Dýraverndarinn - 01.02.1945, Síða 7
Búnaðarþing
afgreiðir merkilega ályktun um dýraverndun.
Kunnugra er en frá þurfi að segja, að frú
Jngunn Pálsdóttir frá Akri, heiðursfélagi
Dýraverndunarfélags íslands, hefir um all-
langt skeið látið sig mjög varða alla verndun
dýra og hætta meðferð þeirra. Hefir hún með
óþreytandi eljan, þrátt fyrir háan al'dur, sýnt
og sannað, að verndun dýra er henni liugstæð-
aya en nokkurt annað mál. Þrásinnis hefir
liún gengið fram fyrir skjöldu og barizt ó-
trauð gegn öllu því, er lienni þykir áskorta
um, að dýrin fái notið þeirrar verndar og
meðferðar, er oss mönnunum her skylda til
að veita ])eim i samhúð vorri við þau. Eiga
dýrin þvi góðan hauk i horni og traustan
málsvara, þar sem frú Ingunn Pálsdóttir er.
Nú fyrir skömmu hefir frú Ingunn sent
Búnaðarþingi, er á rökstólum situr um þessar
mundir, erindi uni dýraverndun og áskorun
um, að Búnaðarþing lieiti sér fyrir stofnun
dýraverndunarfélaga.
Búnaðarþing vékst vel við erindi frúarinn-
ar, og var það lil umræðu og afgreiðslu á
fundi þingsins laugardaginn 17. febrúar, og
var fyrsta málið, sem afgreiðslu hlaut að þessu
sinni.
Álýkt un Búnaðarþings er svo hljóðandi:
1. Bánaðarþing beinir þeirri áskorun til
kennslumálaráðherra, að hann hlutist til
um, að í slcólum landsins verði varið nokk-
urum tíma i þágu dýraverndunarinnar, með
því að vekja samúð með dýrum og skiln-
ing á nauðsyn þess að fara vel með þau.
Ennfremur sé áliugi æskulýðsins vakinn á
þýðingu félagsstarfs dýrunum til vernd-
unar.
2. Búnaðarþing beinir þeirri áskorun til
búnaðarsambandanna, að þau láti dýra-
verndunarmálið til sín taka á þann hátt,
er þau telja bezt henla.
Á Búnaðarþing skilið alúðarþökk fyrir
glöggan skilning og skjóta afgreiðslu þessa
máls. Má því frú Ingunn Pálsdóttir og allir
góðir dýravinir vel við una slík málalok.
Er þess nú að vænta, að kennslumálaráð-
lierra og aðrir þeir, sem ályktun Búnaðar-
þings varðar, láti eigi sinn lilut eftir liggja
um skjótar framkvæmdir, er svo myndarlega
hefir verið á stað farið, og leiðin glöggum
vörðum merkt að því marlci, sem fram und-
an bíður.
Einkum er þess þó vænzt, að búnaðarsam-
hönd landsins bregðist vel og drengilega við
þessari ályktun. Er hér eigi aðeins um mann-
úðarmál að ræða, sem alla Islendinga varðar,
heldur og þjóðnytjamál, sem bændur almennt
liafa ekki. efni á að skjóta sér hjá að sirina.