Dýraverndarinn - 01.04.1938, Blaðsíða 7
DÝRAVERN DARIN N
i9
KEL I.
Keli sá, sem hér verður getiö, er ekki nia'öur,
heldur er þaS hundur, sem eg álit aö eigi það skiliS,
aS hans sé getiS aS nokkru. ÞaS, sem hér verSur
sagt, er þó aSeins fátt af þvi, sem segja mætti um
Kela.
Keli var fæddur á útmánu'Sum 1927 i Hróarsdal
í SkagafirSi. MóSir hans var mesta gáfutík og hét
Píla. Nafnið hlaut Keli af því, a'ð hann ])ótti lilíð-
lyndur og „kelinn“, ])egar hann var hvolpur.
Þegar Keli var nærri þriggja mánaSa gamall fór
eg að heiman, og var alt vorið og sumariS fram
undir göngur i brúarvinnu við HéraSsvatnabrúna
á Grundarstokk og kom aSeins heim um lielgar.
Um haustiS var eg svo Kela samtíSa nærri þrjár
vikur, áður en eg fór suSur i Kennaraskólann. Keli
var því tiltölulega lítiS kunnugur mér í þann tíma.
Snemma bar á mildum gáfum hjá Kela, og skal
eg nú segja nokkur dæmi um það.
Eins og aS ofan greinir, fór eg til Reykjavíkur
haustið 1927 og kom ekkert heim aftur fyr en i
þá gera ráS fyrir aS lögS verði hegning viS því
aS tæma olíuefni í sjóinn innan ákveSinnar fjar-
lægSar frá landi.
Þar sem enn er óvíst hvenær árangurs má vænta
af rannsókn ÞjóSabandalagsins á máli þessu og
þar sem það er algengt, aS olía er tærnd í sjóinn
of nærri land'i, einnig á dönskum siglingaleiSum,
og veldur þannig stórtjóni á sjófuglunt, þá skorar
verzlunarmálaráSuneytiS alvarlega á alla sjófarend-
ur aS gæta þess aS tæma ekki olíuleyfar, svo sem
við hreinsun á tönkum, svo nærri ströndum Dan-
merkur, aS slík hætta geti veriS á ferSum".
Hér er um mjög mikilsvert mál að ræSa, og ætti
því aS atlnigast vel, hvort fækkun sjófugla hér
viS land, sem margir hafa þózt verða varir við
siSustu árin, standi i einhverju sambandi viS oliu og
fitu, sem í sjóinn fer frá verksmiSjum og skipum.
Ef svo reynist, ættum vér aS taka upp varnarráS-
stafanir. á alþjóSlegum grundvelli, gegn ófögnuSi
þessum, áSur en hann gérir þvílikan usla og óþrif
hjá oss og hjá þeirn þjóSum, sent verst hafa orðiS
úti i þessu efni.
„Tvímennt“ á Grána.
byrjun september haustiS 1929, eSa eftir tæp 2 ár.
Keli var vanur aS gelta, þegar gesti bar aS garSi,
en þegar eg kom og hann sá mig álengdar, eftir 2
ár, rak hann að vísu upp nokkur lág 1>ops fyrst í
stað. (Hann lá uppi á hlöSunni þá, eins og hann var
vanur á daginn, þegar gott var veSur.) En svo gekk
hann af stað á móti mér mjög vingjarnlegur, og
þegar hann kom til mín, réði hann sér ekki fyrir
fögnuði. Hann flaðraSi upp á bringu á mér og
reyndi á allan hátt aS gera mér skiljanlegt, aS hann
]>ekti ntig, þótt svo langt væri um liSiS frá því
hann hafSi séð mig. Þetta dæmi sýnir vel, hve dýrin
hafa gott minni og aS þau þekkja vini sina frá
öSrum, þótt þau sjái þá sjaldan.
Keli er mjög gefinn fyrir að ferðast. Hann veitir
]>ví óðara eftirtekt, ef einhver fer aS skifta um föt
og týgjast til ferSar aS heiman, og víkur þá ekki
frá honum, til þess aS geta veriS meS í feröinni.
Eigi aö loka hann inni og láta hann vera heima, þá
reynir hann á allan hátt aS komast út. Takist þaS
ekki, þá legst hann niöur meö raunasvip, þar sem
lítiö ber á honum, og oft hefi eg séS tár hrynja úr
augum hans viS slík tækifæri. Þótt Kela sé ekki
hleypt út fyr en mörgum klukkustundum eftir aS
sá, sem í burtu fór, er farinn, þá finnur hann þegar
slóð mannsins, hvort sem hann hcfir farið ríðandi
eða gangandi, og ]>ýðir ]>á ekki að reyna að stöðva
hann, því hann hleypur því hraðara, sem meira er
kallað í hann.
Mest hefi eg þó haft gaman af aö sjá til hans,