Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1945, Qupperneq 8

Dýraverndarinn - 01.02.1945, Qupperneq 8
2 DÝRAVERNDARINN Svart-Kolla. Foreldrar mínir, Guðbrandur Árnason og Þuríður Jónsdóttir, liófu búskaj) liér í Saurbæ aldamótarárið. Stendur Saurbær undir svo nefndri Holtshyrnu og er fjallið niður frá henni all-bratt með grasi grónum stöllum og lautum. Er mjög beitarsælt þar efra, en vegna þess, hversu fjallið er mishæðólt, er erfitt að reka þangað fé, því að á leið þessa leggur í hverri hríð stóra skafla og hengjur. Föður mínum lék því mjög hugur á að eign- ast góða forustukind, sem leiða mætli fjár- hópinn yfir torleiði þetta. En erfiðlega gekk honum það. Raunar eignaðist hann nokkurar vel færar kindur en enga, sem nokkuð kvað að í þessu efni. Loks koni þai', að ungur efnisbóndi, Steinn Stefánsson, fluttist frá Neðra-Ási í Hjaltadal að Stói-a-Holti í Fljótum. Álti Steinn ágætl for- ustufé. Einkum báru þó af tvær ær svartar, og sauður, grá-buxóttur að lit. Faðir minn nefndi oft við Stein að selja sér einhverja þessa forustukind. Lét Steinn tilleiðast að lok- um að gefa föður mínum kost á að fá aðra svörtu ána og var hún kollótt. „En það vil eg láta þig vita“, sagði Steinn, „að lamb á hún aldrei, það hefir verið þraut- reynt og ætla eg ekki að svíkja þig á henni“. Faðir minn kvað það ekki saka og ekki mundi lakara að eiga hana en sauð. Átli ærin að kosta átján krónur en faðir minn bætti Afkoma bænda, og landbúnaðarins yfirleitt, stendur öllu öðru framar á dýraverndun. Sú vernd er í því fólgin, að engum gleymist að sýna dýrunum jafnan fulla samúð og nær- gætni í hvivetna. Láta búpening, hverrar teg- undar sem ei% hvorki skorta fóður né góða umhirðu. Gei’i bændur sér almennt Ijóst, hvers vix-ði er að húa sem bezt að dýrunum, þá mun þeim vel farnast í landinu. ,,Dýraverndarinn“ treystir því fastlega, að þessi merkilega ályktun Búnaðarþings marki tímamót í sögu dýraverndunarmálsins, og að með henni sé sá grundvöllur lagður, sem auð- velt ætti að reynast að hlaða ofan á, svo að dugi. við tveimur, svo að hún kostaði tutlugu krónur. Þótti það mikið verð þá, en aldxæi sá faðir minn eftir þeim krónum. Því að þar var sá foringi fenginn, er svo dugði vel við að leiða lijörðina i Saurbæ á beit, að þar komst engin kind nærri i þrettán ár, hvað þá fram úr henni. Svart-Kolla var tvævetla, er hún kom að Saurbæ og geld sem fyrr getur. Hún var þá Jiegar með allra stæx-slu ám, háfætt og falleg að sama skapi.Höfuð silt, seni var mikið og fagurt, bar liún jafnan liátt og djarflega Ilvar sem á Kollu var litið lýsti sér þrek og þol á- samt villtri styggð og trylltum tilbneigingum að lála sem mest að sér kveða við það starf, sem liún var borin til. Þótti því sópa að henni livarvetna, sem hún fór. En stundum þótti mér og öðrum nóg um ráðríki hennar, og verður að þvi vikið síðar. Svarl-Ivolla sýndi það þegar á l'yrsla vetxá sínum i Saui’bæ, að hún var miklum gáfuin gædd, svo að af bar. veðurglögg var liún í bezta lagi og vissi á sig hvers konar veðra- brigði. Málti sjá það á morgnanna á því, livar hún hélt sig í kró, hversu viðra mundi þann og þann daginn. Stæði hún fremst i kró vissi á gott veður, en stæði liún inni við stafn brást eigi að skammt var óveðurs að bíða. — Þegar hjörðin var rekin á beit, þurfti ekki annað en benda henni, hvar hezl væri að fara; lók hún þá stel'nuna tafarlaust og þræddi nákvæmlega þá leið, sem henni var bent að fara. En svo var Kolla slyggg og vör um sig, að enga Idnd hefi ég þekkt henni líka. Og gam- an hafði eg oft að því er ókunnugir inenn komu í hús það, sem Kolla var í og veittu lienni eftirtekt. Þá var eins og hún stæði á nálum skaut til eyrunum í sífellu, hafði aldrei eldsnör augun af gestinum og þandi svo út nasirnar, að þær virtust hálfu víðari en venju- lega. Og svo ef gesturinn ætlaði að handleika Kollu, þaut hún leiftursnöggt yfir stallsystur sínar, garðann, girðingar, eða hvað sem var. Enda vissi eg engin þess dæmi, að nokkur- um ókunnuguin manni tækist að handleika Kollu í kró nema að hjálpað væri af kunn- ugum að ná henni.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.