Dýraverndarinn - 01.06.1934, Qupperneq 6
2Ó
DVR AVERNDARi N N
Vaskur.
Bjartan og yndislegan maímorgun kom stór hund-
ur (Scháfer) skokkandi eftir þjóðveginum. Hann
var óhreinn og illa hirtur, og svo skinhoraður, að
telja mátti rifin á löngu færi. Það var auðséð, að
þarna var á ferðinni hungraður og hræddur flæk-
ingsrakki. Alt í einu nam hann staðar, snuðraði
um veginn og þefaði út i loftið. í skógarjaðrin-
um yzt við akurlendið og þarna fast við þjóðveg-
inn stóð smábýli: hjáleigan Vesturkot. Og ein-
mitt í þessum sömu svifum kom ung kona út úr
bæjardyrunum með ungbarn í fanginu, og lagði
]jað í vöggu, sem stóð þar í forsælu trjánna. Þetta
var Karen, húsfreyjau í Vesturkoti.
Hundurinn þefaði og þefaði, unz hann smeygði
sér lúpulega inn fyrir garðshliðið. Tungan lafði út
úr honum, og það leyndi sér ekki, að hann mundi
aðframkominn af þorsta. Hann þefaði enn einu
sinni út í loftið, gekk svo rakleitt til konunnar og
lagðist niður við fætur liennar.
Karen laut niður og klappaði hundinum vinalega
á kollinn.
„Hver ert ])ú?“ sagði hún spyrjandi .... „ræfill-
inn .... svona óhreinn og ótótlegur. En komdu
samt með mér, greyið mitt,“ bætti hún við, og hund-
urinn fylgdi hénni eftir inn í eldhús .... „Eitthvað
ætti ég að geta tínt handa þér að éta, vesalingur,"
hélt hún áfram, ,,og vatn geturðu fengið að lejjja
eins og þig lystir .... cn ég vildi aðeins vita hver
þú ert og hvað þú heitir.“
Hún varð þó að sætta sig við að þeim spurn-
ingum væri ósvarað, ])ví að hundinum var mein-
að ])ess. Hann gerði matnum góð skil og þegar hann
liafði étið og lapið nægju sína, rölti hann út á hlað-
ið, og lagðist niður hjá vöggu Önnu, en svo hét
hún, litli anginn og eftirlæti foreldranna, og var
þá aðeins mánaðargömul. Iiún svaf vært og rótt,
eins og þeirn einum er unt, sem ekki hafa dregizt
inn i erfiðleika og baráttu lífsins.
Karen, móðir Onnu, horfði á hundinn og hrosti.
„En hvað þú ert góður, litli vesalingur," sagði hún.
Hundurinn var alls ekki lítill, heldur gagnstætt:
mjög stór og sterklegur, þrátt fyrir útlitið; en hann
var dapur á svip og eitthvað svo einmani.
Karen í Vesturkoti hafði oft óskað sér þess að
eignazt hund. En Alfreð bóndi hennar mátti ekki
heyra það nefnt. I hans augum vóru hundar og
kettir óþarfa munnar að metta. Öðru máli að gegna
um kýr, svín og kindur .... og svo hænsn ....
En hundar ? .... og þar við bættist- svo, að greiða
varð skatt af þeim — hundaskatt!
Þegar Alfreð kom heim um kveldið frá vinnu sinni
á herragarðinum, þar sem hann vann baki brotnu
allan ársins hring — eins og aðrir hjáleigubændur
þar í nágrenninu, — neitaði hann með öllu, að hinn
nýi gestur yrði tekinn á heimilið. Karen þrábað
hann eins og hún bezt kunni, en alt kom fyrir sama:
hann var staðráðinn í því að hæna aldrei hund að
heimilinu. Ef til vill hefir Alfreð verið í óvenju
þungu skapi þetta kveld. Að minsta kosti lét hann
e.kki sitja við orðin tóm, heldur þreif haun digran
lurk og reiddi til höggs. Hundurinn skildi vin-
arþel húsráðanda, forðaði sér í skyndi og hvarf inn
í myrkviðið.
Þetta kveld grét Karen í fyrsta sinn um langa
hrið. Hundinum hafði skotið þarna upp á svo und-
arlegan hátt, fanst henni .... Og svo hafði hann
einnig lengst af tímanum, legið fram á lappir sínar
hjá vöggu Önnu litlu, og það fanst henni góðs viti.
Alfreð reis árla úr rekkju næsta morgun og fór
til vinnu sinnar. En áður en liðnar vóru fimm mín-
útur frá þvi hann fór, sá Karen, að hundurinn var
kominn aftur og stóð við eldhúsdyrnar.
Þá hló hún. „Þú ert ekki svo heimskur, garmurinn,
og komdu nú inn,“ sagði hún og strauk honum vina-
lega. Síðan gaf hún honum, og fór svo að sinna
Önnu litlu.
„Yfir henni eigum við að vaka .... við tvö,“ sagði
Karen á meðan hún var að hlúa að barninu, eins
og hún ætlaðist til að hundurinn skildi þetta ....
Og ef til vill hefir hann einnig skilið það, ])vi að
upp frá þessu veik hann sjaldan frá vöggu Önnu
litlu. Hann hafði eignazt heimili, að minsta kosti
á daginn.
Ivaren l)aðaði hann og ræsti, og var svo glöð, eins
og hún hefði fengið hundrað krónpr með póstin-
um. En á hverju kveldi, og skömmu áður en Al-
freð kom heim, hvarf hundurinn á brott, og lét ekki
sjá sig fyrr en næsta morgun, er Alfreð var farinn
að heiman.
Dagarnir liðu og ekkert bar til tíðinda. Þá var
það dag einn, að flakkari staðnæmdist hjá Vestur-
koti, og er hann hafði gengið úr skugga unt ]iað,