,
sem þó ræðir meiia hina he.m-
spekilegu hlið en trúarlegu. Að
vísu er víða farið fljótt yíir sögu,
en hitt hlýtur lesandann þó að
furða, hversu miklu efni höfund-
ur fær komið að í stuttu máli og
gert það í senn ljóst og læsilegt.
Ég tel vafasamt, hvort bók þessi
verður mikið lesin, en skaði er að
því, ef fram hjá henni verður
gengið. Hún er mennlandi 1 bezta
lagi, og vekur til umhugsunar um
mörg dýpstu rök mannlegs l.fs,
þar eð hún kynnir oss, hvernig
hugsuðir fjarlægra þjóða og lið-
inna alda hafa leitast við að ráða
lífsgátuna miklu-
Per Höst:
Frumskógur og íshaf
Hjörtur Ilalldórsson íslenzkaði.
Útg. Guðrún Brunborg. Rvik 1954.
Fáar bækur eru vænlegri til
skemmtunar og fróðleiks en vel
ritaðar ferðabækur. Ollum er oss
æfintýraþrá og ferðalöngun í
blóð borin, og góður ferðasagna-
höfundur gefur lesandanum svo
mikla hlutdeild í æfintýri,að hann
llfir sig að nokkru leyti inn í það.
Á hinu leitinu fræða ferðabækur
oss um náltúru fjarlægra landa
og siði og háttu þjóðanna, sem
ferðalangurinn kynnist.
Bók Per Hösts hefir alla kosti
hinna beztu ferðabóka. Frásögnin
er hröð og hæfilega spennandi.
Ilöf. lendir í æfinlýrum bæði í
íshafinu og frumskógum hitabelt-
isins, og það sem mest er um
vert, athygli hans og innlífun í
náltúruna, sem hann er að kanna,
er með þeim ágætum, að lesand-
inn sér fyrir sér, dýr og plöntur.
Hann heyrir hinn dulúðga söng
frumstæðra seiðmanna, og tekur
þátt í lífi, bæði selveiðimannanna
í íshafinu og Indlánanna í frum-
skógum Suður-Ameríku. Og þann
ig eiga ferðabækur að vera.
Per Höst er norskur dýrafræð-
ingur- Frá barnæsku hefir hugur
hans staðið til rannsókna og
ferðalaga. En jafnframt því er
hann rithöfundur, sem veitir les-
endum sínum innilega hlutdeild í
því, sem fyrir augu hans og eyru
ber.
Fyrri hluti bókarinnar lýsír
selveiðum Norðmanna í Norður-
íshafinu, en seinni hlutinn er frá
Mið og Suður-Ameríku, og skóg-
Nú er kominn fími til að kaupa í
lélflkflkstiriia
Vér höfum á boðstólum allar fáanlegar
bökunarvörur, svo sem:
Hveiti Strásykur
Gerduft Flórsykur
Kókosmjöl Púðursykur
* Molasykur
Möndlur Kandíssykur
Kanell Skrautsykur
Negull Vanillusykur
Engifer
Múskat *
Kardemommur, sl. og óst. Rúsínur
Eggjaduft Sveskjur
Kúmen Kúrennur
Allrahanda Döðlur
Pipar Epli, þurrkuð
Hj artarsalt Blandaðir ávex'ir
Natron *
Gerduft, margar teg. *
*•
Smiör Sítrónudropar
Smjörlíki Vanilludropar
Jurtafeiti Möndludropar
* Kardimommudropar
Súkkat Rommdropar
Sýróp Vanillutöflur
Kakaó *
Súkkulaði
* Appelsínusafi
Jarðarberjasulta, fl. teg. Eplasafi
Hindberjasulta Sítronusafi
o. fl. o. fl.
Húsmæður: Gjöríð svo vel að geyma þessa
auglvsingu og hafa hana til athugunar
við innkaupin.
Sendum heim tvisvar á dag,
Símanúmerið er 1075
Kaupfél. íerkauiauna
Nýlenduvörudeild.
U»n Flórida. Þar rannsakaði höf.
•
frumstæða og lítt kunna Indíána-
þjófðlokka, sem hann dvaldist
með urn hríð. Er efni bókarinnar
allt í senn, nýstárlegt, fróðlegt og
skemmtilegt.
Þýðinguna hefir Hjörtur Ha'll-
dórsson gert ög er hún ágæt eins
og aðrar þýðingar hans. Þó kann
ég ekki við tegundarheilið græn-
landsselur, sú tegund hefir aldrei
heitið annað en vöðuselur á ís-
lenzku-
Frú Guðrún Brunborg hefir
gefið bókina út til ágóða fyrir
stúdentaheibergin í Osló, sem
hún safnar fé til með dæmafáum
dugnaði. Með því að kaupa bók-
ina vinna menn því tvennt, eignast
óvenjulega skemmtilega og fallega
bók, og leggja merkilegu menn-
ingarstarfi liðsemd.
Steindór Steindórsson
frá Hlöðum.
AF
NÆSTU
GRÖSIJM
Sjötugur varð 3. þ. m. Hólmgeir Þor-
steinsson frá Hrafnagili.
Sjötugur verður 10. þ. m. Valgeir
Arnason, Auðbrekku, Hörgárdal.
Hjónaejni: Ungfrú Sigríður Ingólfs-
dóttir (Benediktssonar) Litladal, Höfða
hverfi, og Björn Jónsson (Ilaraldsson-
ar), Einarsstöðum, Reykjadal.
Hjáskapur: 1. detember voru gefin
saman í hjónaband ungfrú Björg Ragn-
heiður Sigurjónsdóttir og Arni Ing-
ólfsson, stýrimaður. Séra Kristján
Róbertsson gaf brúðhjónin saman.
Heimili þeirra er að Eiðsvallagötu 32.
Akureyri. — Fimmtudaginn 2. dss.
voru gefin saman í hjónaband að
Möð.uvöllum í Hörgárdal, af sr. Sig-
urði Stefánssyni, ungfrú Sigríður Val-
gerður Davíðsdóttir frá Möðruvöllum
og Haukur Konráðsson, sjómaður,
Aðalstræti 10, Akureyri. — Fyrra
sunnudag voru gefin saman í hjóna-
band af séra Jakob Jónssyni í Reykja-
vík, ungf.ú Valgerður Sæmundsdóttir,,
bónda Guðmundssonar í Fagrabæ f
Höfðahverfi, og Indriði Indriðason,
skógverkstjóri, Stórholti 17, Reykjavík.
I happdrœtti skáta komu þessi núm-
er upp: 487 kaffidúkur, 680 heklaður
dúkur, 406 púði, 917 jólarefill, 877 of-
inn ref.ll, 958 kökukassi. Vinninganna
má vitja til Huldu Þórarinsdóttur,
Bjarmastíg 2.
Áæt-lunarbifreið veltur.
Það óhapp varð á vestanverðrí
Fljótsheiði síðastliðinn laugar-
dag, að áætlunarbifreið sú, er
gengur milli Húsavíkur og Akur-
eyrar valt á hliðina. Mun hálka
hafa orsakað óhapp þetta, en bif-
reiðin snaraðist þversum á veginn
og valt þannig. Allmargt farþega
var í bifreiðinni og sakaði eng-
an. Bifreiðin skemmdist og furðu
lítið.
*■
Fyrsti heiðursborgari
Húsavíkur ftjörinn
í gær varð elzti innborinn Hús-
víkingur, þeirra er nú lifa, átt-
ræður, Karl Einarsson, Ketils-
braut 17. Fæddist ha'.m þjóðhá-
tíðarárið 1374 á Hú’.savík og hef-
ir dvalizt þar alla ’asvi. Hefir hann
s.undað sjónien’nsku nær óslitið
síðan á 12. ári. löngum formaður.
Karl Einarssem var kvæntur Önnu
Arnadóttur, en missti hana 1928.
Þeim, varöi þriggja barna auðið:
Hansjnn, konu Hannesar Jakobs-
sonar, málarameistara, Húsavík,
Arnfríðar, kon u Þóris Friðgeirs-
sonar, gjaldke ra K. Þ., og Þór-
halls, skipstjóra.
Bæjars‘jói.-ji Húsavíkur heiðr-
aði afmæpsbarnið með því uð
kjósa hinn aldna sjósóknara
fyrsta hfiiðursborgara Húsavíkur-
bæjar.
iV A Ar
KHfiKI