Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1929, Qupperneq 4

Dýraverndarinn - 01.05.1929, Qupperneq 4
30 DÝRAVERNDARINN Síðasta vetrardag 1929. Sólar sjafni ljúfur, sjá á bak þér má eg. RöÖulgeislum reitstu rún á fjallabrúnir. GræÖa gömlu sárin grimmrar hildar vildir. — Vordís, þér er vandi vetri’ a'Ö reynast betri. Nú er góður genginn gestur burt í vestur, reif'ður röðulgulli, rósum, norÖurljósum. Engir slíkan áttu úöa- gróður -skrúÖa. Ársæll kom þú aftur, ísfold kysstu’ og gistu. Ólína Andrésdóttir. Svipur útlagans. Æskuminning. „Krummi gamli er svartur og krummi er fuglinn minn,“ kveÖur Davið Stefánsson. En það eru fleiri en Davíð einn, sem helga sér hann krumma. Við eigum öll hann krumma. Hann er þjóðfugl okkar íslendinga. Fyrstu þulurnar, sem við lærum, eru um krumma á skjánum og krumma, sem krunkar úti í for. Svo er okkur sögð sagan af hreppaskilum krumma, hrafnaþinginu, þegar öllum er ráðstafað undir veturinn, og sá, sem verður fyrir þeirri raun, að verða stakur, er laminn til dauðs af hrafnahópnum. Eg hefi orðið svo fræg að sjá hrafna- þing. Það var þegar eg var barn. Við börnin sáum hvernig þeir hópuðu sig saman, hrafnarnir, snemma morguns, laust eftir réttirnar. Eg þori að fullyrða, að þeir skiftu hundruðum. Þeir röðuðu sér eftir eyr- unum meðfram henni Hrappsá, tveir og tveir sam- an. Að lokum, er allir virtust hafa parast, var einn stakur, og þá hófst eltingaleikurinn. Vesalings staki hrafninn var hrakinn og hrjáður, eltur og sleginn. Að lokum, er komið var fram yfir nón, var hann orðinn svo dasaður, að hann gat tæplega skriðið, hvað þá flogið. Þá tókum við hann og bárum inn í heyhlöðu og létum hana ólokaða. Að morgni var hann horfinn úr hlöðunni, en eg efast um, að hann hafi haldið lífi. Að minnsta kosti þóttumst við þess fullviss, að það hefði verið ræfillinn af honum, sem seinna um haustið fannst úti í túnfætinum. Þetta er nú útúrdúr um hann krumma, því að eg hafði ekki ætlað mér að skrifa um hann a‘ð þessu sinni, heldur annan fugl, honum skyldan að þvi leyti, að báðir teljast til söngfuglanna, en að öðru leyti honum ólíkan. Það syngur hver með sínu nefi, og aumingja krumma voru ekki gefin betri hljóð en hann beitir. Hinn fuglinn syngur íugla bezt. Hann heitir þröst- ur eða skógarþröstur. Sagan segir, að líkt sé um hann og hrafninn, að því leyti, að undir varptímann haldi þrestir þing, og sé einhver sá, er ekki eigi sér maka, er hann geti byggt hreiður með, sé hann undir dóm fallinn. En mildin er, sem vænta má, meiri hjá þröstunum, en krumma, því að ekki er hann af dögum ráðinn. Hann er dæmdur í útlegð, og má ekki í skóginn koma það árið. Bregði hann út af og leiti til skógarins, er hann dræpur að þrastalögum. Eg er alin upp vestur á Skógarströnd. Eins og nafnið bendir til, er hún skógi vaxin nokkuð, eink- um var laglegur birkiskógur heim undir bæ hjá okkur á Breiðabólstað. Var þar mikið um „fagran fuglasöng, um dægrin löng.“ Hefi eg eigi annars staðar slíkan heyrt að vorinu. Það bar til eitt vor, þegar eg var unglingur, að þröstur kom heim að bæ, og var þar þaulsætnari en venja var til. Hann hélt sig mest á hrískesti, sem var að húsabaki, eða hann sat á baðstofuþekjunni. Þarna sat hann og söng dag og nótt, að heita mátti. Var nú rætt um, hvað til bæri, og urðu foreldrar mínir og aðrir á því, að þetta væri útlagi, sem ekki mætti í skóginn koma. Kenndu allir í brjósti um litla fuglinn, en góður þótti söngur hans og fagur. Ein stúlka var, sem öðrum fremur dáðist að söng þrastarins og hafði orð á því, hve inndælt væri að sofna frá kvakinu á kvöldin og vakna við það á morgnana. Stúlka þessi hét Ragnheiöur. Ásthildur systir mín, sem þá var á tvítugsaldri, andæpti henni. Að vísu þótti henni söngurinn fag-

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.